Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2016 7 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 12. apríl 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Íslenskunámskrá í Borgarfirði á Sturlungaöld: Hvað kenndi Snorri í Reykholti og Ólafur hvítaskáld í Stafholti? Kristján Árnason prófessor við Íslensku- og menningar deild Háskóla Íslands flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Fjallað verður um menntun þá, sem þeir frændur Snorri og Ólafur buðu verðandi skáldum og skrifurum í menntastofnunum sínum. Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Fulltrúar Borgarbyggðar afhentu í síðustu viku rúmlega eitt hundr- að spjaldtölvur til skólastjórnenda leik-, grunn- og tónlistarskóla í sveitarfélaginu. Markmiðið með spjaldtölvuvæðingunni er að auka enn frekar fjölbreytni náms og gera það einstaklingsmiðaðra, auk þess sem stefnt er að því að auka þátt nýsköpunar í skólastarfi. „Spjald- tölvuvæðing skólanna er liður í að styrkja innra starf skóla í Borgar- byggð og einn þáttur í innleiðingu þeirrar skólastefnu sem nú er verið að leggja lokahönd á,“ sagði Lilja Björk Ágústsdóttir, varaformaður fræðslunefndar, þegar hún afhenti tölvurnar í Grunnskóla Borg- arfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Geirlaug Jóhannsdóttir, formað- ur byggðarráðs, tók einnig til máls og lagði áherslu á að verið væri að styrkja innra starf skólanna og það faglega starf sem þar er unnið. Með því að nota spjaldtölvur við kennslu er nemendum gefið tæki- færi til að vinna sjálfstætt, uppgötva námsefnið og leita lausna á eig- in forsendum. Einnig styðja mörg smáforrit vel við nám í grunn- þáttum menntunar sem tilgreind- ir eru í aðalnámskrá. Kennarar í Borgarbyggð hafa verið hvattir til að sækja námskeið um möguleika spjaldtölva í námi og kennslu. Slík námskeið verða í öllum skólum Borgarbyggðar í vor og á komandi hausti. kgk/hig Skólar í Borgarbyggð spjaldtölvuvæddir Rúmlega eitt hundrað spjaldtölvur voru afhentar stjórnendum leik-, grunn- og tónlistarskóla Borgarbyggðar síðastliðinn miðvikudag. Ljósm. Anna Magnea Hreinsdóttir. Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2016. Alls verða 5 hestar í boði í sumar. Þið getið kynnt ykkur hestana á heimasíðunni www.hrossvest.is Opnað hefur verið fyrir pantanir, svo allt er klárt. Munið að hafa Fengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði. Staðfestingargjald er 32.000 kr. og er óafturkræft. Hryssueigendur búsettir erlendis, munið að gefa upp tilsjónarmann þegar pantað er. ATH. Skilmálana. Sjá nánar á heimasíðunni, www.hrossvest.is S K E S S U H O R N 2 01 6 Nánari upplýsingar gefur Gísli Guðmundsson formaður, hrossvest@hrossvest.is, gsm 894-0648. Öll verð eru heildarverð og miðast við fengna hryssu. Ein sónun er innifalin. Glaumur frá Geirmundarstöðum IS2010157668 jarpur/milli stjörnóttur Faðir: IS2006187114 - Spuni frá Vesturkoti Móðir: IS1989284308 - Súla 914 frá Búðarhóli Notkunarstaðir/Tímabil: Fellsöxl. 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 95.000.- Hersir frá Lambanesi IS2009138736 rauðjarpur/nösóttur Faðir: IS1996187983 - Forseti frá Vorsabæ Móðir: IS1994238714 - Elding frá Lambanesi Notkunarstaðir/Tímabil: Borgir. 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 156.000.- Bragur frá Ytra-Hóli IS2008180527 Brúnn/milli, einlitur Faðir: IS1997186541 - Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Móðir: IS1997235680-Sandra frá Mið-Fossum Notkunarstaðir/Tímabil: Hólslandi 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 144.000.- Auður frá Lundum IS2002136409 Brúnn/svartur, einlitur Faðir: IS1995125270 - Gauti frá Reykjavík Móðir: IS1995236220 - Auðna frá Höfða Notkunarstaðir/Tímabil: Borgir 15.06. – 20.07.16. Verð með öllu: kr. 99.000.- Herkúles frá Ragnheiðarstöðum IS2010182570 Rauðskjóttur Faðir: IS2002187662 - Álfur frá Selfossi Móðir: IS1997258874 - Hending frá Úlfsstöðum Notkunarstaðir/Tímabil: Fellsöxl 04.07. - 25.08.16. Verð með öllu: kr. 132.000.-

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.