Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 201624 TÆKNIMESSA 2016 Þú færð pottþétt starf Í verk- og tækninámi bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu. Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess góðan grunn að fjölbreyttu framhaldsnámi. Fleiri en 160 fyrirtæki í iðnaði hafa lýst yfir vilja til að efla vinnustaðanám. Kynntu þér málið á www.si.is. Team Spark er lið innan Háskóla Ís- lands sem hefur það að markmiði að taka þátt í hinni alþjóðlegu Formula Student mótaröð og etur þar kappi við stærstu verkfræði og tækniskóla heimsins. Markmið mótaraðarinn- ar er að smíða og hanna kappakst- ursbíl alveg frá grunni, ekki ósvipað og í Formulu 1 en keppnir í Formula Student eru oft haldnar í tengslum við Formulu 1 keppnir. Keppnirn- ar eru haldnar um allan heim, m.a. í Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan en einnig í Evrópu. Team Spark tek- ur þátt í Formula Student UK sem er haldin á Silverstone í Englandi og í fyrsta skiptið á Ítalíu. Stig fást fyr- ir frammistöðu í hinum ýmsu grein- um sem skiptast í kynningar á ýmsum þáttum í hönnun bílsins og aksturs- greinar. Til að fá að taka þátt í akst- urshluta keppninnar (sem gefur stig- anna) þarf að standast mjög strang- ar öryggisprófanir sem einungis um helmingur liða gerir. Hvað er Team Spark? Team Spark var stofnað árið 2010 af nokkrum nemendum í vélaverk- fræði. Þeim tókst að sannfæra skóla- yfirvöld um virði þessa verkefnis og fengu þá til að veita sex einingar fyr- ir þátttöku í verkefninu. Liðið hef- ur stækkað hratt síðan þá og í dag eru liðsmenn um 40 talsins úr öll- um verkfræðideildum HÍ og hef- ur liðið fest sig í sessi sem flaggskip verkfræðináms við HÍ. Liðið skiptist í teymi sem eru; drifkerfi, fjöðrun, grind og skel, rafmagn, loftaflflæði og framkvæmd sem sér um mark- aðsmál og viðburðastjórnun. Strax frá upphafi hefur liðið lagt áherslu á umhverfisvæna stefnu en keppir í flokki rafmagnsbíla og hef- ur verið meðal efstu liða í flokkn- um sjálfbærni. Liðinu hefur þó ekki enn tekist að taka þátt í aksturhluta keppninnar en öryggisprófanirn- ar hafa reynst liðinu um megn hing- að til. Markmið liðsin í ár eru þríþætt: Árangursmarkmið Keyra bílinn a.m.k. 100 km fyr- ir keppni til að safna gögnum um frammistöðu, fínstilla bílinn og þjálfa ökumenn. Komast í gegnum öryggis- prófanir, taka þátt í aksturshluta keppninnar og tvöfalda þar með stigafjölda liðsins. Samfélagsleg markmið Efla áhuga á verkfræði og tækni í samfélaginu. Efla hlut kvenna í verkfræði. Umhverfismarkmið Vera áfram fremst í flokki í sjálf- bærni í Formula Student. Vekja athygli á rafknúnum farar- kostum. Helsta breytingin í ár er að leggja meira upp úr prófunum á bílnum, bæði bíl síðasta árs TS15, sem og verðandi bíl sem mun heita TS16. Þær prófanir gefa okkur mikilvæg- ar upplýsingar varðandi frammi- stöðu bílsins undir álagi, hvað þarf að bæta, styrkja eða jafnvel endur- hanna frá grunni. Þá mun TS16 vera fyrsti bíll liðsins til að vera búinn vængjum en þeir stórbæta grip og snerpu bílsins. TS16 verður afhjúpaður fimmtudaginn 7. apríl og verð- ur til sýnis á Tæknimessunni 14. apríl á Akranesi. Kappakstursbíll Team Spark verður á Tæknimessunni Á Landspítala háskólasjúkra- húsi vinna 40 iðnaðarmenn: 8 rafeindavirkjar 7 vélvirkjar 3 málarar 7 smiðir 10 rafvirkjar 2 píparar 3 iðnmenntaðir umsjónarmenn fasteigna Landspítalans BM Vallá Af 31 starfsmanni á starfsstöðinni á Akranesi eru 13 með iðnmennt- un á sviði smíða og vélvirkjunar og sex til viðbótar sem luku iðnnámi og síðan framhaldsnámi. Hjá heild- arsamsteypu BM Vallár starfa auk smiða og vélvirkja; iðnmenntað- ir rafvirkjar, bifvélavirkjar og múr- arar. Össur Á Íslandi vinna um 400 manns hjá Össuri. Af þeim eru 67 iðnaðarmenn á sviði rafvirkjunar, málmsmíði, renni- smíði, vélstjórnar, rafeindavirkjun- ar og stálsmíði. Sagafilm „Árið 2015 störf- uðu 1200 manns beint við kvik- myndaframleiðslu á Íslandi og er mikill vöxtur í þess- ari iðngrein. Iðn- og tæknifólk er í mikilvægu hlutverki við framleiðslu kvikmyndaðs efnis og ljóst að þörf er að fleira fólki með þessa fag- þekkingu hjá kvikmyndaframleið- endum,“ segir Guðný Guðjóns- dóttir forstjóri Sagafilm. RÚV Hjá RÚV starfa 64 (24% starfs- manna) einstaklingar með ólíka iðnmenntun: 11 rafeindavirkjar, 2 rafvirkjar, 15 myndatökumenn, 8 hljóðmenn, 4 tölvarar, 2 ljósa- menn, 5 myndblandarar (mixer), 4 tæknistjórar, 6 smiðir/málarar/ leikmyndasmiðir, 5 förðun/hár og 2 búningar. Marel Um 30% starfs- manna Marel með iðnmenntun Hjá Marel á Íslandi starfa um 500 manns, þar af um 200 starfsmenn við framleiðslu á búnaði og tækj- um til matvælaframleiðslu. Um 160 starfsmen, eða um 30% starfs- manna í framleiðslu, eru menntað- ir iðnaðarmenn. Flestir eru málm- iðnaðarmenn eins og stálsmiðir, málmsmiðir, bílasmiðir, vélvirkjar, vélstjórar og blikksmiðir sem sinna smíði úr ryðfríu stáli. Einnig eru vélvirkjar, vélstjórar, stálsmiðir, raf- virkjar og rafeindavirkjar sem sinna fjölbreyttum störfum við samsetn- ingu vélbúnaðar sem og prófanir á búnaði. Marel er með rafeinda- vöruframleiðslu og framleiðir raf- eindabretti fyrir skynjara, iðnaðar- tölvur og módúla og starfa rafvirkj- ar og rafeindavirkjar við framleiðsl- una. Á renniverkstæðinu eru um 20 rennismiðir sem vinna á tvískiptum vöktum við að framleiða íhluti úr plasti og stáli. Á plastverkstæðinu vinna trésmiðir við að búa til hluti úr plasti sem fara svo í samsetningu á tækjunum. Margir fleiri iðnaðar- menn starfa hjá Marel, meðal ann- ars við plötuvinnslu og samsetn- ingu en þar mætti nefna húsasmiði, pípara, vélstjóra, bílasmiði og bif- vélavirkja. Marel tekur inn nema á samn- ing og í dag eru átta nemar á samn- ingi í ýmsum deildum framleiðsl- unnar. Hjá Marel leynast tækifæri til starfsþróunar og fjölmörg dæmi þess að starfsmenn vaxa í starfi enda er starfsþróun sameiginlegur hagur starfsmanna og fyrirtækisins. Veistu hvað víða iðnaðar- menn er að finna?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.