Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2016 5 veitur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6- 10 96 Eingöngu er tekið á móti umsóknum starf.or.is/veitur/ Nánari upplýsingar starf@veitur.is. Umsóknarfrestur Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um Við leitum að starfskrafti sem er: Starfs- og ábyrgðarsvið: Næstkomandi laugardag verður blásið til Mýraeldahátíðar í Faxa- borg í Borgarnesi. Er það Búnaðar- félag Mýrarmanna sem stendur fyrir hátíðinni, sem haldin er annað hvert ár og fer hún núna fram í fimmta skipti. Að sögn Sigurjóns Helgason- ar á Mel, formanns búnaðarfélagsins og eins skipuleggjenda, verður há- tíðin einkar vegleg að þessu sinni, en bændur á Mýrum minnast þess í ár að áratugur er liðinn síðan eldarnir loguðu. „Við ætlum að halda stóra og mikla hátíð í ár vegna tíu ára afmæl- isins. Ákváðum við að flytja hana í Faxaborgina í Borgarnesi því við eig- um von á að hún verði vel sótt,“ seg- ir Sigurjón í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að hátíðin hafi þegar verið um það bil að sprengja Lyngbrekku utan af sér, en þar hefur hún verið haldin fram að þessu. Þar sem hátíðin er einkar stór í ár hafi þeir talið ráðlegt að flytja dagskrána að hluta í stærra húsnæði. Kvöldvaka hátíðarinnar með dansleik mun engu að síður fara fram í Lyngbrekku og hefst hún klukkan 21. Í Faxaborg lofar Sigurjón lifandi dagskrá allan daginn frá klukkan 13 til 17:30. Meðal annars munu fé- lagar úr Félagi ungra bænda verða með sprell og Karlakórinn Söng- bræður ætlar að taka lagið. „Svanur í Dalsmynni verður með sýningu á smalahundum og ég á von á félögum úr Fornbílafjelagi Borgarfjarð- ar, svo hægt verður að skoða gamla bíla. Einnig verður markaður, grill- að nautakjöt og smakk og Jóhanna á Háafelli mun kynna geitaafurðir, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Sigurjón, en áhugasömum er bent á að dag- skrá hátíðarinnar er auglýst í Skessu- horni vikunnar. „Við í búnaðarfélag- inu hvetjum alla til að mæta og gera sér glaðan dag með okkur. Til þess er hátíðin gerð. Við viljum gera eitt- hvað skemmtilegt saman og kynna landbúnaðinn í leiðinni. „Hafa gam- an saman,“ eins og stundum er sagt,“ segir Sigurjón að lokum. kgk Stærsta hátíðin til þessa á tíu ár afmæli Mýraeldanna Meðal þess sem í boði verður á hátíðinni er ródeó, þar sem gestum verður gefinn kostur á að kljást við Mýranautið. Mynd úr safni. Húsafell Resort ehf. er dótturfyr- irtæki Ferðaþjónustunnar á Húsa- felli og fram til þessa verið í eigu hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Sigmarsdóttur. Félagið hefur nú gengið frá 1.100 milljóna króna fjármögnun til áframhald- andi uppbyggingar í ferðatengdri þjónustu á Húsafelli. Jafnframt hafa hjónin fengið nýjan hóp hlut- hafa með sér að félaginu. Það rek- ur nú eitt glæsilegasta hótel lands- ins, veitingastaði, sundlaug, golf- völl, tjaldsvæði og sumarhúsa- byggð í rómaðri náttúrfegurð á Húsafelli. Nú er unnið að stækk- un Hótel Húsafells auk þess sem sett verður á laggirnar afþreying- armiðstöð sem veitir öðrum fyrir- tækjum bætta aðstöðu til að bjóða upp á afþreyingu og aukna þjón- ustu á Húsafelli. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku var ráð- gjafi eigenda Húsafells í viðskipt- unum. Fjármögnunin var í formi hlutafjáraukningar auk langtíma- fjármögnunar sem Landsbanki Íslands veitir. „Eftir viðskipt- in hafa eigendur Húsafell Resort ehf., þau Bergþór Kristleifsson og Hrefna Sigmarsdóttir, fengið fé- lög í eigu Ómars Benediktssonar, Finns Reyrs Stefánssonar, Tómas- ar Kristjánssonar og Jóns Diðriks Jónssonar til liðs við sig sem 50% hluthafa,“ segir í tilkynningu frá Húsafell Resort ehf. mm Uppbygging gæða- áfangastaðar í Húsafelli Nýir hluthafar og endurfjármögnun til að treysta stoðir ferðaþjónustunnar Horft yfir skóginn og í átt að Hótel Húsafelli sem nú verður stækkað auk þess sem byggð verður ný afþreyingarmiðstöð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.