Skessuhorn


Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.04.2016, Blaðsíða 1
Fimmtudaginn 14. apríl næstkom- andi munu um 700 ungmenni í 8.-10. bekk grunnskólanna á Vest- urlandi leggja land undir fót og mæta á Tæknimessu 2016, sem haldin verður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. „Með Tæknimessunni viljum við að ungmennin kynnist kröftugum iðnfyrirtækjum á Vesturlandi, hversu miklir möguleikar eru á góðum störfum innan atvinnu- greinarinnar og hvaða iðnnám er í boði við Fjölbrautaskóla Vest- urlands. En ekki síður viljum við kynna fyrir gestum okkar hversu stór og öflugur iðnaðurinn er á Vesturlandi,“ segir í kynningu frá verkefnisstjórn um Tækni- messu 2016. Með Skessuhorni í dag fylgir átta síðna sérblað þar sem Tæknimessan er kynnt. Blað- ið er því sent sérstaklega heim til nemenda á elsta stigi grunnskól- anna. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 14. tbl. 19. árg. 6. apríl 2016 - kr. 750 í lausasölu Skessuhorn forsíðuborði Nýtt útibú í Borgarnesi opnar föstudaginn �. apríl Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Síðustu sýningar vetrarins SK ES SU H O R N 2 01 6 Egilssögur, í tímahylki tals og tóna Föstudagur 15. apríl kl. 20 Laugardagur 16. apríl kl. 20 MR. Skallagrímsson Laugardaginn 9. apríl kl. 20 LANDNÁMSSETur Íslands Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Gagngerar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði kaþólsku kirkjunnar í Stykkishólmi undanfarin ár. Gömlu leikskólabyggingunni og systrahúsinu hefur verið breytt í hótel og menningarmiðstöð. Kapellan og íbúðir prestanna hafa einnig verið endurnýjaðar. Síðastliðinn föstudag var kirkjan svo vígð og blessuð að endurbótum loknum, sem og önnur húsakynni Hótel Fransiskus. Sjá nánar á bls. 12. Ljósm. Eyþór Benediktsson. Ástandið undanfarna viku eða svo í stjórnmálunum hér á Íslandi hefur verið miklu líkara efnistök- um í þætti ítalskrar sápuóperu en bláköldum raunveruleikanum. Í örstuttu máli má skýra ástandið út á þann veg að um miðja síð- ustu viku byrjaði að kvisast út að væntanlegur væri þáttur í sjón- varpi þess efnis að upplýsa ætti um hundruð nafna einstaklinga í fjölmörgum löndum sem ættu félög í erlendum skattaskjólum. Kastljósþátturinn var sýndur á RUV klukkan 18 á sunnudag- inn og á sama tíma þættir í er- lendum sjónvarpsstöðvum sem byggðu allir á upplýsingar um gagnaleka frá fyrirtæki í Panama sem fóstrar skúffufyrirtæki auð- manna. Nafn Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra var meðal þeirra sem kom upp auk nafna fleiri þjóð- höfðingja og fjölmargra annarra stjórnmálamanna, íþróttamanna og misþekktra persóna. Með- al annars voru nöfn ráðherranna Bjarna Benediktssonar og Ólaf- ar Nordal nefnd auk fjögurra nú- verandi og fyrrverandi borgar- fulltrúa í Reykjavík. Talið er að um stærsta einstaka gagnaleka sé að ræða frá upphafi frá erlendu skúffufyrirtæki. Í kjölfar sýningar á þáttun- um hér heima og erlendis má segja að fjölmiðlar hafi logað og brátt varð ljóst að stjórnarsam- starf Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokks væri í uppnámi og að téðar upplýsingar myndu reyna á lang- lundargeð þegna þessa lands. Á mánudag var svo boðað til eins fjölmennasta útifundar frá upp- hafi á Austurvelli í Reykjavík, þar sem krafist var afsagnar forsæt- isráðherra og ríkisstjórnarinn- ar í heild. Í gær, þriðjudag, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks af sér sem forsætisráðherra. Afsögn Júlíusar Vífils Ingvarssonar borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins lá þá einnig fyrir. Síðdegis í gær þegar Skessuhorn fór í prentun stóð til að láta reyna á í viðræð- um hvort ríkisstjórnin héldi velli með því að munstra Sigurð Inga Jóhannsson atvinnuvegaráðherra í forsætisráðuneytið. Engan veg- inn var þó orðið skýrt hvort af því yrði eða hvort samstarfsflokkur- inn í ríkisstjórn samþykkti þá málaleitan. Stjórnarandstaðan var í það minnsta ekki sátt. Þessi atburðarás öll hefur sýnt að vika getur verið löng í pólitík. Mik- il ólga er í íslensku samfélagi og fullkomlega óvíst hvernig lyktir í þessum málum öllum verða. mm Forsætisráðherra sagði af sér Sérblað um Tæknimessu 2016 Það var ekki bara mannfólkið sem lét það eftir sér að taka gott páskafrí að þessu sinni. Haninn á bænum Hvítadal í Dölum lét sig ekki muna um minna en vikufrí frá hænsnakofanum nú um páskana. Ragnheiður Pálsdóttir bóndi í Hvítadal taldi hanann horfinn fyr- ir fullt og allt og höfðu þau hjón- in grunað hvolpinn á bænum um græsku, enda hafði sést til hans með fiður í munnvikum um það leyti sem haninn hvarf að heim- an. Það kom því Ragnheiði mjög á óvart þegar hún fylgdist með hananum vappa rösklega heim af- leggjarann og alveg heim að dyr- um á fimmtudaginn í síðustu viku. Það var ekki að sjá annað en að haninn kæmi hinn hressasti heim úr fríinu og þurfti meira að segja nokkrar tilraunir til að ná honum á ný inn í hænsnakofann sinn, en það tókst þó að lokum. Engum sögum fer hins vegar af hvar han- inn dvaldi í fríinu. sm Haninn fór í páskafrí Haninn kominn heim. Ljósm. Ragnheiður Pálsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.