Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 16. tbl. 19. árg. 20. apríl 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Fæst án lyfseðils LYFIS Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 6 LANDNÁMS- SETur Íslands Starfsfólk Landnámssetursins í Borgarnesi sendir viðskiptavinum sínum og öðrum landsmönnum bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR GLEÐILEGT SUMAR Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Nýverið var tekin í notkun ný stein- efnaþvottastöð í malarnámunni að Hólabrú við rætur Akrafjalls. Efnis- vinnslan Tak-Malbik ehf. er eigandi þvottastöðvarinnar, en aðeins ein sambærileg stöð er fyrir í landinu. Stöðin er af gerðinni CDE 2500, er mikið mannvirki og kostaði uppsett um 220 milljónir króna. Undirbún- ingur og uppsetning hennar var því allnokkuð fyrirtæki. „Við erum nú búnir að keyra stöðina í mánuð og höfum verið að taka á öllum byrj- unarvandamálum, læra að stilla vél- arnar þannig að við fáum þau efn- isgæði sem við viljum fá og bara læra á tækið almennt,“ segir Hall- dór Gunnlaugsson, einn þriggja eigenda Tak-Malbiks í samtali við Skessuhorn. Nýja þvottastöðin gerir Tak- Malbiki kleift að skapa aukin verð- mæti úr þeim jarðefnum sem unn- ið er með og fer nú ekkert efni til spillis. Það bætir arðsemi starfsem- innar. „Efninu er mokað í stöðina, hreinsað með vatni og flokkað eft- ir grófleika. Við höfum möguleika á að skipta efninu í fimm flokka en erum að vinna þrjá eins og er. Gróf- asta efnið fer í malbik en fínna efn- ið seljum við ýmist til steypuvinnslu eða sem fylliefni í steypu. Við höf- um í gegnum tíðina aðallega unnið steinefni í malbik fyrir Vegagerðina og þar eru gæðakröfur að aukast og vaxandi kröfur um umhverfisvænna efni til að klæða vegi og malbika. Til að uppfylla þær kröfur þurft- um við nýjar og betri græjur,“ seg- ir hann. „En nú getum við einnig hreinsað fínna efni og selt sem há- gæða hráefni til steypuvinnslu, efni sem áður var umframefni hjá okk- ur,“ segir Halldór Gunnlaugsson. Sjá nánar bls. 14. Ljósm. kgk Fullkomin steinefnaþvottastöð tekin í notkun á Hólabrú Gróa Margrét Viðarsdóttir er í hópi ungmenna sem Sjöfn Sæmundsdóttir hefur verið með á reiðnámskeiði í Búðardal að undanförnu. Á föstudaginn var boðið til sýningar þar sem nemendur sýndu listir sínar og var þessi glaðlega mynd tekin við það tilefni. Sjá nánar bls. 28. Ljósm. sm. Gleðilegt sumar! Ólafur Ragnar Grímsson mun sækjast eftir endurkjöri til emb- ættis forseta Íslands. Þetta til- kynnti hann á blaðamannafundi á Bessastöðum síðastliðinn mánu- dag. Forsetakosningar verða haldnar 25. júní. Í ljósi þess að forsetinn gaf það út á nýársdag að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs hafði hálf- ur annar tugur frambjóðenda til- kynnt framboð til forseta og sum- ir þeirra þegar aflað sér lágmarks- fjölda meðmælenda. Litlar lík- ur eru á að þeir hafi erindi sem erfiði því aldrei í lýðveldissög- unni hefur sitjandi forseti verið felldur af stalli. Því kallaði fram- boð forsetans strax fram blendnar tilfinningar meðal landsmanna, ekki síst þeirra sem unnið hafa að framboði eða hvatt valda ein- staklinga til þess á undanförnum mánuðum. Í gær lá fyrir að a.m.k. tveir höfðu strax dregið framboð sín til baka og líklegt að fleiri geri slíkt hið sama. Hins vegar var stór hópur fólks sem fagnaði ákvörð- un Ólafs Ragnars, ekki síst í ljósi ástandsins á stjórnarheimilinu og Alþingi. mm Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.