Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 201618 vera á vakt samfleytt í tvær vikur með dagvinnunni. Þetta geri ég aldrei aft- ur,“ bætir hún við og skyldi engan undra. Hún segir að þetta hafi tek- ið ógurlega á og orkan hafi verið á þrotum þegar málin voru loks leyst. Aldrei hafi þó komið til greina að hætta. „Ég gat ekki hugsað mér að skilja fólkið mitt eftir læknislaust,“ segir Linda. „En meðal annars til að leysa þetta bjuggum við til stöðu vakthjúkrunarfræðings. Það er fyrsta stopp allra sem koma á stöðina og margir fara ekkert lengra. Þá koma ekki öll tilfelli inn á borð læknanna,“ segir hún og er ánægð að málin hafi verið leyst. „Svona ástand eins og var 2009-11 ætti ekki að koma upp aft- ur, við erum vel mönnuð núna,“ bæt- ir hún við. Landlægt vandamál Engu að síður segir hún að lækna- skortur sé landlægur á Íslandi. Vest- lendingar hafa ekki farið varhluta af því. Auk dæmisins úr Borgarnesi hér að ofan má nefna að aðeins fyrir nokkrum vikum var leyst úr alvarleg- um læknaskorti á HVE á Akranesi. „Það vantar alls staðar fleiri lækna, meira að segja á höfuðborgarsvæð- inu. Við erum bara ekki nógu marg- ir,“ segir hún og bætir því við að sér í lagi vanti fleiri heimilislækna. Ástæðu læknaskortsins telur hún ekki síst vera að úr læknadeild Háskóla Íslands séu aðeins útskrifaðir tæplega 50 læknar á hverju ári. „Staðan er þannig í dag að við útskrifum ekki nógu marga lækna til að taka við af þeim sem hætta sök- um aldurs. Auk þess þurfa læknar að sækja sérnám til útlanda í lang- flestum fögum. Það þýðir að margir koma ekki til baka, því það er stórmál að flytja út, kannski með fjölskyldu og ætla sér svo að rífa hana upp aftur og flytja heim,“ segir Linda og bætir því við að hún telji launin ekki endi- lega spila jafn stórt hlutverk og oft er haldið fram. „Laun íslenskra lækna eru ekki mikið lægri en laun lækna á Norðurlöndunum. Aftur á móti er annað miklu dýrara hér. Til dæmis í Svíþjóð, þangað sem margir íslensk- ir læknar fara í sérnám, er hægt að fá húsnæðislán með 1,5% vöxtum sam- anborið við 4,5% hér. Það er meira en að segja það að bakka út úr slíku og flytja heim, ofan á allt annað,“ segir hún og bætir því við að ef lækn- irinn sé með maka og ung börn þá sé leikskólapláss og heilbrigðisþjónusta barna margfalt ódýrari og barnabæt- ur hærri í Svíþjóð. Hún nefnir þó jákvæða breytingu sem á sér stað innan læknastéttarinn- ar um þessar mundir. „Konum er að fjölga í læknastéttinni og er meiri- hluti læknanema konur,“ segir Linda. „Þær eru aftur á móti síður líklegar til að fara út á land. Kannski vegna þess að þar er aukin vaktabyrði, en konur eru einmitt líka ólíklegri til að sækja í vaktavinnu en karlar,“ bætir hún við. „Kannski er ástæðan þessi lærðu kynjahlutverk, að við eigum að hugsa um heimilið og börnin, en gildin eru líka að breytast. Við erum hætt að lifa til að vinna. Hér áður fyrr hefði bara þótt dálítið töff að vera á vaktinni í 72 tíma samfleytt, en í dag myndi einhver spyrja: „Bíddu, er ekki í lagi með þig? Áttu ekki fjölskyldu?“ Það viðhorf hefur breyst og líklega til hins betra,“ segir Linda og brosir. „Fólkið er umhyggjusamt“ Þegar Linda er ekki á vaktinni kveðst hún hafa gaman af því að dunda sér við ýmis verkefni ásamt manninum sínum. Hún segir að þau verji megn- inu af sínum frítíma saman og hafi alla tíð verið miklar samlokur. „Við kynntumst á fjórðungsmóti UMFÍ í frjálsum íþróttum austur á Eiðum, en erum samt bæði úr Reykjavík. Ég var í sveit á Norðfirði og hann var að vinna í fiski á Fáskrúðsfirði. Ég var 14 ára og hann 15, við vorum bara vitlausir unglingar,“ segir hún og hlær við. „Fjórum árum síðar gift- um við okkur, nýorðin 19 og 20 ára gömul. Þannig að við erum búin að vera saman í 29 ár,“ bætir hún við og brosir. Saman eiga þau tvö börn, Báru Söru sem er 15 ára og Alexand- er Gabríel 22 ára. Hann nemur ein- mitt læknisfræði við Háskóla Íslands og fetar þannig í fótspor móður sinn- ar. Eins og áður segir fluttu þau hjón- in í Borgarnes þegar Guðfinnur hóf nám á Bifröst. Hún ber bænum vel söguna. „Ég er mjög ánægð með Borgarnes. Fólkið er umhyggjusamt og tók mjög vel á móti okkur og all- ur bæjarbragurinn er skemmtileg- ur,“ segir Linda. „Starf mitt hér er fjölbreyttara en ef ég væri á heilsu- gæslustöð í Reykjavík. Hér sinnum við mun fjölbreyttari tilfellum, fram- kvæmum minniháttar aðgerðir og fylgjum eftir alvarlegri tilvikum en gert er á heilsugæslustöðvum í borg- inni,“ segir hún. Opnaði sykursýkismóttöku Linda hafði á sínum tíma forgöngu um það að sykursýkismóttaka yrði opnuð á heilsugæslustöðinni í Borg- arnesi. „Ég barðist fyrir því fyrstu árin mín en gat loksins látið verða af því þegar ég varð yfirlæknir og fékk að ráða einhverju,“ segir hún og hlær við. Sykursjúkum var boðið að koma til fundar við lækni og hjúkrunarfræð- inga og fá aðstoð til að halda utan um sjúkdóminn. Segir hún að fyrst og fremst veiti þau fólki með sykursýki tvö aðstoð, þeir sem eru með sykur- sýki eitt leiti að jafnaði beint til sér- fræðinga. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fylgjast með hvernig fólki gengur og ráðleggja því. Við gefum fólki leiðbeiningar um breytt mat- aræði og hreyfingu sem getur hjálp- að því að ná betri tökum á sjúkdómn- um,“ segir hún og bætir því við að ekki sé endilega skrifað upp á mikla lyfjaskammta við fyrstu heimsókn. „Fólk er orðið mun opnara fyrir því að breyta mataræði og hreyfingu en var bara fyrir tíu árum síðan, það hef- ur orðið mikil vitundarvakning um áhrif mataræðis á heilsuna. Fólk er tilbúið til að leggja meira á sig hvað þetta varðar en áður, það vill ekki endilega bara fá lyf sem eiga að kippa öllu í liðinn,“ segir hún. Sykursýkis- móttökuna segir Linda hafa reynst mjög vel. „Við gerðum úttekt á starf- inu eftir tvö ár til að meta árangurinn og það kom mjög vel út. Flestir okk- ar skjólstæðinga náðu góðum árangri og voru ánægðir að hafa þetta utan- umhald,“ segir Linda og kveðst eiga von á að sykursýkismóttakan reyn- ist áfram vel. „Nú er verið að vinna að nýjum mataræðisleiðbeiningum í samstarfi við Embætti Landlækn- is, Landspítala, HÍ og Manneldisráð. Fólk er tilbúið að leggja ýmislegt á sig, les sig til um sinn sjúkdóm og er tilbúið að gefa lífstílsmeðferð tæki- færi sem fyrsta kosti fremur en að fara beint á lyf,“ segir Linda. kgk Aðalfundur Búnaðarsamtaka Vest- urlands var haldinn á Hvann- eyri síðastliðinn fimmtudag. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa voru kosningar. Stjórnin verð- ur að meginhluta áfram sú sama og liðið ár utan þess að Bryndís Karlsdóttir frá Geirmundarstöð- um á Skarðsströnd kom ný inn í stað Valbergs Sigfússonar á Stóra- Vatnshorni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir stjórnarmenn eru Daníel Ottesen á Ytra-Hólmi, Halldór Gunnlaugsson á Hunda- stapa, Guðný Linda Gísladótt- ir í Dalsmynni og Þórhildur Þor- steinsdóttir á Brekku sem jafnframt er formaður BV. Koma Bryndís- ar í stjórn markar þau tímamót að í fyrsta skipti í sögu búnaðarsam- takanna skipa konur meirihluta í stjórn. mm/ Svipmyndir af fundinum tók Guðmundur Sig. Konur í meirihluta í stjórn búnaðarsamtakanna Linda Kristjánsdóttir er yfirlækn- ir á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands í Borgarnesi. Hún útskrifað- ist úr læknisfræði árið 2002 og að- spurð kveðst hún alltaf hafa ætlað sér að verða læknir. „Ég hef stefnt að þessu frá því ég man eftir mér, ég ætl- aði mér alltaf að verða læknir,“ segir hún. Lindu gekk þó ekki þrautalaust að ná því markmiði sínu. „Eftir að ég kláraði framhaldsskólann reyndi ég nokkrum sinnum við inntökupróf- ið. Árið áður en ég komst inn var ég næsta nafn á listanum, það munaði bara einum að ég kæmist inn,“ seg- ir hún og viðurkennir að það hafi henni þótt súrt í broti. „Ég var næst- um búin að gefast upp en maðurinn minn var ekki á því og skráði mig í næsta inntökupróf. Ég fór og komst inn,“ segir hún ánægð. Kandídatsárið starfaði hún sem læknir á höfuðborg- arsvæðinu en leið hennar lá í Borgar- nes þegar maður hennar, Guðfinnur Stefánsson, hóf nám á Bifröst. Hún varð svo yfirlæknir á heilsugæslustöð- inni árið 2010. „Þá hafði ég starfað hérna meira og minna síðan haustið 2003. Þá voru hér tveir fastir læknar og svo afleysingalæknir í þriðju stöð- unni,“ segir Linda. Mikill læknaskortur Á næstu árum átti Linda eftir að upp- lifa ýmislegt á heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. „Það var mikill lækna- skortur hérna á árunum 2009 til 2011. Ég var á þeim tíma ein í fullri stöðu, einn læknir í 25% stöðu og svo íhlaupamenn sem komu í viku til tíu daga í senn. Þetta var ömurlegt,“ segir Linda og er ekkert að skafa utan af því. „Ég lenti í því einu sinni að Linda Kristjánsdóttir hefur marga fjöruna sopið sem læknir í Borgarnesi: „Ég lenti í því einu sinni að vera á vakt samfleytt í tvær vikur með dagvinnunni“ Linda flytur fyrirlestur um sykursýki á Heilsueflingardeginum í nóvember síðast- liðnum. Ásamt Guðjóni Brjánssyni, forstjóra HVE og Steinunni Sigurðardóttur, formaður Hollvinasamtakanna, þegar starfstöð HVE í Borgarnesi var afhentur nýr blóð- þrýstingsmælir. Linda Kristjánsdóttir með fjölskyldunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.