Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 201612 Í síðustu viku hófust á Akranesi tök- ur á amerísku stórmyndinni Fast-8, sem er áttunda myndin í Fast and the Furious seríunni. Gríðarlega mikið tilstand var vegna verkefnisins, tug- ir tækja og mikill búnaður var flutt- ur á staðinn og margir sem komu að undirbúningi og framkvæmd. Marg- ir fylgdust síðan með úr fjarska þeg- ar atriði voru tekin upp í nágrenni hafnarinnar og við Sementsreitinn. Leitað var til heimafólks við ýmis- legt sem að tökunum kom. Bæjar- yfirvöld, iðnaðarmenn, verslunar- og þjónustuaðilar, björgunarsveit og fjölmargir aðrir tengdust verk- efninu með beinum eða óbeinum hætti. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri segir verkefni af þessari stærð- argráðu hafa mikið að segja í samfé- laginu en hátt í 400 manns komu að því með ýmsum hætti. „Verkefnið Fast-8 hefur haft mikla þýðingu fyrir Akranes,“ seg- ir Regína. „Á milli 300 og 400 manns koma að verkefninu og hef- ur það hingað til gengið mjög vel fyrir sig,“ sagði hún þegar rætt var við hana á mánudaginn í þessari viku. Regína hefur verið í reglu- legu sambandi við stjórnendur hjá True North, sem stýrir tökunum á Akranesi, og segir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi haft sérstaklega á orði hvað bæjarbúar hafa verið lið- legir og átt allir sem einn gott sam- starf við þá. „Sementsverksmiðj- an ehf. leigir skrifstofur á Mána- braut til fyrirtækisins og Akranes- kaupstaður leigir svokallaða Gulu skemmu við höfnina, efnisgeymsl- una og sementsþróna. Slökkviliðið er einnig með verkefni í tengslum við tökurnar og björgunarsveitirn- ar hafa staðið vaktina allan tímann. Einnig hafa fjölmargir verktakar fengið vinnu við undirbúning.“ Regína fékk að vera viðstödd tök- ur ásamt bæjarfulltrúunum Rakel Óskarsdóttur og Ingibjörgu Valdi- marsdóttur og syni Rakelar og segir hún að það hafi verið mjög skemmtileg reynsla. Búið hafi ver- ið að koma upp þorpi í efnisgeymsl- unni og sú sjón hafi verið tilkomu- mikil. „Ekki er hægt að opna efnis- geymsluna og vera með sýningu eft- ir að tökuliðið fer, sem hefði verið skemmtilegt, þar sem það ríkir trún- aður um leikmyndir þar til myndin verður frumsýnd. Hins vegar hafa forsvarsmenn fyrirtækisins lofað að taka góðar myndir, sem Akranes- kaupstaður geti þá sýnt opinberlega eftir frumsýninguna eða í tengslum við hana, en myndin sjálf verður frumsýnd í apríl á næsta ári.“ Ein- hver umræða hefur skapast um það hversu margar mínútur verði sýndar frá Akranesi og Mývatni í myndinni og segist Regína hafa spurt um það sérstaklega og það verði hugsanlega um 10 mínútur. mm Samfélagið tók vel á móti kvikmyndagerðarfólkinu Nokkrir fulltrúar bæjaryfirvalda fengu að vera viðstaddir tökur á atriði í myndinni. F.v. Óskar Gísli Búason með Rakel Óskarsdóttur móður sinni, Rafnar Hermannsson, Regína Ásvaldsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir. Meðfylgjandi myndir voru teknar fyrir síðustu helgi þegar tökur stóðu yfir á Akranesi. Ljósm. Magnús Magnússon og Finnur Andrésson. ©Finnur Andrésson ©Finnur Andrésson ©Finnur Andrésson ©Finnur Andrésson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.