Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 9 Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands Margir glæsilegir stóðhestar verða á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands sumarið 2016. Alls verða 5 hestar í boði í sumar. Þið getið kynnt ykkur hestana á heimasíðunni www.hrossvest.is Opnað hefur verið fyrir pantanir, svo allt er klárt. Munið að hafa Fengnúmer hryssunnar og örmerki við hendina þegar pöntunarferlið hefst. Þá er ekkert að vanbúnaði. Staðfestingargjald er 32.000 kr. og er óafturkræft. Hryssueigendur búsettir erlendis, munið að gefa upp tilsjónarmann þegar pantað er. ATH. Skilmálana. Sjá nánar á heimasíðunni, www.hrossvest.is S K E S S U H O R N 2 01 6 Nánari upplýsingar gefur Gísli Guðmundsson formaður, hrossvest@hrossvest.is, gsm 894-0648. Öll verð eru heildarverð og miðast við fengna hryssu. Ein sónun er innifalin. Glaumur frá Geirmundarstöðum IS2010157668 jarpur/milli stjörnóttur Faðir: IS2006187114 - Spuni frá Vesturkoti Móðir: IS1989284308 - Súla 914 frá Búðarhóli Notkunarstaðir/Tímabil: Fellsöxl. 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 95.000.- Hersir frá Lambanesi IS2009138736 rauðjarpur/nösóttur Faðir: IS1996187983 - Forseti frá Vorsabæ Móðir: IS1994238714 - Elding frá Lambanesi Notkunarstaðir/Tímabil: Borgir. 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 156.000.- Bragur frá Ytra-Hóli IS2008180527 Brúnn/milli, einlitur Faðir: IS1997186541 - Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Móðir: IS1997235680-Sandra frá Mið-Fossum Notkunarstaðir/Tímabil: Hólslandi 04.07.-25.08. Verð með öllu: kr. 144.000.- Auður frá Lundum IS2002136409 Brúnn/svartur, einlitur Faðir: IS1995125270 - Gauti frá Reykjavík Móðir: IS1995236220 - Auðna frá Höfða Notkunarstaðir/Tímabil: Borgir 15.06. – 20.07.16. Verð með öllu: kr. 99.000.- Herkúles frá Ragnheiðarstöðum IS2010182570 Rauðskjóttur Faðir: IS2002187662 - Álfur frá Selfossi Móðir: IS1997258874 - Hending frá Úlfsstöðum Notkunarstaðir/Tímabil: Fellsöxl 04.07. - 25.08.16. Verð með öllu: kr. 132.000.- Hekla María Arnardóttir, 13 ára nemandi í 7. bekk í Grundaskóla, hefur verið valin úr stórum hópi umsækjenda til að fá tækifæri til að verða fréttamaður á KrakkaRÚV. Um er að ræða tímabundið verk- efni sem tengist Barnamenning- arhátíð í Reykjavík sem hófst í gær og stendur til 24. apríl næstkom- andi. Að sögn Heklu Maríu er hún ein tíu umsækjenda sem fær þetta tækifæri. „Þetta var auglýst inni á krakkaruv.is og frænka mín sendi mér linkinn af auglýsingunni. Þeg- ar ég sótti um að vera með þurfti ég að taka upp myndband og segja frá því af hverju ég vildi verða frétta- maður,“ segir Hekla María, sem var á miðri æfingu fyrir Stóru upp- lestrarkeppnina þegar blaðamann bar að garði. Henni fannst lítið mál að taka upp myndbandið og hlakkar mikið til að taka þátt í verkefninu. „Ég sótti um af því að ég hef allt- af haft áhuga á fréttamennsku og fréttum. Ég hef alltaf haft gam- an af því að tala,“ segir hún hress í bragði. „Við fengum svo tölvupóst og ég hélt fyrst að ég væri bara að fara á námskeið. Ég vissi ekki um Barnamenningarhátíðina og að við ættum að segja fréttir þaðan,“ bæt- ir hún við. Aðspurð að því hvort hún sé ekkert stressuð að koma fram í sjónvarpinu segist hún ekki finna fyrir því - í það minnsta ekki ennþá. „Kannski verð ég stressuð fimm mínútum áður en ég byrja,“ segir hún. Fór fyrst á námskeið Verkefnið hófst í síðustu viku þeg- ar ungu fréttamennirnir fóru á tveggja daga námskeið hjá RUV, þar sem þau fengu tækifæri til að vinna með þekktum aðilum úr sjónvarpsheiminum. „Þar lærð- um við fréttaskrif, viðtalstækni og fleira. Við lærðum til dæmis að spyrja ekki bara já og nei spurn- inga. Svo fórum við í skoðunarferð um húsnæði RUV. Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir Hekla María. Hún segir hina fréttamennina alla vera af höfuðborgarsvæðinu og að hún sé með þeim yngstu sem taka þátt. Hekla María verður á ferðinni um Reykjavíkurborg næstu daga, ásamt hinum ungu fréttamönnun- um. „Á meðan á hátíðinni stendur þá verðum við á ferðinni og segj- um frá því hvað er að gerast. Svo verður besta frétt dagsins valin og hún fer í sjónvarpið. Hinar fara all- ar inn á ruv.is og á krakkaruv.is en ég vonast auðvitað til þess að kom- ast í sjónvarpið,“ segir Hekla María kát að endingu. grþ Ung Skagamær gerist fréttamaður Hekla María er ung og efnileg Skagastelpa sem fær nú tækifæri til þess að spreyta sig í fréttaflutningi á KrakkaRÚV. Sæferðir í Stykkishólmi óska eftir skipstjórnarmönnum og vélstjóra til sumarafleysinga 2016 SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi stöður eru í boði: Yfirstýrimaður á Breiðafjarðarferjunni Baldri Kröfur um réttindi: Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt skipstjórnarskírteini: STCW II/2 (Yfirstýrimaður 3000bt og minna) Skipstjóri á eyjasiglingabátnum Særúnu Kröfur um réttindi: Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt skipstjórnarskírteini: STCW II/2 (Skipstjóri 500bt og minna) Vélstjóri á eyjasiglingabátnum Særúnu Kröfur um réttindi: Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt vélstjórnarskírteini: STCW II/3 (Yfirvélstjóri 3000kw og minna) Kostur er ef viðkomandi væru með Hóp- og neyðar- stjórnunarnámskeið frá Slysavarnaskóla sjómanna. Nánari upplýsingar í síma

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.