Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 201620 Dalamaðurinn Þorbjörn Jóelsson hefur verið í flutningaakstri frá 22ja ára aldri en þá byrjaði hann í sum- arafleysingum í Mjólkursamsölunni í Búðardal. Fljótlega varð akstur- inn heilsársstarf og árið 2002 keypti Þorbjörn hlut í KM þjónustunni í Búðardal og sá um vöruflutninga- deildina. Þegar KM þjónustan seldi vöruflutningana til Vörumiðlunar í mars 2013 má segja að Þorbjörn hafi fylgt með og heldur hann því enn utan um starfsemina á þessu svæði ásamt því að stunda búskap á æsku- heimili sínu Harrastöðum. Í liðinni viku skellti fréttaritari Skessuhorns sér með í útkeyrsluferð í Reykhóla- sveitina og fékk að fylgjast með Þor- birni að störfum eina dagsstund. Úthugsað hvernig raðað er á bílinn Fyrsta verk morgunsins var að ganga frá þeim vörum sem bárust með bílnum frá Reykjavík kvöldið áður og lesta bílinn fyrir Reykhólaferðina. Það er úthugsað hvernig raðað er á bílinn svo að sem minnst rask verði þegar losað er á hinum ýmsu áfanga- stöðum. Rétt fyrir níu var svo lagt af stað í útkeyrslu í blíðskaparveðri og var fyrsti áfangastaður Laugar í Sæ- lingsdal. Verkefnið var að losa vist- ir fyrir Ungmenna- og tómstunda- búðirnar sem þar hófu starfsemi sína fljótlega eftir að heimavistar- skólinn var lagður niður en þar gekk Þorbjörn í grunnskóla. Þegar ekið var að gömlu heimavistinni birtist kunnugleg sýn, a.m.k. fyrir þá sem átt hafa námsár í heimavistarskóla. Þar héngu handklæði út um glugga til þerris þar sem sjálfbjarga ung- mennin hafa verið að verki. Nokkur ung andlit birtust á glugga og sum- ir létu það eftir sér að veifa flutn- ingabílstjóranum hressilega sem svo veifaði á móti með brosi á vör. Framfarir orðið í samgöngum Þegar haldið var af stað frá Laug- um og áleiðis yfir í Reykhólasveit var spjallað um árin í flutningunum. „Þegar ég byrjaði að keyra tankbíl fyrir Mjólkursamsöluna var verið að byggja Gilsfjarðarbrúna og það sumar þurfti því ennþá að keyra fyr- ir Gilsfjörðinn. Það var mikill mun- ur þegar brúin komst svo í gagnið. Þegar ég fór svo að keyra vörurnar suður fyrir MS þurfti að aka Hval- fjörðinn og það var svipuð tilfinning þegar Hvalfjarðargöngin voru opn- uð, þau styttu leiðina svo um mun- aði,“ segir Þorbjörn. Á árunum í MS fór Þorbjörn að kynnast fólkinu í Reykhólasveit, sér- staklega þar sem sækja þurfti mjólk- ina. Eftir að hafa fært sig yfir í vöru- flutningana hjá KM og síðar Vöru- miðlun má segja að hann þekki það vel til að hann viti deili á nánast öll- um íbúum sveitarfélaganna tveggja, Reykhólasveitar og Dalabyggðar. Fyrsti stoppistaður í Reykhóla- sveitinni var á Svarfhóli. Þar tók Sveinn Ragnarsson bóndi á móti okkur og hjálpuðust þeir Þorbjörn að við að ná vörum af bílnum. Gef- inn var tími í stutt spjall og barst tal- ið fljótlega að ljósmyndun. Sveinn er áhugamaður um slíkt og hefur gam- an af að mynda umhverfið í kring- um sig. Ekki kom það fréttaritara á óvart enda stórbrotið og fallegt um að litast í Reykhólasveitinni. Leggja drög að næsta haustfagnaði Áfram hélt ferðin og ekki hægt ann- að en að spyrja Þorbjörn út í síma- álag en síminn var nánast óstöðv- andi alla ferðina. Greinilegt var að allflestar hringingarnar voru vegna vöruflutninganna en svo virtist sem sauðféð og félagsstörf bænda bæru eitthvað á góma einnig. „Ég er í stjórn Félags sauðfjárbænda í Döl- um. Við erum farin að undirbúa næsta haustfagnað. Við erum t.d. að leita að skemmtikröftum en við bók- uðum húsnæðið strax eftir seinasta haustfagnað,“ útskýrir Þorbjörn fyr- ir fréttaritara. Stjórnin er greinilega komin vel tímanlega af stað í undir- búning og eflaust getur verið gott að ljúka ýmsum verkum áður en kem- ur að álagstíma í sauðburði og síðar heyönnum. Margir snúningar á Reykhólum Næst á dagskrá var að koma vörum í Hólabúð á Reykhólum. Þar tóku rekstraraðilarnir á móti okkur, þau Vilborg Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson. Nýlega hefur verið frískað upp á verslunina og ekki hægt annað en að veita því athygli hvað allt var snyrtilegt og léttur og góður ilmur í búðinni. Vilborg Ása töfraði fram léttar veitingar og kærkomið var að fá svolitla hressingu. Því hefur verið laumað að fréttaritara að Vil- borg Ása sé snillingur í matargerð og eigi ekki í vandræmum með að töfra fram ljúfar veitingar í því litla rými sem leynist á bak við búðarborðið. Eftir hressinguna var svo lagt af stað í áframhaldandi útkeyrslu. Komið var við á ýmsum stöðum og varn- Reykhólahreppur óskar íbúum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Sveitarstjórn Dalabyggðar óskar Dalamönnum og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars Í vöruferð að vorlagi í Reykhólasveit „Því miður finnst mér flutningastarfið skemmtilegt - ég er alltaf að reyna að vera bóndi“ Lestað fyrir Reykhólaferðina. Þorbjörn Jóelsson vöruflutningabílstjóri. Það stytti leiðina gríðarlega þegar Gilsfjarðarbrúin var opnuð, en hún tengir saman Dalabyggð og Reykhólasveit. Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli er duglegur að mynda náttúruna í kringum sig. Hér er hann hins vegar framan við linsuna. Fallegur vordagur í Reykhólasveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.