Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 20166 Stefna á aðalfund Pírata VESTURLAND: Aðal- fundur Pírata á Vesturlandi verður haldin laugardag- inn 21. maí næstkomandi kl. 13:00 til 19:00 í Sögu- miðstöðinni í Grundar- firði. Á dagskrá er kosning stjórnar og almenn fundar- störf. Dagskrá fundar Pírata á Vesturlandi má að öðru leyti nálgast á Fésbókarsíðu samtakanna. -fréttatilk. Skeifudagurinn í sextugasta skipti HVANNEYRI: Það verð- ur líf og fjör í Landbúnað- arháskóla Íslands á Sumar- daginn fyrsta. Annars veg- ar verður Skeifudagurinn, keppni í reiðmennsku og tamningum hjá nemendum LbhÍ, haldin á Mið-Fossum en nú í ár fer keppnin fram í sextugasta skipti. Vegna af- mælisins hefur öllum fyrri skeifuhöfum (verðlauna- höfum fyrir reiðmennsku og tamningar) verið boðið á hátíðina. Hestamannafélag- ið Grani heldur utan um skipulag og dagskrá. Hins vegar er opið hús í Garð- yrkjuskóla LbhÍ á Reykjum Ölfusi þar sem fjölbreytt dagskrá fer fram innan um blómstrandi plöntur og brakandi ferskt grænmeti. -mm Annir í umferðar- tengdum málum VESTURLAND: Fimm um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í lið- inni viku. Þar af voru tvö þar sem ökumenn eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is eða vímuefna. Ökumaður bíls sem fór útaf og valt á Snæfellsnes- vegi við Hítará var meðvitundar- laus þegar að var komið og var fluttur á sjúkrahús, en talið var að meiðsl hans væru ekki alvarleg. Erlendir ferðamenn voru aðstoð- aðir víða í umdæminu í vikunni, ef þeir voru ekki fastir í snjó, þá voru þeir fastir í aurbleytu. Þjón- ustuaðilar voru kallaðir út til að aðstoða ferðamennina. Þá sekt- aði lögregla fimm ökumenn fyr- ir rangstöður í Borgarnesi í lið- inni viku. Skráningarnúmer voru klippt af nokkrum bílum sem ekki höfðu verið færðir til aðal- skoðunar og aðrir boðaðir í skoð- un. Gerðar voru athugasemdir við ljósabúnað nokkurra stórra flutningabíla og skífur úr ökurita skoðaðar vel hjá öðrum, með til- liti til aksturs og hvíldartíma öku- manns. Sjálfvirku hraðamynda- vélarnar skiluðu alls 571 mynd- um af ökumönnum sem að óku of hratt, víðs vegar um landið en í umdæmi LVL voru 53 myndað- ir fyrir of hraðan akstur við Fiski- læk sunnan Hafnarfjalls. Þá tóku lögreglumenn sjálfir 28 ökumenn fyrir hraðakstur í vikunni. -mm Harmleikur AKRANES: Sá hörmulegi at- burður átti sér stað á Akranesi aðfararnótt síðastliðins mið- vikudags að maður á sjötugsaldri varð konu sinni að bana með skotvopni og tók síðan eigið líf. Atburðirnir gerðust á heimili hjónanna í fjölbýlishúsi á Akra- nesi og var lögregla fengin til að fara inn í húsið þegar grunur vaknaði um að eitthvað væri að. Hin látnu hétu Nadezda Edda Tarasova, 54 ára, og Guðmund- ur Valur Óskarsson. Hann var fæddur árið 1952 og lætur eft- ir sig fjögur uppkomin börn en missti árið 2008 son í bílslysi. Nadezda var fædd í Rússlandi en hefur búið hér á landi um árabil. Hún lætur eftir sig upp- komna dóttur sem býr í heima- landi sínu. Nadezda var starfs- maður Grundaskóla á Akranesi. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á Vesturlandi. -mm Ófærð í vetrarlok HOLTAV.H: Norðan stórhríð og rok gekk yfir norðan- og austanvert landið á sunnudags- kvöldið. Veðrið náði að teygja anga sína í landshlutann og færð spilltist meðal annars á Holta- vörðuheiði. Veginum þar var lokað um kvöldið vegna skaf- rennings og blindu. í Að sögn lögreglu varð árekstur í Hæð- arsteinsbrekkunni, án meiðsla á fólki. Þar var um tíma afar slæmt veður. Koma þurfti ökumönn- um margra bifreiða til hjálpar á heiðinni og enn fleiri biðu af sér veðrið í Staðarskála og Hreða- vatnsskála. -mm Viðhaldsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016 var afgreidd á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 12. apríl. Hljóðar áætlunin samtals upp á tæplega 39 milljónir króna sem varið verður á þessu ári til viðhalds á fasteignum sveitarfélagsins. Með- al einstakra þátta í áætluninni má nefna að rúmlega 5,1 milljón verð- ur varið til viðhalds á leikskólanum Skýjaborg. Þar stendur til að end- urnýja ofn og sinna öðru viðhaldi í eldhúsi, sem og að endurbæta að- stöðu starfsmanna. Einnig má nefna að rúmar 2,4 milljónum verður varið í viðhald Heiðarborgar, rúmum 2,6 í viðhald Heiðarskóla og rúmri 1,6 milljón til félagsheimilisins Fanna- hlíðar. Í síðarnefndu atriðunum er um að ræða reglubundið viðhald. En langstærstum hluta þess fjár sem gert er ráð fyrir í viðhald fasteigna, eða rúmum 22 milljónum króna, á að verja til umfangsmikils viðhalds sundlaugarinnar á Hlöðum á Hval- fjarðarströnd. Skiptar skoðanir Ljóst er að sveitarstjórnarmenn voru ekki sammála um málið þegar viðhaldsáætlun var afgreidd. Á fundi sveitarstjórnar lagði Ása Helgadótt- ir fram breytingartillögu þess efnis að því fé sem áætlað hafði verið að verja til viðhalds sundlaugarinnar að Hlöðum yrði nýtt í frekara viðhald á öðrum fasteignum sveitarfélags- ins. Breytingartillagan var felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Upphaflega tillagan var síðan sam- þykkt með sama mun atkvæða. Aðr- ir liðir viðhaldsáætlunar voru sam- þykktir samhljóða. Sundlaugin að Hlöðum þarfn- ast mikils viðhalds; endurnýja þarf dúk hennar og ráðast í endurbætur á lagnakerfinu. Umfang þeirra endur- bóta er óvíst því ástand lagna kemur ekki að fullu í ljós fyrr en grafið hef- ur verið frá þeim. Heita potta þarf að færa til og endurnýja auk þess sem gera þarf ráð fyrir hellulögn og öðru tilfallandi. Skúli Þórðarson sveitarstjóri seg- ir að strax verði hafist handa við að undirbúa viðhaldsframkvæmdirn- ar. „Fyrirliggjandi viðhaldsáætl- un var samþykkt og næsta verk- efni okkar sem vinnum í stjórnsýsl- unni er að koma henni í gang,“ seg- ir hann. „Viðhald sundlaugarinnar á Hlöðum er stórt verkefni og von- andi geta framkvæmdir hafist fljótt svo hægt verði að opna laugina sem fyrst, en það liggur ekki fyrir á þess- ari stundu hvenær það verður hægt,“ segir Skúli. kgk Ráðast þarf í verulegar endurbætur á sundlauginni á Hlöðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.