Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 20162 „Þetta er verulega mikill við- snúningur í rekstri á milli ára en rekstrarhalli var um 104 milljón- ir króna árið 2014,“ segir í tilkynn- ingu frá oddvitum meirihlutaflokk- anna, þeim Birni Bjarka Þorsteins- dóttur og Geirlaugu Jóhannsdótt- ur. „Rekstrartekjur hækkuðu um 420 milljónir á milli ára eða 13,8% og rekstrargjöld um 5,6%. Skuldir lækka áfram og handbært fé eykst umtalsvert. Borgarbyggð stenst nú þær fjármálareglur sem sveitarfé- lögum eru settar, þriggja ára rekstr- arjöfnuður er jákvæður og skulda- hlutfall heldur áfram að lækka og er nú komið í 138% af veltu, skulda- viðmið er 107%. Skuldaviðmið samkvæmt sveitarstjórnarlögum má ekki vera hærra en 150% af reglu- legum tekjum og er því Borgar- byggð komin vel undir það mark og markmið að svo verði áfram þrátt fyrir meiri fjárfestingar og fram- kvæmdir.“ Að sögn oddvitanna eru marg- ir samverkandi þættir sem stuðlað hafa að þessari jákvæðu rekstrarnið- urstöðu. „Má þar m.a. nefna ýmsar aðhaldsaðgerðir sem fyrrum sveit- arstjóri, sviðsstjórar og forstöðu- menn stofnana leiddu af miklum metnaði, stofnanir sveitarfélags- ins stóðust fjárhagsáætlun, framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga urðu 120 milljónum hærri en ráð var fyr- ir gert, fasteignagjöld voru hækkuð sem leiddi til um 100 milljón króna viðbótar tekna, eignasala bætti sjóðsstöðu, lág verðbólga dró úr fjármagnskostnaði og framkvæmd- ir voru í sögulegu lágmarki. Íbúum hefur fjölgað um 100 á milli ára og útsvarstekjur þar með hækkað.“ mm Sumardagurinn fyrsti er á morgun og því ekki úr vegi að skella sér í baðfötin, setja upp sólgleraugun, leggjast út og láta sól- ina sleikja sig. Þrátt fyrir að veðurspáin sé ekki sérstaklega sumarleg er óþarfi að láta það á sig fá, veðrið er algjört aukaatriði þeg- ar sumarið er gengið í garð og sumarskap- ið til staðar! Á morgun, sumardaginn fyrsta, spáir vest- lægri átt, 5-10 m/s. Skýjað verður með köfl- um og dálítil él en að mestu þurrt og bjart á Suður- og Austurlandi. Hiti 0-6 stig, hlýj- ast syðst. Á föstudag, laugardag og sunnu- dag er útlit fyrir norðvestlægar áttir, 5-13 m/s. Skýjað með köflum og lengst af úr- komulaust. Léttskýjað að mestu suðaust- anlands. Hiti víða 0-6 stig að deginum en hlýrra sunnanlands. Breytileg átt á mánu- dag, skýjað með köflum og hiti 5-10 stig á Vesturlandi en norðanátt með smá éljum og vægu frosti austanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað ertu búinn að grilla oft í vor?“ Rúm- lega fjórðungur svarenda, 25,55%, var búinn að rífa fram grillið og grilla „2-4 sinnum“ en næstflestir, 24,79% voru búnir að grilla „einu sinni.“ 24,12% kváðust hafa grillað „5-10 sinnum“ en 23,27% höfðu enn ekki grillað. Að lokum sögðust 2,28% hafa grillað „oftar en tíu sinnum“. Í næstu viku er spurt: Ætlar þú á kjörstað í forsetakosningunum 25. júní? Félagar í Club 71 á Akranesi standa ár- lega fyrir Þorrablóti Skagamanna. Frá upp- hafi hefur félagsskapurinn látið ágóðann af blótinu renna til íþrótta- og félagsstarfs í heimabænum, upphæð sem verulega mun- ar um. Club 71 skipa Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Býður fjölda lóða með afslætti STYKKISH: Á fundi í bæj- arstjórn Stykkishólms nýver- ið var samþykkt að auglýsa nokkrar byggingalóðir með 50% afslætti af gatnagerðar- gjöldum. Búið er að skilgreina hvaða lóðir eru falar með þess- um afslætti og er bæði um að ræða byggingalóðir fyrir íbúð- arhús og athafnastarfsemi. Við Hjallatanga eru t.a.m. 12 lóð- ir fyrir einbýlishús og sitthvor lóðin við Laufásveg og Sunda- bakka. Þá eru átta lóðir fyrir verslun og þjónustu auglýst- ar, flestar við Aðalgötu en auk þess byggingarreitir við Lauf- ásveg og Borgarbraut. Þrjár at- hafnalóðir eru við Hamraenda og ein við Nesveg auk lóðar á Nýrækt 16 sem skilgreind er fyrir starfsemi dýralækninga. Nánari upplýsingar um lóð- irnar er að finna á heimasíðu Stykkishólmsbæjar. -mm Tilkynnt um meinta vanfóðrun BORGARFJ: Lögreglunni á Vesturlandi var í liðinni viku tilkynnt um vannærð hross í útigangi í girðingarhólfi bónda í Borgarfirði. Málið var tilkynnt til viðeigandi aðila hjá Búnaðarsamtökum Vestur- lands og Matvælastofnun sem ætluðu að kanna málið frekar, að sögn lögreglu. Á heimasíðu Matvælastofnunar er eftirfar- andi reglu að finna: „Hver sá sem verður var við illa með- ferð á dýrum ber að tilkynna það í gegnum ábendingarkerfi MAST, til héraðdýralækna eða til lögreglu. Sömuleiðis ber hverjum þeim sem verður var við að umráðamann búfjár skorti hús, fóður eða beit fyr- ir búfé sitt, hann vanfóðri það eða beiti það harðýðgi, að til- kynna það viðkomandi hér- aðsdýralækni Matvælastofn- unar.“ Að sögn lögreglu er nokkuð um slíkar tilkynningar berist og er þeim þá komið til réttra aðila. -mm Barnaskólinn Varmalandi 60 ára BORGARFJ: Í tilefni að því að 60 ár eru liðin frá stofnun Barnaskólans á Varmalandi, sem nú heitir Grunnskóli Borgarfjarðar Varmalands- deild, verður opið hús í skól- anum mánudaginn 25. apríl nk. frá kl. 9.30 til 11.30. Hægt verður að ganga um svæð- ið, fylgjast með hefðbundnu skólastarfi og skoða breyt- ingar sem gerðar hafa verið á húsnæðinu. Teknar verða fram eldri skólabækur og mun- ir sem gaman er að skoða og boðið verður upp á veitingar. „Hvetjum við sérstaklega fyrr- verandi nemendur til að koma í heimsókn,“ segir í tilkynn- ingu frá skólanum. -mm Að kvöldi miðvikudags í lið- inni viku kom upp eldur í reyk- kofa í eigu Sæþórs Þorbergsson- ar veitingamanns í Narfeyrar- stofu í Stykkishólmi. Kofinn stóð vestan við fjárhúsabyggðina milli kletta. Brann kofinn til kaldra kola og talsvert af kjöti sem í honum var. Þrátt fyrir að ekki sé um stórt eignatjón að ræða er það tilfinn- ingalegt því Sæþór er nú að gera tilraunir með fullvinnslu á eigin ræktun á lambakjöti og var hann að þurrka og reykja kjöt í kofan- um. Glóð úr eldstæði hefur náð að læsast í eldsmat. Ekki þótti ástæða til að kalla slökkvilið til þar sem kofinn var nánast brunninn þegar að var komið. sá Reykkofi brann í Stykkishólmi Einar Kristinn Guðfinnsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi og forseti Alþing- is, hefur ákveðið að leita ekki end- urkjörs í næstu alþingiskosning- um. Þessa ákvörðun tilkynnti hann á Facebook síðu sinni á laugardag- inn. Ákvörðun þessa tók hann eft- ir vandlega umhugsun með fjöl- skyldu sinni. „Ég var fyrst kjörinn á þing í alþingiskosningunum sem fram fóru 20. apríl árið 1991 og um þessar mundir eru því liðin 25 ár frá því ég fyrst tók sæti sem aðalmað- ur á Alþingi. 25 ár eru drjúgur tími í starfsævi hvers manns. Tíu sinn- um hef ég tekið átt í kosningabar- áttu í sæti þingmanns eða varaþing- manns. Því tel ég tímabært að láta nótt sem nemur og gefa ekki kost á mér til endurkjörs,“ sagði Einar Kristinn. Einar sagðist í samtali við Skessu- horn hafa fengið mikla hvatningu um að gefa kost á mér til endur- kjörs. „Það hefur ekki breytt nið- urstöðu minni, þó vissulega sé ég ákaflega þakklátur fyrir þann hlý- hug og það traust sem hefur búið að baki slíkum óskum.“ Það er ánægjulegt til þess að finna að Sjálf- stæðisflokkurinn er á ný í sókn, þó sannarlega hafi gefið á bátinn upp á síðkastið. Málefnastaða flokksins er sterk. Sjálfstæðisflokkurinn er undir forystu góðs, trausts og öfl- ugs fólks. Miklu hefur verið komið í verk á síðustu árum og grundvöll- ur lagður að góðri framtíð á Íslandi. Forsendur Sjálfstæðisflokksins til góðs árangurs á komandi mánuð- um eru því sannarlega fyrir hendi. Mælingar sýna sömuleiðis að staða Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi er sterk, sem er ánægju- legt og hvetjandi á alla lund. Nú er komið að tímamótum í lífi mínu. Beinni þátttöku minni í stjórnmál- um lýkur senn. Við tekur nýtt tíma- bil sem ég veit ekki hvað muni bera í skauti sínu. Það leiðir tíminn einn ljós,“ segir Einar K Guðfinnsson í ávarpi sínu á Facebook. mm Einar Kristinn hyggst brátt draga sig til hlés á vettvangi stjórnmálanna Á Mýraeldahátíðinni sem haldin var 9. apríl síðastliðinn tjáði Einar Kristinn blaðamanni Skessuhorns að hann hygðist vikuna á eftir taka ákvörðun um hvort hann gæfi kost á sér að nýju eða hætti í stjórnmálum. Réttri viku síðar lá ákvörðun hans fyrir. Ársreikningur Borgarbyggðar fyr- ir árið 2015 var kynntur í sveitar- stjórn í síðustu viku. Rekstrartekjur A og B hluta voru tæpir 3,5 millj- arðar en rekstrargjöld um 3 millj- arðar. Afskriftir voru 123 milljónir, fjármagnsgjöld umfram fjármagns- tekjur 160 milljónir og nettó hagn- aður af rekstri því 170 milljónir króna. Heildarskuldir voru um 4,8 milljarðar króna. Þessar lykiltölur segja að skuldahlutfall sveitarsjóðs er komið niður í 138% af tekjum og þar með færist Borgarbyggð úr gjörgæsluflokki þar sem sveitar- félög eru sem skulda yfir 150% af veltu. Verulegur viðsnúningur í rekstri og skuldastöðu Borgarbyggðar Horft yfir Borgarfjörð. Ljósm. Ómar Hauksson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.