Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2016 31 Frá því Félag aldraðra í Borgarfjarð- ardölum var stofnað árið 1991, hafa ferðalög félagsmanna verið ríkur þáttur í starfseminni. Allt frá dags- ferðalögum til fimm nátta ferðalaga. Árið 2015 var engin undantekn- ing þar á. Snemma í maí var haldið til Reykjavíkur. Fyrsti áningarstað- ur var Hannesarholt Grundarstíg 10. Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, lét byggja húsið og flutti í það fyrir réttum eitt hundrað árum. Núverandi eigendur keyptu hús- ið árið 2007 með það að markmiði að stunda þar ýmsa menningarstarf- semi. Eftir gagngerar endurbætur var húsið vígt til núverandi starfsemi árið 2013. Með starfseminni hyggj- ast eigendur „efla jákvæða, gagn- rýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og sam- veru“. Við vorum leidd um allt hús- ið, sem er á fjórum hæðum, og kynnt starfsemin. Að endingu var snæddur léttur hádegisverður. Næst lá leiðin í Alþingishúsið við Kirkjustræti. Þar tók á móti okkur þingmaður Norð- vesturkjördæmis, Guðbjartur Hann- esson frá Akranesi. Hann sýndi okk- ur þetta virðulega hús, þá hluta þess sem almenningi er leyft að stíga fæti. Okkur undraði það hve öryggisvarsla er ströng og sýnileg. Það er veru- leg breyting frá fyrri tíð, þegar fólk gat gengið hindrunarlaust á þing- palla. Er við kvöddum Guðbjart, með þökkum fyrir leiðsögnina, ór- aði ekkert okkar fyrir því að við vær- um að kveðja þann góða dreng í síð- asta skipti. Næsti áfangastaður var í göngu- færi, Iðnó við Tjörnina. Þar ræð- ur nú ríkjum Margrét Rósa Gríms- dóttir. Hún leiddi hópinn um hús- ið og skýrði frá þeirri starfsemi, sem nú fer fram í hinu sögufræga húsi, sem reist var árið 1896. Nú er rek- in þar veisluþjónusta af ýmsu tagi, ásamt því að enn eru þar færð leik- verk á svið. Til að lengja heimferð- ina var ekinn Hvalfjörður, Geldinga- dragi og Hestháls og hringnum lok- að við Brún í Bæjarsveit. Sumarferð um Vestfirði Sumarferðin hófst að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní. Fyr- ir höndum var þriggja daga reisa um Vestfirði. Fararstjórinn Hjört- ur Þórarinsson gerði liðskönn- un, tuttugu og fimm töldust mætt- ir í sæti. Ekið var í rólegheitum („ það eru bestu heitin,“ segir Bjarni Har. á Sauðárkróki) upp Borgar- fjörð og um Bröttubrekku í Dali. Ekkert bar til tíðinda, augu glödd- ust við græn tún, sællegar kýr úti á túni og tvílembur í haganum, auk alls annars. Brátt vorum við kom- in yfir Gilsfjörð og þar með í gamla Vestfjarðakjördæmi. Hjörtur farar- stjóri og fyrrverandi skólastjóri hef- ur margt borið við á langri og far- sælli ævi. Í Geiradalnum benti hann okkur á gamla veginn yfir Trölla- tunguheiði. Hann vann við þá vega- gerð fyrir langalöngu, sem vörubíl- stjóri á Gamlaford. Nú er sá veg- ur aflagður fyrir nokkrum árum og ekinn nýr vegur um Þröskulda, litlu vestar. Að þessu sinni var ekið hjá garði á Hólmavík, þeim snyrti- lega bæ. Ekið um Fellabök og Stað- ardal og lagt á Steimgrímsfjarðar- heiði. Sú vegalagning lenti á mörk- um tveggja tímabila hjá Vegagerð- inni. Fyrstu áfangarnir voru unn- ir eftir skipulagi sem tíðkast hafði áratugum saman, safnað var saman öllum verkfærum jarðýtum af stóru svæði, og þeim beitt í verkið. Þegar best lét mátti sjá tólf slíkar, lúsiðnar, af ýmsum stærðum að starfi. Seinni áfangarnir, vestar á heiðinni, niður Miðdal og Lágadal voru unnir eftir útboðsaðferðinni. Þá fækkaði vélun- um. Stærstu áfangana á þessari leið unnu þeir félagar Gísli Jósepsson frá Fjarðarhorni og Kristján Guð- mundsson frá Stakkanesi, vopnaðir Caterpillar og Komatsu jarðýtum. Ekið var nú sem leið lá fyrir Ísafjörð og áð í Reykjanesi. Þar beið á borð- um léttur hádegisverður, sem hóp- urinn gerði sér gott af. Næsti áfangi var stuttur, að hinu forna höfðingjasetri og kirkjustað, Vatnsfirði. Þar sat síðastur í langri röð presta, sr. Baldur Vilhelmsson. Um hann spunnust þjóðsögur sann- ar og ýktar. Látum hér með eina af sannari tegundinni. Eitt sinn síðla kvölds mættust þeir á göngum Hót- el Sögu, Guðmundur Hallgrímsson staðarráðsmaður á Hvanneyri og sr. Baldur sóknarprestur í Vatnsfirði. Báðir góðglaðir, hafði presturinn fengið sér í staupinu, en ráðsmaður- inn af lífsgleði einni saman. Hvorug- ur þekkti hinn, en það hindraði ekki innihaldsríkar samræður. Þar kemur ræðu prests að hann segir: „Nei þetta gengur ekki góði, ég þarf að fara að koma mér í háttinn. Ég á að vera mættur uppí Hvalfjörð á morgun að gifta“. Segir þá Guðmundur: „Nú, hafa þeir ekki mann í því, prestinn í Saurbæ?“ „Þar er nú einmitt verkur- inn,“ segir sr. Baldur. „Ég á að fara að gifta prestinn, góði. Hann er bú- inn að lifa í synd í mörg ár. Nú verð- ur ráðin bót á því!“ Nú var eng- inn sr. Baldur eða frú Ólafía í hlaði að fagna gestum. Flestir gengu að gamla bæjarstæðinu, þar sem fund- ist hafa merkar fornminjar. Eftir að hafa kvatt Vatnsfjörð var ekið í ein- um áfanga til Ísafjarðar. Á leiðinni tók Rúnar á Þverfelli við hljóðnem- anum. Lýsti hann því sem fyrir augu bar með sjónum heimamanns. Rún- ar er Djúpmaður í húð og hár. Á Ísafirði var ekið rakleitt að veit- ingastofu einni. Þar beið okkar kær- komið kaffi og meðlæti. Þá kom til leiks Sigurður Pétursson, sagnfræð- ingur frá Ísafirði. Flutti hann okkur ágrip af merkri sögu Ísafjarðarkaup- staðar. Undir leiðsögn Sigurðar var ekið um bæinn þveran og endilang- an. Sumar gömlu göturnar eru ekki ætlaðar stórum bílum, en voru samt eknar. Sigurður hafði orð á því að það léku ekki allir rútubílstjórar eft- ir. Voru ferðafélagarnir því býsna ánægðir með sinn mann. Lokaáfangi þessa dags var í náttstað á Núpi í Dýrafirði. Þangað var gott að koma. Nokkrir úr hópnum höfðu setið þar á skólabekk fyrir löngu, og einn, Guð- mundur á Skálpastöðum, kenndi þar einn vetur fyrir rúmum fimm- tíu árum. Eftir góðan kvöldverð var gengið um staðinn við leiðsögn stað- arhaldarans, Ásvaldar Guðmunds- sonar, nokkrir gengu lengra, stutt- an spöl að lystigarðinum Skrúði, sem enn er á sínum stað í góðri hirðu. Hinn næsti dagur var tekinn hóf- lega snemma, enda lá ekkert á. Næsti náttstaður Breiðavík í gamla Rauða- sandshreppi, með miðdagsstoppi á Tálknafirði. Þykk þoka lá á Hrafn- seyrar- og Dynjandisheiðum, svo vart sá handa skil. Stórfenglegt útsýnið af þessum heiðum fór því framhjá okk- ur í þetta skiptið. Í niðadimmri þok- unni var ekið um Helluskarð niður í Trostansfjörð, þaðan um Reykjar- fjörð og Fossfjörð til Bíldudals, sem er einn veðursælasti staður Vest- fjarða. Ekki var stansað þar í þetta sinn, ekið var rakleiðis um Hálf- dán til Tálknafjarðar. Í veitingastof- unni Hópið beið okkar hádegisverð- ur, og Pálína Kristín Hermannsdótt- ir, sem kynnti okkur bæinn Tálkna- fjörð, sem er yngsti þéttbýlisstaður Vestfjarða. Eftir góða áningu á Tálknafirði, var förinni beint um Mikladal áleið- is til Patreksfjarðar. Ekki var stansað þar þetta sinnið en ekið um bæinn og hafnarsvæðið. Á leiðinni inn Rakna- dalshlíð var ákveðið að taka lykkju á leiðina, aka Skersfjall og Bjarngötu- dal til Rauðasands. Skammt frá bæn- um Hvalskeri er lagt á fjallið, sem er lægra en flestir aðrir vestfirskir fjall- vegir u.þ.b. 340 m. Víða meðfram núverandi vegi má sjá gamla hand- lagða veginn frá miðjum fjórða ára- tugnum. Verkstjóri við þá vegagerð var Lýður Jónsson, sem lengi síð- ar stýrði vegamálum á Vestfjörðum. Ekið var á vegarenda innst og yst á Rauðasandi og litast um til lands og sjávar. Heilsað var upp á Þorstein Tryggvason bónda á ysta bænum, Lambavatni. Hann býr þar mynd- arlegu kúabúi ásamt foreldrum sín- um. Viðdvöl var höfð á bakaleið- inni við Franska kaffihúsið í Kirkju- hvammi. Fer vel á því að ferðamönn- um sé þar veittur beini, fyrri búend- ur, systkinin Ívar og Jóna voru kunn að gestrisni um sína daga. Eftir að hafa kvatt Rauðasand að þessu sinni, var ekið til baka og út með Patreks- firði sunnanverðum, framhjá bæjun- um Hvalskeri, Sauðlauksdal, Kvíg- indisdal og Vatnsdal. Í hinum hrika- lega Hafnarmúla var áð um stund og rifjuð upp örlagasaga togarans Sar- gon GY 858, sem strandaði und- ir Múlanum í desember 1948. Enn sjást leifar af flakinu í stórgrýttri fjör- unni. Nú blasti við byggðarlagið Ör- lygshöfn og Hafnarvaðall, sem lið- ast um dalbotninn. Innst í daln- um er lagt á brattann, upp Vörðu- brekku og Hafnarfjall. Handan fjallsins, í Breiðavík, hafa hjónin Ker- an Ólason og Birna Mjöll Atladótt- ir byggt upp myndarlega ferðaþjón- ustu í húsakynnum gamla vistheim- ilisins, sem þar var rekið um árabil. Þau hjón ásamt sínu fólki, tóku vel á móti rosknum Borgfirðingum. Ker- an á reyndar rætur á þeim slóðum, Ingvar Ásgeirsson, föðurafi hans var Borgfirðingur í báðar ættir. Í Breiða- vík átti hópurinn gott kvöld og góða nótt. Heimferðardagurinn reis, bjartur og fagur. Víð áttum pantað far með Baldri frá Brjánslæk kl 13:00. Á leið- inni inn Barðaströnd rifjaði Hjört- ur fararstjóri upp gömul kynni sín af sveitarhöfðingjanum Hákoni í Haga, þegar hann ungur að árum stóð fyr- ir sundnámskeiði á Barðaströnd fyr- ir mörgum áratugum. Baldur beið við festar við bryggjuna á Brjánslæk. Vel gekk að koma bíl og farþegum um borð. Ekki er annað vitað en all- ir hafi átt góða heimkomu eftir far- sælt ferðalag. Haustferð á heimaslóðum Haustferðin var farin á björtum degi í október. Ekinn var hringur með útúrdúrum um Stafholtstungur, Norðurárdal og Þverárhlíð, bæði troðnar og minna troðnar slóð- ir. Meðal annars var ekið að Hvítá við Neðra Nes. Þar sem áður stóð hið forna Þverárþing er nú farvegur Hvítár, eftir þau umbrot er urðu á vatnasviðinu á sextándu öldinni. Að lokum ferðar buðu hjónin á Hamri í Þverárhlíð, Jóhannes og Anna upp á veitingar á heimili sínu. Dvaldi hópurinn þar góða stund í góðu yf- irlæti. Þegar þessar ferðir eru nú rifjaðar upp, er skrásetjara efst í huga þakkir til samferðafólks og fararstjóra fyrir velheppnaðar og skemmtilegar ferð- ir, sem gott er að minnast. Sérstak- ar þakkir fær Sæmundur Sigmunds- son, sem enn sem fyrr lagði til far- kostina, og ók þeim sjálfur styrkri og öruggri hendi. Texti og myndir: Haukur Júlíusson. Á faraldsfæti með heldri Borgfirðingum Hús gömlu skólastjórahjónanna á Núpi; Sigtryggs og Hjaltlínu. Nokkrir ferðafélagar staddir við gosbrunninn í Skrúði. Hjörtur fararstjóri lengst til hægri. Þessi gamla ýta hefur staðið vaktina í Fossfirði um árabil og er vinsælt myndefni. Áður lagði hún vegi um klungur og kletta í Barðastrandarsýslu, kom ný um 1962. Sæmundarrúta stödd á hlaðinu í Breiðavík. Sæmundur sjálfur undir stýri sem oftar í þessum ferðum Borgfirðinga. Glatt á hjalla í haustferð. Jóhannes á Hamri slær hér á létta strengi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.