Skessuhorn


Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 20.04.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 20168 Nöfn þeirra sem létust HOLTAV.H: Tvö banaslys urðu á Vesturlandi laugardag- inn 9. apríl síðastliðinn. Ung- ur maður lést í kjölfar bílveltu á Holtavörðuheiði. Hann hét Ingi Þór Magnússon, var 17 ára og búsettur að Hör- pulundi 4 í Garðabæ. Um kvöldið fór bifreið í höfnina í Stykkishólmi og lést ökumað- ur hennar. Hann hét Hinrik Rúnar Halldórsson, búsettur á Tjarnarási 4 í Stykkishólmi. Hinrik Rúnar lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Út- för hans fer fram frá Stykk- ishólmskirkju í dag, mið- vikudaginn 20. apríl klukk- an 14. Lionsklúbbur Stykk- ishólms hefur stofnað styrkt- arsjóð fyrir fjölskyldu Hin- riks Rúnars. Bankanúmer er: 0309-13-110224 og kennitala: 610180-0949. -mm Heldur tónleika í Akranesvita AKRANES: Argentínska far- andsöngkonan Nigrita er nú í stuttri tónleikaferð um landið. Einn af viðkomustöðum henn- ar er Akranesviti og mun Nig- rita syngja þar föstudaginn 22. apríl næstkomandi. Með henni spilar kontrabassaleikarinn Haraldur Ægir Guðmunds- son. Á tónleikunum mun Nig- rita syngja um ástand heimsins í soul, folk og reggea stíl en hún leikur einnig á píanó og gítar. Nigrita er búsett í Austurríki og hefur gefið út eina plötu en er nú að vinna að sinni annarri og stefnir á að hefja upptökur fyrir hana hér á landi nú í apríl. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er aðgangseyrir 2.000 krónur. -grþ Samið um að veiða átta þúsund tonn RÚSSLAND: Fulltrúar ís- lenskra og rússneskra stjórn- valda hafa skrifað undir samn- ing um veiðar íslenskra skipa á árinu 2016 í rússneskri lög- sögu. Munu Íslendingar sam- kvæmt honum geta veitt allt að 8.158 tonn af þorski í rúss- neskri landhelgi. Þar ef eru 5.098 tonnum úthlutað beint en eftir er að semja um verð vegna 3.060 tonna sem ís- lenskar útgerðir hafa rétt til að kaupa af Rússum. Samningur- inn byggir á þríhliða samn- ingi Íslands, Noregs og Rúss- lands frá árinu 1999 um veið- ar á þorski í Smugunni. Ísland og Rússland semja árlega um veiðar hvers árs en á fundi í desember í fyrra náðist ekki að landa samningi. -mm Rannsaka folaldadauða LANDIÐ: Á vegum Til- raunastöðvarinnar á Keldum og Matvælastofnunar (MAST) er nú að fara af stað rannsókn á tíðni og orsökum folaldadauða hér á landi. Efniviðurinn verð- ur einnig nýttur til rannsókna á sviði líffæra- og þroskunar- fræði. „Rannsóknin byggir á krufningu folalda sem drepast eða eru aflífuð fyrir 6 mánaða aldur og spurningalistum sem verða lagðir fyrir eigendur. Rannsóknin er hrossaeigend- um að kostnaðarlausu að öðru leyti en því að þeir greiða sjálf- ir flutningskostnað. Afar mikil- vægt er að sem flest þeirra fol- alda sem drepast í vor og fram á haust komi til krufningar svo fljótt sem auðið er. Eigend- ur eru beðnir um að láta Til- raunastöðina á Keldum vita af sendingunni í síma 585-5100 (Einar Jörundsson eða Ólöf G. Sigurðardóttir) og/eða í tölvu- pósti (meinas@listar.hi.is eða syni@keldur.is).“ -fréttatilk. Aflatölur fyrir Vesturland 9. - 15. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 13 bátar. Heildarlöndun: 111.536 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 35.123 kg í sex lönd- unum. Arnarstapi 6 bátar. Heildarlöndun: 45.333 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 18.708 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 203.212 kg. Mestur afli: Hringur SH: 68.129 kg í einni löndun. Ólafsvík 10 bátar. Heildarlöndun: 47.667 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 14.109 kg í þremur löndun- um. Rif 8 bátar. Heildarlöndun: 265.529 kg. Mestur afli: Örvar SH: 69.580 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 126.265 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 119.042 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórsnes SH - STY: 71.826 kg. 15. apríl. 2. Hringur SH - GRU: 68.129 kg. 12. apríl. 3. Helgi SH - GRU: 46.453 kg. 11. apríl. 4. Rifsnes SH - RIF: 44.957 kg. 12. apríl. 5. Örvar SH - RIF: 44.676 kg. 11. apríl Í sumar verður ný aðveitustöð raf- magns á Akranesi tengd við raf- dreifikerfi Veitna í bænum. Spennu- stöðvarnar í bænum verða tengd- ar hver á eftir annarri og rafmagns- laust verður í 30 - 120 mínútur hjá hverjum notanda meðan á tengingu stendur. Nákvæmari upplýsingar verða veittar þegar nær dregur, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Starfs- fólk Veitna bendir viðskiptavinum á að hentugt getur verið að hafa far- símanúmer sitt á skrá á „Mínum síð- um“ á vef Veitna þannig að þeir fái smáskilaboð um væntanlegt straum- leysi þegar þar að kemur. Aukin flutningsgeta – aukið öryggi Byggð hefur verið ný aðveitustöð rafmagns á Smiðjuvöllum 24 á Akra- nesi og leysir hún af hólmi stöðina við Þjóðbraut 44. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á uppsetn- ingu rafbúnaðar í stöðinni. Áform- að er að tengja háspennudreifikerfið á Akranesi við nýju stöðina í sumar. Í háspennudreifikerfi Veitna á Akra- nesi eru 55 háspennustrengir og 45 spennustöðvar. Stöðvarnar eru nú tengdar gömlu aðveitustöðinni. Áætlanir gera ráð fyrir að tengingar taki 10 virka daga. Tengd verður ein spennustöð í einu við nýju aðveitu- stöðina og þannig koll af kolli þang- að til allar 45 spennustöðvar bæjar- ins hafa verið tengdar nýju stöðinni. Notendur sem tengjast viðkom- andi spennistöð verða án rafmagns á meðan tengingu hennar við nýju að- veitustöðina stendur. „Gera má ráð fyrir að straumleysið vari frá hálfri klukkustund til tveggja klukku- stunda komi ekkert óvænt upp á. Um leið og háspennudreifkerfi bæj- arins verður tengt við nýja aðveitu- stöð verður rekstraspennu dreifi- kerfisins breytt úr 6 í 11 kílóvolt og með þeirri breytingu eykst flutn- ingsgeta dreifikerfisins. Starfsfólk Veitna vonast til að truflanir vegna rafmagnsleysis verði sem minnst- ar og að Akurnesingar sýni þessu skilning. Nánari upplýsingar um tímasetningu verða veittar þeg- ar nær dregur, meðal annars með skilaboðum til íbúa. Á Mínum síð- um á vef Veitna geta íbúar gengið úr skugga um hvort rétt farsímanúmer er skráð,“ segir í tilkynningu. mm Eins og Skagamönnum og fleirum er kunnugt heldur Club 71 árlega Þorrablót Skagamanna á Akranesi. Frá upphafi hefur hópurinn lát- ið gott af sér leiða með því að láta ágóðann af blótinu renna til íþrótta- og félagsstarfs á Akranesi. Íþrótta- félög senda félagsmenn sína til að starfa á blótinu og við undirbúning þess og styrkjum er síðan úthlutað í hlutfalli við unnar vinnustundir. Að þessu sinni nam heildarágóðinn rúmum 3,1 milljón króna og skipt- ist á milli sex félaga sem áttu starfs- fólk á blótinu; Knattspyrnufélags ÍA, Sundfélags Akraness, Björgun- arfélags Akraness, Golfklúbbsins Leynis, Fimleikafélags Akraness og Þjóts, íþróttafélags fatlaðra. Athöfnin fór fram í útibúi Ís- landsbanka við Dalbraut á Akra- nesi í liðinni viku. Sævar Freyr Þrá- insson hélt stutta tölu fyrir hönd Club 71 og gerði grein fyrir afkom- unni. Sagði hann ánægjulegt hve vel hefði gengið og félagsskapurinn hefði ánægju af því að láta gott af sér leiða. Frá upphafi hefur Club 71 styrkt félagsstarf á Akranesi um rétt tæplega 12,5 milljónir með afkomu af blótinu. Fulltrúar íþróttafélaganna og björgunarfélagsins þökkuðu feng- inn styrk og voru sammála um hve gott framtakið væri. Styrkir sem þessir hefðu mikil og jákvæð áhrif á allt starf félaganna og væru gott samfélagsverkefni. kgk Ágóðinn af Þorrablóti Skagamanna rennur til samfélagsins Nýja aðveitustöðin á Akranesi tengd í sumar Nýja aðveitustöðin er við Smiðjuvelli 24. Hér er verið að flytja búnað í húsið. Félagar í Club 71 ásamt fulltúrum íþróttafélaganna sem veittu styrkjunum viðtöku. Bjarnarbr. 4-6, Borgarnesi, www.safnahus.is, 433 7200 Refir og menn Sigurjón Einarsson ljósmyndari Sýningin stendur til 11. nóv. Opið er til 18.00 opnunardag. Síðan 13.00-18.00 virka daga. Maí til ágúst (báðir meðtaldir) alla daga 13.00-17.00. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands Verið velkomin á opnun sýningarinnar Refir og menn fimmtud. 21. apríl kl. 15.00. Sigurjón Einarsson hefur getið sér gott orð fyrir myndir úr íslenskri náttúru. Í samstarfi við Safnahús sýnir hann nú ljósmyndir af refaskyttum við vetrarveiði. Sýningin byggir á ákvæði menningarstefnu Borgarbyggðar um mikilvægi listsköpunar og miðlun menningararfs. Við sama tækifæri verða tónleikar í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur skólans flytja frumsamin verk við ljóð Snorra Hjartarsonar. - Allir velkomnir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.