Skessuhorn - 04.05.2016, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201612
Borgarbyggð hefur gert samn-
ing sem meðal annars kveður á um
gatnagerðargjöld og fleira við fyrir-
tækið Hús og Lóðir ehf. sem er að
hefja byggingaframkvæmdir á Borg-
arbraut 57-59, samanber fréttina hér
að ofan. Í samningnum er m.a. kveð-
ið á um byggingarmagn og gatna-
gerðargjöld sem eru um 65 milljónir
króna. Jafnframt er ákvæði í samn-
ingnum um að Borgarbyggð skuld-
bindi sig til að kaupa eða leigja tvær
íbúðir í húsinu þegar þær verða full-
búnar. Jafnframt skuldbindur sveit-
arfélagið sig til að kanna hvort flytja
megi starfsemi á vegum þess í þjón-
ustuhluta hússins.
Á fundi byggðarráðs síðastliðinn
fimmtudag bókaði Guðveig Eygló-
ardóttir oddviti minnihlutans at-
hugasemdir vegna samningsins. Í
bókun hennar segir m.a.: „Kveðið
er á um að Borgarbyggð skuldbindi
sig til að kaupa eða leigja tvær íbúð-
ir í húsinu þegar þær verða fullbún-
ar. Ekki er kveðið á um kaupverð og
eða leiguverð og eða nánari tíma-
setningu t.d. hvað varðar leigutíma.
Gera má ráð fyrir að þarna sé um
að ræða tugmilljóna króna skuld-
bindingu á næstu árum sem mun
hafa áhrif á fyrirliggjandi fjárhags-
áætlun. Ekki kemur fram hvernig
gert sé ráð fyrir að fjármagna fyrir-
huguð kaup þannig að ekki sé vik-
ið frá markmiðum um fjárhag sveit-
arfélagsins, hvort gert sé ráð fyr-
ir að fresta byggingaframkvæmd-
um við skólahúsnæði sveitarfélags-
ins, taka lán og eða nýta söluhagn-
að eigna. Þá kemur einnig fram að
Borgarbyggð muni kanna með að
sveitarfélagið flytji starfsemi á sín-
um vegum í þjónustuhluta hússins.
Ekki er tilgreint nánar hvaða starf-
semi þarna gæti verið um að ræða.“
Guðveig bendir á að á sama tíma sé
starfandi vinnuhópur sem eigi að
auka nýtingu á húsnæði í eigu sveit-
arfélagsins í Hjálmakletti. Í lok bók-
unar sinnar segir Guðveig: „Und-
irrituð telur framangreindar skuld-
bindingar við Hús og lóðir ógagn-
sæjar og óásættanlegt með öllu að
skuldbinda sveitarfélagið með þess-
um hætti.“ mm
Gerir athugasemdir við skuld-
bindingar í lóðarsamningi
Horft yfir lóðirnar Borgarbraut 59 og 57 var sem byggingarnar munu rísa.
Síðastliðinn miðvikudag var fyrsta
skóflustungan tekin að stórhýsi
sem reisa á við Borgarbraut 57-59
í Borgarnesi, beint á móti verslun-
armiðstöðinni Hyrnutorgi. Fyrir-
tæki Snorra Hjaltasonar bygginga-
meistara, Hús og lóðir ehf., heldur
utan um framkvæmdina en SÓ Hús-
byggingar verður framkvæmdaraðili
og mun m.a. sjá um samskipti við
undirverktaka. Að sögn Jóhannesar
Freys Stefánssonar, framkvæmda-
stjóra SÓ Húsbygginga, verður
þetta stærsta verkefni fyrirtækisins
frá upphafi, ef undan er skilin bygg-
ing Reykholtskirkju og Snorrastofu
sem tók að vísu 12 ár. Um tvö sam-
byggð hús verður að ræða í miðbæ
Borgarness. Annars vegar sjö hæða
blokk með 28 íbúðum auk þjón-
ustukjarna á jarðhæð, en hins veg-
ar fimm hæða, 85 herbergja fjög-
urra stjörnu hótel. 600 fermetra
bílakjallari verður undir húsinu.
Byggingarnar verða alls 8-9 þús-
und fermetrar og áætlað að verkið
kosti um tvo milljarða króna. Hús-
in verða reist úr forsteyptum ein-
ingum og hafa samningar náðs við
Smellinn á Akranesi um framleiðslu
og reisingu þeirra. Fjölmargir und-
irverktakar koma auk þess við sögu.
Alls mun verktíminn verða 18 mán-
uðir en hótelhlutinn á að verða til-
búinn fyrr, eða eftir rúmt ár. „Hót-
elið verður tilbúið fyrsta föstudag í
júní árið 2017, klukkan 15:30,“ eins
og Snorri Hjaltason verktaki hafði á
orði þegar skóflustungan var tekin.
Byggingarnar rísa á lóð þar sem
eitt sinn stóð Essóstöðin, smurstöð
og JS Nesbæ. Þau hús hafa öll ver-
ið rifin og búið er að jarðvegsskipta
þeim hluta lóðarinnar þar sem JS
Nesbæ var. Nú tekur Borgarverk
ehf. við að aka burtu jarðvegi og
fylla með möl í grunn fyrir húsin.
Framkvæmdir fara síðan á fulla ferð
strax í vor.
Verkefni þetta er fjármagnað með
lánsfé og hlutafé. Snorri Hjalta-
son byggingameistari segir að til
greina komi að fara í samstarf við
Íbúðalánasjóð um leigu á hluta
íbúðanna en þær eru engu að síður
ætlaðar fyrir eldri borgara sem meta
kosti búsetu miðsvæðis og í ná-
grenni þjónustu og verslunar. Með
slíkri ráðstöfun íbúðanna gæti far-
ið af stað keðjuverkun á fasteigna-
markaði í Borgarnesi þar sem stærri
eignir munu losna fyrir barnafólk.
Skortur er á íbúðarhúsnæði í bæjar-
félaginu sem lýsir sér m.a. með því
að um þessar mundir eru sömu fjár-
festar að ljúka framkvæmdum við
nýja 16 íbúða blokk við Arnarklett.
Jóhannes Freyr Stefánsson segir að
eftirspurn eftir þeim íbúðum hafi
verið slík að þeir hefðu geta leigt all-
ar íbúðirnar tvisvar.
Í hótelhluta byggingarinnar verða
85 vel búin herbergi eins og fyrr
segir og ekkert til sparað í gæð-
um og aðbúnaði. Af þessum her-
bergjafjölda eru nokkrar 35-50 fer-
metra svítur á efstu hæð. Við hönn-
un hússins er lögð áhersla á að gott
útsýni verður úr öllum herbergjum.
Á næstu dögum eða vikum lýkur
samningum við fyrirtæki sem tekur
við rekstri hótelsins.
Leitað í smiðju gömlu
meistaranna
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt hjá
Gjafa vinnur nú hörðum höndum
að hönnun húsanna sem reisa á. Í
samtali við Skessuhorn sagði Sigur-
steinn að við hönnun hafi hann leit-
að í smiðju gömlu arkitektanna eins
og Halldórs Jónssonar sem hannaði
m.a. Borgarneskirkju, Hótel Sögu
og fleiri þekkt hús. „Ég lít til góðra
verka eldri manna en nútímavæði að
sjálfsögðu ýmislegt við hönnun þess-
ara húsa. Okkur finnst mikilvægt að
vel takist til því við erum þarna að
hanna nýja þungamiðju í miðbæ
Borgarness. Varðandi uppbyggingu
ferðaþjónustu og fyrir íbúana hér í
Borgarnesi leggjum við metnað í að
þessar byggingar eiga að verða lyfti-
stöng fyrir samfélagið.“ Sigursteinn
segir að á jarðhæð, undir þessum 28
íbúðum, verði þjónustukjarni með
verslunum, líkamsrækt, veitingastað
og boltakrá. Bílakjallari verður und-
ir húsinu. mm
Framkvæmdir hafnar við stórhýsi í Borgarnesi
Hótelið á að verða fullbúið eftir rúmt ár en íbúðahlutinn eftir 18 mánuði
Útilitsteikning Gjafa að húsinu. Útlit á eftir að taka breytingum. Þrjá konur tóku að sér að taka fyrstu skóflustungu að húsinu og nutu leiðsagnar
Jóa frá Borgarverki. Þetta voru þær Geirlaug Jóhannsdóttir, Brynhildur Sigur-
steinsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir.
Snorri Hjaltason og Jóhannes Freyr Stefánsson eru í forsvari fyrir framkvæmdina
sem áætlað er að kosti um tvo milljarða króna.
Farfuglaheimilið í Borgarnesi hef-
ur verið starfandi við Borgarbraut
13 frá 2009 og hefur gistináttafjöld-
inn farið stöðugt vaxandi í húsinu. Að
sama skapi hefur vægi þess innan Far-
fuglaheimilakeðjunnar vaxið þar sem
heimilið er vel staðsett á gatnamót-
um Vesturlands, Vestfjarða og Norð-
urlands. Nú hafa orðið eigendaskipti
á Farfuglaheimilinu. Gylfi Árnason
stofnandi og rekstrarstjóri heimilis-
ins er á förum erlendis til langdvalar
og hafa Farfuglar keypt reksturinn af
Gylfa. „Með þessu munum við tryggja
áframhaldandi rekstur öflugs Far-
fuglaheimilis á þessum mikilvæga stað
og Farfuglar munu nýta reynslu sína
og þekkingu til áframhaldandi upp-
byggingar,“ segir Markús Einarsson
framkvæmdastjóri Farfugla. mm
Farfuglar taka yfir reksturinn í Borgarnesi
Það varð uppi fótur og fit í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga síðastliðinn föstudag þegar hópur af grængulum drekum yfirtók
skólahaldið. Þarna voru væntanlegir útskriftarnemendur skólans á ferð er þau voru að dimmitera. Hópurinn fór með nokkur
skemmtiatriði fyrir samnemendur sína og enduðu svo á að sýna myndband frá því fyrr um morguninn þegar hópurinn fór
mikinn um bæinn og vakti kennara og starfsfólk skólans með látum. Þetta þótti bráðfyndið þó að starfsfólkinu hafi ekki verið
hlátur í huga á meðan upptökur fóru fram. Kennarar tóku þó undir með nemendum í hlátrasköllum þegar myndbandið var
sýnt. tfk