Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Síða 14

Skessuhorn - 04.05.2016, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201614 Aðalfundur Björgunarfélags Akra- ness var haldinn síðastliðinn fimmtu- dag í húsi sveitarinnar við Kalmans- velli. Kosið var í stjórn félagsins á fundinum. Tveir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, en það voru þeir Þór Bínó Friðriksson, fráfarandi formaður og Gísli Sigur- jón Þráinsson, fráfarandi varafor- maður. Báðir hafa þeir verið í for- svari fyrir félagið um árabil. Á fund- inum var þeim Þór og Gísla þakk- að óeigingjarnt starf í þágu sveit- arinnar undanfarin ár. Formaður nýrrar stjórnar er Birna Björnsdótt- ir sem hefur langa reynslu úr starfi með björgunarfélaginu. Stjórnin er að öðru leyti þannig skipuð: Sig- urður Axel Axelsson varaformað- ur, Kjartan Kjartansson gjaldkeri, Silvía Llorens Izaguirre ritari og meðstjórnendurnir Kristján Haga- lín Guðjónsson, Björn Guðmunds- son og Sigurður Ingi Grétarsson. Á fundinum skrifuðu tveir undir eið- staf Björgunarfélagsins, en það voru þeir Guðni Steinar Helgason og Jón Hrói Finnsson. Ákveðið var að halda framhaldsaðalfund þegar núverandi nýliðahópur hefur lokið þjálfun- arprógrammi sínu. Búast má við að því ljúki nú í maí og munu þeir sem standast inntökukröfur sveitarinnar skrifa undir eiðstafinn að því loknu. Byggist á starfi sjálfboðaliða Birna Björnsdóttir hefur verið virk- ur félagi í Björgunarfélagi Akraness frá 16 ára aldri og hlakkar til að tak- ast á við þá ábyrgð sem formennsk- unni fylgir. Hún segir að staða sveit- arinnar sé nokkuð sterk og engin stór verkefni séu ráðgerð önnur en að ljúka endurgerð björgunarskips og koma því í notkun. „Ég mun ein- beita mér að því að byggja upp innra starf félagsins, hlúa að endurmennt- un og þjálfun björgunarsveitarfólks og efla liðsandann. Björgunarsveit- ir byggja á starfi sjálfboðaliða og því endist ekki fólk í slíku nema þykja skemmtilegt. Þetta er góður félags- skapur og þannig þarf það að vera.“ Engar stórfjárfestingar í pípunum Björgunarfélag Akraness er vel statt í húsnæðismálum og prýðilega tækj- um búin sveit eins og staðan er núna. Engar stórar fjárfestingar því í kort- unum. „Við erum nýlega búin að endurnýja Econoline bíl sveitarinn- ar og stærsta verkefnið okkar næstu vikurnar verður að ljúka við björg- unarskipið sem keypt var í fyrra, en það er notað björgunarskip sem fengið var frá Bretlandi. Einkum er endurnýjun raflagna og uppsetn- ing búnaðar sem tekið hefur lengri tíma en áformað var, en nú sjáum við brátt fyrir endan á þessu verk- efni. Við erum mjög vel sett með öflugan sjóflokk sem koma mun að rekstri skipsins.“ Nýliðaþjálfun fyrir 25+ hefur reynst vel Birna segir að nýliðar séu tekn- ir inn í félagið eftir að þeir ljúka grunnskóla um 16 ára aldurinn. „Þá var einnig byrjað á því fyrir nokkru að bjóða upp á nýliðaþjálf- un fyrir þá sem eru 25 ára og eldri og það er verkefni sem hefur verið að koma vel út. Þar höfum við ver- ið að fá inn mjög öfluga einstak- linga, bæði nýliða, en einnig fólk sem hefur hætt um tíma, en vilj- að koma að björgunarstörfum að nýju.“ Birna segir að félagsmenn séu um 200 talsins en þar af eru um 55 virkir á útkallslista. Fast-8 var stórt verkefni Nýlega er lokið einu stærsta ein- staka verkefni sem Björgunarfélag Akraness hefur tekið að sér, en það var gæsla á tökustað og búnaði vegna kvikmyndatöku á Fast-8, am- erískri stórmynd sem að hluta var tekin upp á Akranesi í apríl. „Við vorum heppin að fá þetta verkefni en í því fólst virkilega mikil vinna, sem jafngildir um einu mannsári í starfi, og heilmiklar tekjur. „Það voru ótrúlega margir sem komu að þessu gæsluverkefni með okkur. Um 140 manns stóðu vaktir fyr- ir okkur eina eða margar og það voru þónokkrir sem lögðu okkur lið jafnvel þótt þeir væru ótengdir félaginu. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir, sem og okkar eig- in félagsmönnum, en tekjurnar af þessu gæsluverkefni munu nýtast vel í starfi björgunarfélagsins næstu misserin. Líklega hefur þetta verk- efni einnig eflt mjög liðsandann í okkar röðum, sem er bara bónus,“ segir Birna að endingu. mm Birna tekur við formennsku í Björgunarfélagi Akraness Birna Björnsdóttir formaður Björgunarfélags Akraness. Í liðinni viku færði fjölskylda Bjarna Bachmann í Borgarnesi Safnahúsi Borgarfjarðar rausnar- lega gjöf. Um er að ræða íþrótta- safn Bjarna, bækur og muni sem tilheyrðu þessu stóra áhugamáli hans. Safninu hefur verið kom- ið fyrir í vönduðum sérsmíðuðum hillum og skápum sem fylgdu gjöf- inni. Dagurinn til afhendingarinn- ar var valinn vegna þess að hann er afmælisdagur Bjarna sem var fæddur 27. apríl 1919 og lést árið 2010. Viðstödd afhendinguna var fjölskylda Bjarna auk sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og starfs- fólks Safnahúss. Bjarni Bachmann gegndi safn- varðarstarfi fyrir borgfirsku söfn- in árin 1969-1994 eða í aldarfjórð- ung. Hann vann mikið og óeigin- gjarnt starf fyrir söfnin á upphafs- árum þeirra, ásamt eiginkonu sinni Önnu Þ. Bachmann sem einnig starfaði þar. Þau höfðu verið bú- sett í Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni frá árinu 1961. Bjarni lagði mikla elju í söfn- unina og á þannig stóran þátt í þeim merka safnkosti sem söfn- in búa að í dag. Eftir hann liggja einnig ýmis rannsóknaverkefni sem enn í dag eru verðmætar heimild- ir. Þess má einnig geta að Bjarni vann einna mest með Hallsteini Sveinssyni að því að koma merkri listaverkagjöf hans til safnanna um 1970. Með því var lagður grunn- ur að Listasafni Borgarness sem á um 500 listaverk í dag. Bjarni kom einnig á fót náttúrugripasafni sem deild innan byggðasafnsins. Þar má m.a. finna viðamikið og vandað fuglasafn auk steinasafns. Byggða- safn Borgarfjarðar elfdist mjög um daga Bjarna, svo og skjalasafn og bókasafn Borgarfjarðar. Allt var þetta rekið í sama húsnæðinu og heyrði undir sama forstöðumann- inn. Einnig var Pálssafni komið fyrir í Safnahúsi í tíð Bjarna, en það safn er eitt merkasta einkabóka- safn landsins. Nú hefur íþróttasafn Bjarna bæst við þá mæta muni aðra sem prýða söfnin. Safnið verður ekki til útláns, en til afnota á bóka- safni. gj/mm Íþróttasafn Bjarna Bachmann komið í Safnahús Bjarni Bachmann gegndi safnvarðarstarfi fyrir borgfirsku söfnin árin 1969-1994. Hluti ættingja Bjarna sem nú hafa fært Safnahúsinu þetta merka safn. Íþróttasafni Bjarna hefur verið smekklega komið fyrir í þessum skápum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.