Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 201622 Í leit að föngum fyrir pistil vikunn- ar rakst ég á ekkert sem mér fannst merkilegt, enginn niðurgangur æðstu manna nema fyrir utan Twit- ter rifrildið hjá Bjarna Ben milli tveggja annarra um hver ætti að borga hærri skatt. Bjarni vitnaði meira segja í sjálfa Iron Maiden, Margaret Thatcher – ekki hljóm- sveitina. Ólafur forseti er reynd- ar haldinn „ég veit ekki“-veikinni en það er svo yesterday, það dæmi er búið og afgreitt. Hvað meira, jú bíddu. Illugi Gunnars tók skóflu- stungu í flórinn og braut skaft- ið þegar hann deildi súluritsmynd á Twitter. Illugi vildi sýna fram á hversu mikið framfærslulánin hjá LÍN hafa þróast frá því hann tók við embætti og óskaði síðan náms- mönnum gleðilegs flöskudags. Ég á erfitt með að greina þetta útspil Illuga, hvaðan það kemur eiginlega. Eftir að hafa orðið fyr- ir áreiti seint á síðasta ári og orðið fyrir ákveðnum álitshnekki að mínu mati tóku öldurnar í kringum hann að lægja, jú jólaösin ýtti umræðunni frá og hann gat borðað hangikjöt- ið í friði. Hvað annað hjálpaði hon- um að komast í var, jú Sigmundur Davíð fór með höfuðið lóðbeint í dýpstu pólitísku holu sem um hef- ur getið og stal algerlega senunni af honum. Svo ég spyr, hvers vegna að rugga bátnum? Ég myndi allavega prísa mig sælan fyrir ládeyðuna eft- ir það sem á undan gekk. En að framfærslunni hjá LÍN, eða niðurgreiðslunni eins og ég kýs að kalla hana því þetta eru óborganlega lágar upphæðir, láns- upphæðin fyrir námsmanninn sem leigir einhverja rottuholu úti í bæ er svona eins og þegar barn býðst til að borga fyrir bónuspok- ann með tíköllunum sínum fyrir mömmu og pabba, það er beinlínis verið að hvetja fólk í svarta vinnu. Samt sækir fólk um lán hjá LÍN, þetta hlýtur að vera eitthvað í kos- mósnum sem maður sér ekki held- ur finnur, svona svipað og trúin hefur fyrir manninn. LÍN hefur nefnilega sláandi svip- að gildi fyrir námsmenn og Grát- múrinn hefur fyrir gyðingana í Ísrael. Hér er dæmi; Grátmúrinn er helgasti staður í allri trú gyðinga, rétt eins og háskólinn er í huga fróðleiks- fúsra. Þar fer fólk til að biðja bænir (námsmenn taka lán í þessu tilfelli) og sumir skrifa bænir á blað og setja inn í veginn þar sem fyrirfram áætl- uð göt eru (námsmenn biðla oft til LÍN um miskunn og þurfa að senda beiðnir sínar annað hvort í bréfi eða tölvupósti), talið er að yfir millj- ón bænir séu settar inn í vegginn á hverju ári. Þar beygja gyðingar sig upp og niður, sumir tala og aðrir þegja (yfirleitt vegna þess að líkamar námsmanna eru þrotnir, andlega og líkamlega eftir að hafa átt við starfs- fólk LÍN), sumir tala á ensku (því við höfum erlent fólk sem sækir líka hér nám) og aðrir á hebresku (sem er örugglega tungumál starfsmanna LÍN). Það er nánast alltaf einhver að biðja við Grátmúrinn á hvaða tíma dags svona svipað og námsmenn. En hvað er hægt að gera? Ég legg til að við höldum svona Hungurleika eins og var sýnt í frægri kvikmynda- fernu frá Hollywood þar sem barist er upp á líf og alvörudauða með öll- um tiltækum ráðum fyrir peninga, það væri sanngjarnara fyrirkomulag heldur en LÍN býður upp á í dag. Góðar stundir Axel Freyr Eiríksson Kæri lesandi! Mig langar til að eiga við þig orð um ýmislegt sem ég er að hugsa um þessa dagana. Ég geri því skóna að þú hafir skoðanir á því líka og jafn- vel möguleika á að hafa áhrif. Hvað er það þá, sem um er að ræða? Það er Sementsverksmiðj- an, bjargvættur bæjarins í tæp 60 ár. Það er talað um „Sementsreit- inn“ eins og einhvern lítinn vasa- klút! Rífa verksmiðjuna og byggja lítil hús á ströndinni – sísvona. Það kostar mikið að rífa hús, en þetta er ekkert venjulegt hús þótt ekki væri nema vegna þess að veggirnir eru ansi ríflega járnbundnir, það tíðk- aðist þá. Það, sem mig langar að hvísla að þér lesandi góður er, að ég vil ekki rífa verksmiðjuna, ég vil að „fræð- ingar“ sem kunna hlutina finni not fyrir þau rými sem í henni eru. Það vantar pláss fyrir tómstundir og ýmiskonar starfsemi og plássið er þarna. Borðstofa, eldhús, skrif- stofur svo talað sé um eitt hornið. En þeir sem kunna fara létt með að nýta það sem ótalið er. Eyðum ekki í að henda, sýnum þessum gullmola okkar virðingu. Á þessum margumtalaða Sements- reit er líka sand- kvörn með varnar- garði sjávarmegin. Þetta svæði myndi sóma sér vel sem skrúðgarður. Almenningsgarður er eitt af því sem vantar hér í bæ. Fallegur garð- ur þar sem hægt væri að njóta næð- is, fá sér göngu með barnavagninn eða bara sjálfan sig, setjast á bekk í skólskini og friði. Þetta er stórt svæði, sem er ögrun fyrir garðarki- tekta, ef fengust til að sinna því. Þarna gæti margur þegið að hafa púttvöll og kannski fleira, nóg er plássið. Hugsið málið. Nýtum það sem við höfum. Kæri lesandi, nú er ég búin að segja þér hvaða hugsanir sækja á mig þessa dagana. Notum kunnáttu þeirra sem hana hafa, það er óþarfi að rífa verksmiðjuna, sýnum henni og þeim sem hana reistu þá virðingu að leifa hugmyndaríkum fræð- ingum að finna not fyrir það rými sem þarna er. Það má gera mik- ið fyrir það sem niðurrif kostar. Unnur Jónsdóttir Höf. er fyrrverandi röntgenstarfs- maður. Það má gera mikið fyrir það sem niðurrif kostar Pennagrein Gleðibankinn PISTILL Almenna Umhverfisþjónustan ehf hóf nýverið starfsemi í steypu- stöð fyrirtækisins eftir gagnger- ar endurbætur. Búið er að uppfæra stjórnkerfi stöðvarinnar og fækka þar með handtökum og gera að- stöðu fyrir starfsmenn betri en hún var. Ólafur Guðmundsson sem rak steypustöðina í 22 ár, frá 1980 til 2002, var fenginn til að hræra fyrstu steypuna eftir endurbæturn- ar. Hann mætti með barnabarni sínu, Ólafi Róbertssyni, og sáu þeir nafnar um fyrstu hræruna ásamt Friðriki Tryggvasyni framkvæmda- stjóra Almennu Umhverfisþjón- ustunnar. Ólafur Guðmundsson átti steypustöðina þegar hún var fyrst sett upp þar sem hún stendur nú. „Ég fékk úthlutað þessari lóð hjá bænum og fékk að setja stöð- ina upp hér. Þá var ekkert hérna á svæðinu nema gamlar fiskitrön- ur,“ segir Ólafur þegar hann rifjar þetta upp. „Ég keypti steypustöð- ina 1980 en þá var hún staðsett fyr- ir ofan Grundarfjörð þar sem nú er tjaldsvæði bæjarins. Tveimur árum síðar förum við í endurbætur og flytjum stöðina þar sem hún stend- ur nú,“ rifjar hann upp. Ólafur hafði áður unnið við steypustöðina þegar mikið hefur legið við. „Ég hljóp oft undir bagga í stórum steypum og var þá yfirleitt á steypubíl. Mér líkaði þetta ágæt- lega þannig að ég ákvað að taka við stöðinni. Ég man að fyrsta verkið eftir að ég eignast stöðina var við- bygging við gömlu fiskimjölsverk- smiðjuna. Tækjabúnaður stöðv- arinnar samanstóð af tveimur steypubílum, steypustöðinni, vöru- bíl og forláta hjólaskóflu. Hjóla- skóflan var mikið notuð. Hún nýtt- ist í snjómokstur á veturna og salt- landanir til dæmis þegar rólegt var í steypunni. Einnig mokaði ég nokkra húsgrunna með henni. Það var oftast hægt að finna verkefni fyrir hana enda voru ekki mörg svona afkastamikil tæki hér á nes- inu í þá daga,“ segir Ólafur. Hraunsfjarðarbrúin stærsta verkefnið Fyrirtæki Ólafs hét Styrkur og stærsta steypuverkefnið var þeg- ar nýja brúin yfir Hraunsfjörð var steypt upp árið 1994. „Ég man að þetta var heilmikið stress. Brúin var steypt öll í einu og veðurspá- in var okkur ekki hagstæð. Það var ákveðið að kýla á þetta og þurfti ég að fá auka steypubíla lánaða í verkið,“ rifjar Óli upp. „Við feng- um bíla frá Borgarnesi, Stykkis- hólmi, Hellissandi og einn sunn- an fjalls. Alls voru þetta átta bílar sem keyrðu steypu á hálftíma fresti í brúna. Ég man að Vegagerðin heflaði Kolgrafafjörð vel og vand- lega áður en við byrjuðum en það vildi þó ekki betur til en svo að það sprungu dekk á þremur fyrstu steypubílunum og tafði verkið. Verkið tók 20 tíma og var sementi ekið frá Akranesi nánast stanslaust meðan á þessu stóð. „Við þurftum að fá efni úr Harðakambi í þetta verk en það var skilyrði frá Vega- gerðinni enda hentugasta efnið í svona steypu.“ Brúin var byggð og stendur hún enn og þjónar sínu hlutverki með sóma. Hún lætur ekki á sjá eftir 22 ára þjónustu. Styrkur ehf steypti margar fleiri brýr fyrir Vegagerðina á þess- um tíma. „Já, ég var sá eini hérna á nesinu sem var með þvingunar- hrærða steypu, en Vegagerðin vildi eingöngu notast við þess háttar steypu í brúarsmíði. Við steyptum brýr út um allt Snæfellsnes,“ bæt- ir Óli við. Ólafur seldi svo Almennu Um- hverfisþjónustunni stöðina árið 2002 en hann var samt mikið við- loðandi fyrirtækið í nokkur ár eftir það. Hann hljóp í verk og hjálpaði til þegar á þurfti að halda. tfk Brúin var öll steypt á tuttugu tímum í beit Rætt við Ólaf Guðmundsson sem rak steypustöðina í Grundarfirði í meira en tvo áratugi Óli við skrifborðið heima hjá sér. Staddir á steypustöðinni. F.v. Friðrik Tryggvason, Ólafur Róbertsson og Ólafur Guðmundsson. Hér er Óli að blanda í sílóið, í fyrstu hræruna eftir endurbætur á stöðinni. Verið að reisa steypustöðina. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.