Skessuhorn


Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.05.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 2016 23 HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð                                        Kristvin Ómar Jónsson lögreglu- varðstjóri hjá Lögreglunni á Vestur- landi stóð sína síðustu vakt á föstu- daginn eftir 37 ára starf í lögreglunni og hættir störfum 65 ára. Ómar hef- ur starfað að löggæslumálum í Borg- arnesi og héraðinu allan þann tíma. Í tilefni dagsins var honum haldið kaffisamsæti og hann leystur út með gjöfum og góðum óskum. Á mynd- inni með honum er Theodór Kr. Þórðarson yfirlögregluþjónn (t.h.) og samstarfsfélagi til áratuga. mm/ Ljósm. Lögreglan á Vestur- landi Ómar hættir í lögreglunni eftir 37 ár Fyrir nokkru heimilaði Póst- og fjarskiptastofnun Íslandspósti ohf, ÍSP, fækkun útburðardaga í dreif- býli. Í framhaldi af því sendi ÍSP út tilkynningu um breytingu á útburði og sendi síðan út dreifingardaga- tal. Þar kemur fram á hvaða dögum póstdreifing fer fram til viðkomandi bæja og býla. Þar stendur líka skýrt og greinilega „dreift heim til þín.“ Ég set ekki út á fækkun dreifing- ardaga vegna þess að ég geri ráð fyr- ir því að Póst- og fjarskiptastofnun hafi tekið beiðni ÍSP til rækilegr- ar skoðunar og heimilað síðan ÍSP fækkun útburðardaga. Hins vegar set ég út á það að í kjölfar fækkun- ar útburðardaga hefur ÍSP hætt að bera til mín póst. ÍSP hefur sett upp annan póstkassa fjarri heimilinu og skilur póstinn eftir þar. Fyrir nokkrum árum sendi ÍSP út tilkynningu um að nú ætti að færa alla póstkassa samkvæmt útgefinni reglugerð ráðherra. Þeirri aðgerð var harðlega mótmælt með bréfi til forstjóra ÍSP og einnig með bréfi til Póst- og fjarskiptastofnunar. Póst- og fjarskiptastofnun hef- ur heimilað ÍSP færslu póstkassa frá bæjum og býlum í nokkrum tilfellum af ýmsum ástæðum m.a. vegna fjar- lægðar, vegasambands o.fl. Ég veit ekki til þess að Póst- og fjarskipta- stofnun hafi heimilað ÍSP færslu póstkassa hvorki hjá mér né öðrum þar sem aðstæður gefa ekki tilefni til þess og ég hef heldur ekki séð nein- ar heimildir frá Póst- og fjarskipta- stofnun til handa ÍSP að brjóta lög um póstþjónustu. Í lögum um póstþjónustu stendur: „Póstsendingu skal dreift til eða af- hent þeim aðila sem hún er stíluð á eða hefur umboð til viðtöku hennar, í bréfakassa eða pósthólf viðtakanda eða þangað sem utanáskrift seg- ir að öðru leyti til um. Póstrekend- um er heimilt að endursenda póst- sendingar ef bréfarifur og bréfakass- ar viðtakanda eru ekki í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Póst- sending telst vera í vörslu póstrek- anda og á ábyrgð hans frá móttöku og þar til að hún hefur verið afhent á tilgreindum ákvörðunarstað. Send- andi telst eigandi póstsendingar sem hann hefur afhent póstrekanda þar til hún hefur verið afhent viðtak- anda. Sendandi hefur jafnframt ráð- stöfunarrétt yfir sendingunni og er heimilt að gefa póstrekanda ný fyr- irmæli um póstmeðferð þar til hún hefur verið afhent tilgreindum við- takanda. Póstrekanda er heimilt að innheimta aukagjald vegna kostnað- ar sem hlýst af nýjum fyrirmælum.“ Að framansögðu krefst ég þess nú þegar að Íslandspóstur skili af sér póstsendingum, bréfum og blöðum, í minn heimilispóstkassa líkt og ver- ið hefur undanfarin ár. Georg Magnússon, Norðtunga 3, 311 Borgarnes. Krefst þess að Íslandspóstur skili af sér póstsendingum Pennagrein Blóðbankabíllinn kemur reglu- lega á Vesturland eins og lesendur Skessuhorns hafa orðið varir við. Í þessum ferðum er safnað blóði úr landsmönnum og komið til móts við þá sem ekki hafa tök á að heim- sækja höfuðstöðvar Blóðbankans í Reykjavík. Bíllinn var staddur í Grundarfirði í síðustu viku til blóð- söfnunar eins og hann gerir tvisvar á ári. Hrafnhildur Hallvarðsdótt- ir skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga sýndi gott fordæmi og hvatti nemendur og starfsfólk skól- ans til að fjölmenna í bílinn til að láta gott af sér leiða. Hrafnhildur reið á vaðið og fjölmargir nemend- ur fóru að hennar fordæmi og gáfu blóð en ansi margir voru að mæta í fyrsta skipti. Þess má geta að Blóðbankinn þarf um 70 blóðgjafa á dag til að viðhalda lágmarksbirgðum. Slíkar blóðgjafir eru því jafnframt lífgjafir þegar fólk þarf að þiggja blóð eftir slys eða í aðgerðum. tfk Skólameistarinn sýndi fordæmi og hvatti aðra til blóðgjafar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.