Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Hvílíkur stemmari! Eins og landsmenn vita fer Evrópukeppnin í knattspyrnu karla nú fram í Frakklandi. Í fyrsta skipti í sögunni er íslenska karlalandsliðið á þeim stað að keppa á stórmóti í röð margra af fremstu fótboltaþjóðum heims. Í sögulegu samhengi er líklega um einstakan viðburð að ræða þegar þrjú hundruð þúsund manna smáþjóð nær slíkum árangri. Það verður að telj- ast ólíklegt að slíkt gerist aftur í okkar tíð, en vonandi hef ég bara rangt fyrir mér í þeim efnum. Fyrir mig sem ekki telst í hópi öflugustu fót- boltaáhugamanna er viðburður þessi engu að síður býsna skemmtileg- ur. Það má nú varla minna vera en horfa á beinar útsendingar af þess- um leikjum fyrst þeir eru í boði. Svo á maður náttúrlega að vera stoltur af íslensku strákunum sem hafa sýnt að þeir eru okkar bestu fulltrúar og líklega er fátt sem kemur okkur jafn jákvætt á kortið og einmitt þessi ár- angur. Strákarnir hafa komið vel fyrir og ekki sýnt af sér neikvæðni eða dólgshátt á nokkra lund. Sama er því miður ekki hægt að segja um alla andstæðinga þeirra á vellinum, svo ekki sé talað um bullurnar með blys- in. Nú sýna áhorfsmælingar sjónvarps að á leikinn síðasta laugardag horfðu nánast allir sem á annað borð fylgjast með sjónvarpi. Samtals munu 98,9% sjónvarpsáhorfenda hafa séð leikinn gegn Ungverjum og nánast sama hlutfall leikinn í vikunni áður gegn Portúgölum. Helmingur allra landsmanna 12-80 ára horfðu á allan leikinn gegn Portúgal í beinni. Ég var í þeim hópi, utan tveggja mínútna meðan ég fylgdi gestum til dyra sem komið höfðu við í mat. Akkúrat á því augnabliki, þegar ég var að kveðja gestina úti á götu, skoraði Birkir Bjarnason jöfnunarmark Íslend- inga og allt ætlaði bókstaflega um koll að keyra. Reyndar hefði ég ekki viljað missa af því að „heyra“ þegar markið var skorað. Ég sem hélt að ég byggi við rólegustu götu á Íslandi upplifði hróp og fagnaðarlæti fólks úr öllum íbúðum í götunni og næsta nágrenni. „Hvílíkur stemmari,“ eins og Siggi Hlö hefði vafalítið orðað það. En áhrifa þessa fótboltaævintýris sumarið 2016 gætir víða. Að minnsta kosti fimmti hluti þjóðarinnar er staddur erlendis og þar af helmingur þess hóps í Frakklandi vegna EM. Hér heima er hins vegar glöggt hægt að merkja að snemmbúin júlídeyfð er komin í atvinnulífið. Ekki er svar- að í síma á stofnunum og seint og illa í almennum fyrirtækjum. Einhverj- ir hafa einfaldlega lokað. Þeir sem á annað borð eru ekki komnir í frí, eru að drukkna í vinnu. Unga fólkið er flest farið að vinna við ferðaþjónustu þar sem brjálæðislega mikið er að gera þessa dagana enda landið fullt af ferðamönnum. En þessi blæbrigðamunur veturs og sumars er bara fínn. Við eigum að njóta þess að fá tilbreytinguna í lífið. Vonandi nær fólk andlega að hvílast í fríinu sínu og mætir ferskt til vinnu að því loknu. Ég ætla að njóta þess að sjá strákana okkar klára þetta mót úti í Frakk- landi. Raunar er mér sléttsama hvort þeir vinna fleiri leiki eða ekki. Fari í sextán liða úrslit eða jafnvel enn ofar. Nú þegar finnst mér þeir hafa sýnt hvað í okkur getur búið sem þjóð ef við kjósum að standa saman sem ein heild. Fótboltastrákarnir hafa minnt okkur á að jákvæðni og festa er kannski allt sem þarf til árangurs. Fyrir það er ég þeim þakklátur. Að endingu vil ég nota þetta tækifæri til að hvetja alla sem á annað borð verða á landinu á laugardaginn til að mæta á kjörstað. Nýtum stjórnar- skrárvarinn rétt okkar til að hafa áhrif á hver verður forseti Íslands. Ver- um stolt af því að hafa raunverulegan rétt til að hafa slík áhrif. Það eru nefnilega ekki allir svo heppnir að búa í lýðræðisríki. Magnús Magnússon Leiðari Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís- lands sæmdi tólf Íslendinga heið- ursmerki hinnar íslensku fálka- orðu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Í þeim hópi er séra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti. Hann fær riddarakross fyrir framlag til uppbyggingar Reykholtsstaðar og varðveislu íslenskrar sögu og menningar. Séra Geir hefur ver- ið sóknarprestur í Reykholti síðan 1978, eða samfleytt í 38 ár. Á þeim tíma hefur grettistaki verið lyft í uppbyggingu staðarins og ber þar hæst byggingu Reykholtskirkju og Snorrastofu, endurbygging gömlu kirkjunnar, skógrækt og umhverfis- bætur almennt. Aðspurður segist séra Geir vera stoltur yfir þessari viðurkenningu og þyki mjög vænt um þann heið- ur sem sér og sveitungum hans er sýndur. „Það eiga margir aðrir þátt í því verki sem snýr að uppbyggingu Reykholtsstaðar auk varðveislu og miðlun sögunnar. Ég lít því öðr- um þræði á þetta að ég sé fulltrúi þess hóps sem unnið hefur að upp- byggingu og ýmsum framfaraskref- um sem stigin hafa verið hér á þess- um sögufræga stað. Ég er því ósköp glaður og þakklátur,“ sagði Geir Waage í samtali við Skessuhorn. mm Geir Waage í hópi orðuhafa á þjóðhátíðardaginn Á Bessastöðum 17. júní síðastliðinn. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Jóhann Páll Valdimarsson, Geir Waage, Björgvin Þór Jóhannsson, Katrín Pétursdóttir, Björn Sigurðsson, Guðmundur Hallvarðsson, Kristjana Sigurðardótt- ir, Anna Stefánsdóttir, Lára Björnsdóttir, Dóra Hafsteinsdóttir, Filippía Elísdóttir og Stefán Svavarsson. Menningarnefnd Snæfellsbæjar út- nefndi Sæmund Kristjánsson Snæ- fellsbæing ársins 2016 á þjóðhátíð- ardaginn. Sæmundur er fæddur á Hellissandi en fjögurra ára gam- all flutti hann til Rifs. Hann fór til náms í vélsmiðunni Steðja í Reykja- vík en eftir námið koma hann heim í Rif með unda stúlku sér við hlið; Auði Grímsdóttur sem er eigin- kona hans í dag. Byggði þau sér hús í Rifi. Þau hjón eiga þrjú börn; Grím, Kristján og Iðunni. Sæmundur hefur unnið marg- víslega vinnu í gegnum tíðina. Til dæmis hefur hann unnið við beitn- ingu, rekið vélaverkstæði, unnið við vatnsveituframkvæmdir, hol- ræsagerð og var auk þess lengi verkstjóri hjá Snæfellbæ. Sæmund- ir er mikið náttúrubarn og náttúru- verndarsinni og er mikill sagna- maður. Hann er sérlega fróður um sögu Snæfellsness og hefur lagt sig fram um viðhald sagna. Sæmund- ur hefur ásamt fleirum unnið við að merkja gönguleiður á Snæfells- nesi og síðan á fullorðinsárum tók hann leiðsögumannanám í fjar- námi. Sæmundur gengur mikið og hefur tekið að sér leiðsögn fyr- ir ferðafólk, hestamenn og göngu- hópa, um allt Snæfellsnes. Víð- tæk kunnátta hans á svæðinu, bæði sögu þess og landfræðilega er ein- stök og er hann því vel að nafnbót- inn Snæfellsbæingur ársins kom- inn. af Sæmundur er Snæfellsbæingur ársins Frá vinstri: Erla Gunnlaugsdóttir formaður menningarnefndar Snæfellsbæjar, Auður Grímsdóttir, Sæmundur Kristjánsson Snæfellsbæingur ársins 2016, Ragnheiður Víglundsdóttir og Gunnsteinn Sigurðsson frá menningarnefnd. Á síðasta sveitarstjórnarfundi Borgarbyggðar var tveimur mál- um vísað til byggðarráðs. Um er að ræða mál vegna skotæfinga- svæðis og vegna motokrossbrautar. Málin höfðu áður verið afgreidd af sama fundi umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þegar þeim var vísað til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn. „Það voru ákveðnir ágallar á bókun nefndarinnar varð- andi skotsvæðið og það eru skipt- ar skoðanir um þessar staðsetning- ar báðar. Í því ljósi var þessu vís- að til byggðarráðs. Það eru all- ir sammála um að við þurfum að koma upp aðstöðu og svæði fyr- ir þessar ágætu íþróttagreinar en hvar nákvæmlega það verður gert er spurning,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórn- ar í samtali við Skessuhorn. Mál- in voru tekin fyrir á fundi byggð- arráðs síðastliðinn fimmtudag. Í fundargerð kemur fram að ekki sé sátt um staðsetningu motokross- brautar og skotæfingasvæðis og að ekki liggi fyrir kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á báðum svæð- um. Í því ljósi samþykkti byggðar- ráð að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Mótorsportsfélags Borgarfjarðar og Skotfélags Vest- urlands. grþ Byggðarráð fundar um skotæfinga- svæði og motokrossbraut

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.