Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 21 Dag ur í lífi... Hársnyrti- meistara Nafn: Auður Ásta Þorsteinsdóttir Fjölskylduhagir og búseta: Ég bý í Borgarnesi og er gift Ólafi Þorgeirssyni. Saman eigum við tvo drengi sem eru 16 og 19 ára gamlir. Starfsheiti og fyrirtæki: Hár- snyrtimeistari og annar eigandi, ásamt Jóhönnu Lóu, af Hár Center í Borgarnesi. Hvað felst í þínu starfi? Al- menn hársnyrtistörf. Klippa, lita og allt sem því fylgir. Hvað er það besta við starf- ið? Fjölbreytni, mannlífið og skemmtilegt fólk. Áhugamál: Hestamennska, að vera með fjölskyldunni og í góð- um félagsskap. Fimmtudagurinn 16. júní Klukkan hvað vaknaðir þú og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði á milli kl 7 og 8 og byrjaði á því að hafa mig til fyrir vinnu. Hvað borðaðir þú í morgun- mat? Ég fékk mér Boozt. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var mætt kl 8:30 og ég fór hjólandi á nýja hjólinu mínu. Fyrstu verk í vinnunni? Að undirbúa daginn. Hvað varstu að gera kl 10? Þá var ég að lita og klippa. Hvað gerðir þú í hádeginu? Ég var líka að lita og klippa þá. Það er engin tími til að borða nema á hlaupum. Hvað varstu að gera kl 14? Þá var ég með skemmtilegan herra í stólnum hjá mér. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti kl 18 og það síðasta sem ég gerði var almennur frágangur. Hvað gerðir þú eftir vinnu? Þá fór ég á fund með stjórn Ís- landsmóts yngri flokka í hesta- íþróttum en mótið verður hald- ið 14.-17. júlí næstkomandi á fé- lagssvæði Skugga í Borgarnesi. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Þorgeir steikti hakk og var með tortilla í matinn. Hvernig var kvöldið? Ég var á fundi frameftir kvöldi og svo fór ég heim og slappaði af, kíkti á facebook og yfir pósta. Hvenær fórstu að sofa? Um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Bursta tennurnar og kíkja í bók. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Skemmtilegt annríki og mikið um að vera. Þeir sitja ekki auðum höndum strák- arnir í Smiðjunni í Ólafsvík. Þessa dagana vinna þeir í Vinnuskóla Snæ- fellsbæjar eftir hádegi. Þar láta þeir sitt ekki eftir liggja og eru hörku- duglegir. Hafa þeir verið að hreinsa og gera fínt á ýmsum stöðum svo sem fyrir framan húsnæði Smiðj- unnar, í kringum Dvalar- og hjúkr- unarheimilið Jaðar og fyrir framan Fiskmarkað Íslands. Þeir eru kát- ir og duglegir í þessum verkefnum eins og öllum öðrum sem þeir taka sér fyrir hendur. þa Smiðjustrákarnir í hreinsunarstarfi Fyrir hönd Lions- klúbbsins Þernunn- ar í Ólafsvík færðu þær Unnur Emanú- elsdóttir og Bylgja Konráðsdóttir Dval- ar- og hjúkrunarheim- ilinu Jaðri veglega gjöf á dögunum. Gáfu þær heimilinu tíu hitakönn- ur. Munu könnurnar koma að góðum not- um bæði fyrir heimilis- fólk og gesti og aldeilis hægt að fá sér heitt kaffi. Á myndinni eru þær Alma Rún Kristmansdóttir starfsstúlka á Jaðri sem veitti könn- unum viðtöku fyrir hönd Dvalar- og hjúkrunarheimilisins og Bylgja Kon- ráðsdóttir. þa Gáfu Jaðri tíu hitakönnur Í iðnaðarhverfinu við Ægisbraut á Akranesi er að finna eitt af best geymdu leyndarmálum Akraness, í húsi númer níu. Þar er starfandi fyrirtæki sem fáir Skagamenn vita af; hönnunar- og framleiðslufyrir- tækið arTTré. Fyrirtækið er rek- ið af Árna Baldurssyni og börnum hans Árna Þór og Maríu Lovísu. „Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt. Við erum bæði að hanna og framleiða vörur sjálf en einnig gerum við það fyrir aðra. Þegar við vinnum fyrir aðra bjóðum við bæði upp á það að fólk geti sérpantað vörur en einnig bjóðum við upp á staðlaðar lausnir. Til dæmis get- ur fólk leitað til okkar ef því vant- ar húsanúmer, skilti á sumarbú- staði og fleira. Hér á verkstæðinu erum við bæði með tölvufræsara og tölvulaser en með þessum tækj- um getum við unnið úr öllum efn- um fyrir utan stál,“ segir María. „Markmiðið frá stofnun hefur alltaf verið að efla íslenska hönnun og framleiðslu. Íslensk framleiðsla hefur átt undir högg að sækja vegna ódýrari erlendrar framleiðslu. Við teljum okkur hins vegar var hag- kvæman kost og samkeppnishæf- an. Við höfum verið, og erum, opin fyrir því að aðstoða hönn- uði að þróa og koma vörunni sinni í framleiðslu. Hér stendur hurð- in opin fyrir hönnuði til að viðra hugmyndir sínar,“ segir María. Byrjaði sem áhugamál „Það má segja að undirbúningur- inn að þessu fyrirtæki hafi byrjað hjá okkur Árna Þór strax í æsku. Pabbi er mjög skapandi og við vorum alltaf að smíða hitt og þetta með honum, maður man varla eft- ir sér öðruvísi en með hamar og nagla að smíða. Hið raunveru- lega upphaf fyrirtækisins var síðan árið 2013 í bílskúrnum hjá pabba í Heiðargerði. Í bílskúrnum var áhugamanna tölvufræsari og ég bað pabba um gera galdrastaf fyrir mig. Það varð úr að við fórum að selja þá hönnun. Upphaflega var þetta eiginlega frekar gert í gríni en alvöru. Við vorum í raun bara að leika okkur en fljótlega keypti pabbi alvöru tölvufræsara og kom fyrir í bílskúrnum. Þá var ekki aft- ur snúið og árið 2014 vorum við komin með verkstæði hér á Ægis- brautinni. Árni Þór kom inn í þetta verkefni með okkur pabba en hann bjó í Noregi á þessum tíma og fyrst um sinn aðstoðaði hann okk- ur í gegnum tölvu,“ segir María. Árni segir að það hafi aldrei komið annað til greina en að fyr- irtækið yrði á Akranesi. „Það æxl- aðist bara þannig að við fluttum okkur hingað á Ægisbrautina. Við pældum lítið í öðrum stöðum. Það skiptir í raun ekki máli hvar fram- leiðslan fer fram auk þess sem Akranes hefur líka sína kosti fram yfir Reykjavík eins og bara varð- andi fasteignaverð. Fyrir vikið græða viðskiptavinir okkar sem fá hagstæðara verð,“ segir Árni. Snýst um sköpunina „Þróunin í fyrirtækinu hefur verið góð. Við höfum farið hægt og ró- lega upp á við. Við stefnum samt ekkert sérstaklega á að verða eitt- hvað mjög stórt fyrirtæki. Við vilj- um frekar komast á góðan stað þar sem okkur líður vel á. Fyrir okk- ur snýst þetta ekki um að verða rík heldur að fá að skapa og hafa gam- an. Okkur finnst mjög skemmti- legt að geta unnið við þetta, að fá að hanna sem og að fá að aðstoða aðra að koma hönnuninni sinni í framleiðslu,“ segir Árni að lokum. Nánari upplýsingar um fyrir- tækið má finna á heimasíðunni: arttre.is bþb Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið ArTTré á Akranesi Feðginin utan við aðsetur fyrirtækisins við Ægisbraut á Akranesi. Sýnishorn af framleiðslu fyrirtækisins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.