Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 20168 Aflatölur fyrir Vesturland dagana 11. júní – 17. júní Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 17 bátar. Heildarlöndun: 35.445 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 15.020 kg í einni löndun. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 40.650 kg. Mestur afli: Bárður SH: 37.115 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 22 bátar. Heildarlöndun: 290.784 kg. Mestur afli: Þórunn Sveins- dóttir VE: 168.862 kg í tveim- ur löndunum . Ólafsvík 45 bátar. Heildarlöndun: 208.277 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 28.913 kg í þrem- ur löndunum. Rif 29 bátar. Heildarlöndun: 208.886 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 62.073 kg í einni löndun. Stykkishólmur 20 bátar. Heildarlöndun: 73.030 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 7.903 kg í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Þórunn Sveinsdóttir VE – GRU: 106.908 kg. 13. júní. 2. Tjaldur SH – RIF: 62.073. kg. 15. júní. 3. Þórunn Sveinsdóttir VE – GRU: 61.954 kg. 16. júní. 4. Rifsnes SH – RIF: 55.694 kg. 14. júní. 5. Hringur SH – RIF: 48.275 kg. 15. júní. Eftirlit með matjurtum til sveitarfélaga LANDIÐ: Um síðustu mánaðamót tók gildi breyt- ing á lögum um matvæli nr. 93/1995. Með breyting- unni flyst eftirlit með fram- leiðslu matjurta frá Mat- vælastofnun til heilbrigðis- nefnda (heilbrigðiseftirlits) sveitarfélaga en framleiðsla matjurta telst til frum- framleiðslu. Breytingin er gerð að ósk opinberra eft- irlitsaðila. „Lagabreyting- in mun einfalda aðstæður fyrir framleiðendur mat- jurta sem munu eingöngu vera undir eftirliti eins að- ila, þ.e. hlutaðeigandi heil- brigðiseftirlits. Þetta er jafnframt hagkvæmara fyrir íslenska ríkið og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinn- ar um einfaldara og skil- virkara regluverk fyrir at- vinnulífið,“ segir í tilkynn- ingu frá Matvælastofnun, sem eftir sem áður verður með eftirlit með allri frum- framleiðslu matvæla ann- arra en matjurta. -mm Tónlistar- skólafólk langþreytt á samningsleysi LANDIÐ: Tónlistarkenn- arar fjölmargra tónlistar- skóla hafa síðustu daga sent frá sér ályktanir og yfir- lýsingar þar sem þeir lýsa furðu yfir þeirri stöðu sem upp er komin í samninga- viðræðum þeirra við Sam- band íslenskra sveitarfé- laga. Tónlistarskólakenn- arar innan Félags kenn- ara og stjórnenda tónlist- arskóla (FT) hafa nú verið samningslausir í rúmt hálft ár og engin lausn virðist í sjónmáli í deilunni. Hin ýmsu félög tónlistarskóla- fólks hafa ályktað. Þar seg- ir efnislega að á síðustu árum hafi myndast launa- bil milli kennara og stjórn- enda í FT og sambærilegra hópa í öðrum skólagerð- um. „Þá þróun er nauðsyn- legt að stöðva og leiðrétta,“ sagði meðal annars í álykt- un kennara og stjórnenda við Tónlistarskólann á Ak- ureyri. -mm Slitnir strengir, sem áður hét Þjóð- lagasveit Tónlistarskólans á Akra- nesi, fékk á þjóðhátíðardaginn út- nefningu sem bæjarlistamaður Akra- ness árið 2016. Tók Skúli Ragnar Skúlason stjórnandi og stofnandi sveitarinnar á móti viðurkenning- unni. Sveitin hefur verið starfrækt í þeirri mynd sem hún er í dag allt frá 2001. Regína Ásvaldsdóttir bæjar- stjóri sem afhenti viðurkenninguna sagði að í rökstuðningi menningar- og safnanefndar fyrir valinu kæmi fram að þjóðlagasveitin hefði al- gera sérstöðu á íslensku tónlistar- sviði, með að samþætta í listsköpun sinni ólík listform í heildrænu verki. Hljóðfæraleikur, söngur, leiklist og ljóð væru aðalsmerki sveitarinnar. Hefur hljómsveitin vakið mikla at- hygli fyrir nýstárlegan flutning. Í Slitnum strengjum eru 19 fiðlu- leikarar, allt konur á aldrinum 18-27 ára. Að auki hafa þrír meðleikarar fylgt hópnum sem leika á slagverk, bassa og píanó. Það eru þeir Birgir Þórisson, Eiríkur Guðmundsson og Sigurþór Þorgilsson. Fiðluleikarar og flytjendur í sveitinni eru: Arna Pétursdóttir, Ása Katrín Bjarnadótt- ir, Gunnþórunn Valsdóttir, Halla Jónsdóttir, Harpa Lind Gylfadóttir, Helena Másdóttir, Helga Margrét Aðalsteinsdóttir, Hjördís Tinna Pálmadóttir, Hrefna Berg Péturs- dóttir, Hlín Guðný Valgarðsdótt- ir, Hulda Halldórsdóttir, Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir, Karen Guð- mundsdóttir, Kim Klara Ahlbrech, Kristín Ragnarsdóttir, Lena Gunn- laugsdóttir, Ólafía Laufey Stein- grímsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir og Ylfa Flosadóttir. Þjóðlagasveitin Slitnir streng- ir hefur haldið fjölmarga tónleika hérlendis, meðal annars á stóra og nýja sviði Borgarleikhússins og síðastliðið vor í Norðurljósa- sal Hörpu. Sveitin hefur og hald- ið tónleika í Danmörku, Skotlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Sveit- in hefur unnið með þekktum lista- mönnum auk þess sem Sinfóníu- hljómsveit Íslands hefur í tvígang leitað eftir samstarfi um tónlistar- flutning. Eins og nýverið kom fram í viðtali við Skúla Ragnar í Skessu- horni hefur sveitin unnið að upp- tökum á nýjum geisladiski sem hann áætlar að komi út með haust- inu. Þeirri vinnu mun ljúka með útgáfutónleikum. mm/ Ljósm. Akraneskaupstaður Slitnir strengir eru bæjarlistamenn Akraness 2016 Fulltrúar í menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar, bæjarstjóri, Ragnar Skúli, hljóðfærarleikarar og hluti bæjarlistamannanna í Slitnum strengjum. Tveir grindhvalir syntu upp í kletta við Elínarhöfða á Akranesi seint á sunnu- dagskvöldið. Magnús Ágúst Sigurðsson íbúi á Akrnaesi varð hvalanna vart og kall- aði til félaga úr Björgunar- félagi Akraness sem brugð- ust skjótt við, fóru á staðinn og ýttu hvölunum á flot aft- ur. Að sögn Önnu Leif Elí- dóttur, sem var á staðnum, virtist sem að minnsta kosti annar hvalurinn hafi verið særður. Engu að síður náðist að stugga við þeim báðum og syntu þeir til hafs frels- inu fegnir. mm/ Ljósm. sóe. Tveimur grindhvölum komið til bjargar Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fór fram á Hvanneyri 11. júní síðastliðinn. Þar var samþykkt að fram færi forval vegna komandi al- þingiskosn- inga. Kos- ið verður um sex efstu sæti á framboðs- l i s t a n u m . Jafnframt var kosin kjör- stjórn til að sjá um fram- kvæmd for- valsins og gera tillögu til kjördæmisráðs um uppröðun á framboðslista. Segja má að þessi ákvörðun flokksmanna í NV kjördæmi sé stíl- brot miðað við flest önnur kjör- dæmisfélög flokksins. Í Reykja- vík, Suðurkjördæmi og Norðaust- urkjördæmi hefur nú þegar verið ákveðið að uppröðun verði viðhöfð við val á lista. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvað kjördæmisráðið í Kragan- um hyggst gera. Samkvæmt heim- ildum Skessuhorns er hópur flokks- manna VG sem vildi knýja fram forval og vitað að fleiri munu bjóða sig fram gegn núverandi forystu. Þingmaður VG í Norðvesturkjör- dæmi er Lilja Rafney Magnúsdóttir og fyrsti varaþingmaður Lárus Ást- mar Hannesson. Á aðalfundi kjör- dæmisráðs var einnig kosin stjórn en hana skipa Steinunn Rósa Guð- mundsdóttir, formaður, Bjarki Þór Grönfeldt og Rún Halldórsdóttir. mm Vinstri grænir ákveða forval í NV kjördæmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.