Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201614 Veðrið lék við íbúa á Vesturlandi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Fjöl- menni sótti hátíðarhöld í tilefni dagsins, en margir voru þó á far- aldsfæti. Til dæmis er talið að um 20% þjóðarinnar hafi verið erlendis á þessum degi, margir meðal annars staddir í Frakklandi að fylgjast með EM í knattspyrnu karla. Hallbera fjallkona á Akranesi Glæsileg hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna fór fram á Akranesi. Um morguninn var bæjarbúum boðið upp á þjóðlega dagskrá við Byggðasafnið í Görðum og eft- ir hádegi var skrúðganga sem end- aði á Akratorgi og við tók fjölbreytt dagskrá. Fjallkona Akurnesinga var lansliðskonan í knattspyrnu; Hall- bera Guðný Gísladóttir, en hún flutti ljóð Matthíasar Johannessen, Ísland í draumi þínum. ,,Ég er vön að skarta bláum búningi en þessi var óvenjulegur,“ sagði Hallbera, en hún hefur leikið með landsliði Íslands frá 2008. Undanfarið hefur Hall- bera Guðný vakið athygli á jafnrétt- ismálum í knattspyrnuheiminum og hlotið verðskuldaða athygli fyr- ir. Auk þess flutti Hanna Þóra Guð- brandsdóttir þjóðsöng Íslands við undirleik Birgis Þórissonar á Akra- torgi. Síðar um daginn var bæjar- listamaður Akraness 2016 heiðrað- ur, en um það má lesa í annarri frétt hér í blaðinu. Fjöldi ungra tónlist- armanna og dansara stigu jafnframt á svið. Meðal annars frumflutti ung tónlistarkona, Inga María Hjartar- dóttir frumsamið lag. Rætt var við Ingu Maríu í Skessuhorni í síðustu viku. Þá skemmti Lína langsokk- ur krökkunum eins og henni einni er lagið. Að kvöldi hátíðardagsins voru tvennir tónleikar í Stúkuhús- inu í Görðum. Dúóið Travel Tunes Iceland flutti íslensk þjóðlög og sitt- hvað fleira var í gangi. Sæmundur heiðraður í Snæfellsbæ Hátíðarhöldin á 17. júní í Snæ- fellsbæ fóru að venju fram í Ólafsvík. Margt var um að vera. Má þar nefna Landsbankahlaupið fyrir börnin og var keppt í nokkrum hlaupalengd- um. Þátttaka var mjög góð í hlaup- inu. Síðan var farið í skrúðgöngu frá íþróttahúsinu niður á Þorgrímspall þar sem skemmti- og hátíðardag- skráin fór fram. Sigrún Ólafsdótt- ir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Snæ- fellsbæjar setti hátíðina en kynnir var Gunnhildur Hafsteinsdóttir. Síðan var ávarp fjallkonu en að þessu sinni var það Rakel Sunna Hjartardóttir í því hlutverki. Sr. Óskar Ingi Ingason sóknarprestur ásamt kirkjukórnum voru með helgistund og tónlistar- atriði voru í boði. Ingó töframað- ur sýndi töfrabrögð við mikla hrifn- ingu barna og hin vinsæla froðu- veisla var í boði Slökkviliðs Snæ- fellsbæjar. Kunnu börnin svo sann- arlega að meta það framtak slökkvi- liðsins og réðu sér vart fyrir kæti. Fjölbreytt dagskrá í Hólminum Ýmislegt var til gamans gert í Stykk- ishólmi á þjóðhátíðardaginn. Kyn- legir kvistir, uppgerðir traktor- ar, hestamannafélagið reiddi undir börnunum og Símon Sævarsson setti met í kassastöflun. Gunnar Gunn- arson opnaði ljósmyndasýningu á verkum Gunnars Rúnars Ólafssonar (1917-1965), föður Gunnars. Hátíðarhöld á tveimur stöðum í Dölum Hátíðarhöld á 17. júní í Búðar- dal voru með nokkuð hefðbundnu sniði. Farin var skrúðganga frá dval- arheimilinu Silfurtúni að félags- heimilinu Dalabúð þar sem fjallkon- an ávarpaði gesti auk þess sem Þor- grímur Einar á Erpsstöðum flutti hátíðarávarp. Sonur hans Guð- mundur Kári tók lagið. Að því loknu stóð skátafélagið Stígandi fyrir leikj- um fyrir unga sem aldna á svæðinu. Í Saurbæ í Dölum grilluðu sveitung- ar saman við félagsheimilið Tjarnar- lund og snæddu við langborð í blíð- skaparveðri. Froðubrautin sló öllu við Þjóðhátíðardagurinn fór vel fram í Grundarfirði. Ungmennafélag Grundarfjarðar sá um dagskrána en hún var nokkuð vegleg þetta árið. Grundar- og Kvernárhlaupið fór fram venju samkvæmt en eftir að hlauparar komu í mark var boð- ið uppá andlitsmálningu á víkinga- svæðinu. Svo var skrúðganga frá víkingasvæðinu upp á íþróttavöll þar sem að keppt var í sápubolta ásamt því að Slökkvilið Grundarfjarðar var með sápurennibraut í brekkunni. Golfklúbburinn var með „snag“ kennslu fyrir byrjendur og hestaeig- endafélagið bauð öllum á bak. Svo var frítt í sund fyrir alla. Fagnað víða í landstóru sveitarfélagi Fjölbreytt dagskrá fór fram á nokkr- um stöðum í Borgarbyggð á þjóðhá- tíðardaginnjúní. Hátíðarhöld voru í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og í Lundarreykjadal. Skrúðganga var frá Borgarneskirkju í Skalla- grímsgarð þar sem hátíðardagskrá stóð fram á eftirmiðdaginn í prýð- isveðri. Fornbílum og bifhjólum var ekið um Borgarnes eftir hádegið og vakti aksturinn mikla athygli. Meðfylgjandi myndir tóku ljós- myndarar Skessuhorns og aðrir íbú- ar víðsvegar um landshlutann. Þeim er þakkað liðleigheit fyrir að fá að birta myndirnar. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní hér og þar á Vesturlandi Hallbera Guðný Gísladóttir fjallkona á Akranesi kvaðst vön því að klæðast bláu, enda verið fastur fulltrúi í lands- liði kvenna í knattspyrnu frá 2008. Ljósm. emg. Rakel Sunna Hjartardóttir var fjallkonan í Ólafsvík. Ljósm. af. Glansandi fínir forntraktorar glöddu augu íbúa í Stykkishólmi. Ljósm. sá. Lagið tekið í Hólminum. Ljósm. sá. Tvær ungar blómarósir í Skallagríms- garði. Ljósm. óör. Fjallkonan í Stykkishólmi var Gunn- hildur Gunnarsdóttir. Tók hún sig vel út í búningnum. Ljósm. sá.Ungt söngfólk í Borgarnesi hér með Evu Margréti Eiríksdóttur. Ljósm. óör. „Löggur þurfa líka knús.“ Þessi skemmtilega mynd var tekin á Akratorgi á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. þs. Leikið í froðuveislunni í Ólafsvík. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.