Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201618 mjög spennandi og tilkomumik- ið í senn enda aldrei hægt að vita hvað skepnurnar gera. „Þeim gæti dottið í hug að fara að leika sér að bátnum og þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum,“ segir hann. „Mað- ur er bara nógu vitlaus til að róa innan um þá,“ bætir hann við hlær. Unnsteinn notar kajakinn mik- ið en þá aðallega við veiðar á fugli og sel. „Það er allt annað að veiða á svona kajak en á bát með utan- borðsmótor. Dýrin eru ekki nærri eins stygg þegar maður er á svona fleyi,“ segir hann en kajakinn hef- ur reynst honum vel. „Maður nær einhvern veginn að tengjast nátt- úrunni meira svona,“ bætir hann við. 1,6 tonn að þyngd Hvalurinn Thunderstorm kem- ur til Grundarfjarðar á hverju ári en Marie Mrusczok leiðsögumað- ur hjá Láki tours hefur fylgst með og skrásett ferðir hans í nokkur ár. Thunderstorm er nokkuð auð- þekkjanlegur enda er hann með nokkur ör og rispur ásamt því að vera með auðþekkjanlegan ugga. Marie, ásamt Mandy Nachbar konu Unnsteins, aðstoðaði Unn- stein við að mála og setja ör á hval- inn enda mikill sérfræðingur um háhyrninga. Thunderstorm kem- ur úr níu dýra fjölskyldu en sá nýjasti bættist við nú í febrúar á þessu ári. Marie hefur séð þenn- an einstakling yfir þrjátíu sinn- um á þeim þremur vetrum sem hún hefur starfað í Grundarfirði. Styttan af Thunderstorm er nán- ast í raunstærð en ugginn nær 180 cm upp í loftið en heildar hæðin á verkinu er 260 cm og lengdin 320 cm. Unnsteinn hóf smíðina í mars á þessu ári og lauk við hana nú í júní. Alls vegur styttan 1.650 kg og voru það ófáar stundirnar sem fóru í smíðina. „Já, þetta voru í kringum 150 vinnustundir sem fóru í verkið,“ segir Unnsteinn og kvaðst alveg vera tilbúinn í svona aftur ef einhver hefði áhuga á að kaupa. „Já, ég myndi skoða það ef einhver myndi falast eftir svona en annars er þetta ekki á döfinni hjá mér.“ Unnsteinn hefur mikið verið að stoppa upp fugla og önnur dýr en kvaðst vera orðinn þreyttur á því. „Ég var orðinn svolítið þreytt- ur á uppstoppun og ákvað að ráð- ast í þetta verkefni.“ Hvalurinn er byggður upp á krossviðsgrind sem er steypt með járnagrind og járnamottum. „Þetta er gríðarlega sterkt og ég er nokkuð viss um að ekkert hefði komið fyr- ir styttuna þó að við hefðum sturt- að henni af vörubílspallinum,“ seg- ir Unnsteinn brosandi. Styttan er virkilega glæsileg og vel heppnuð og setur fallegan svip á Paimpol garð- inn í Grundarfirði þar sem hún fær nú að njóta sín. tfk Brákarhátíð verður haldin næst- komandi laugardag í Borgarnesi. Að sögn skipulagsaðila verður nóg um að vera og höfðað til allra aldurs- hópa. Að venju hefst hátíðin klukk- an 9:00 að morgni á Brákarhlaupi, frá Granastöðum niður að Land- námssetri. Þess má geta að Þorgerð- ur Brák hljóp á sínum tíma, með Skallagrím á hælunum, frá Grana- stöðum við Sandvík niður að Brák- arsundi þar sem hún lét lífið. Í lok hlaups býður kvenfélagið upp á dög- urð á planinu við Landnámssetrið. Eftir það tekur við ýmiskonar dag- skrá. Fyrir hádegi verður boðið upp á bátasiglingar og víkingaskart fyrir börnin. Eftir hádegi verður skrúð- ganga Michelle frá Eyjunni og upp í Skallagrímsgarð, þar sem skátar verða með kaffisölu og boðið verður upp á fjölskyldudagskrá. „Þar verð- ur hátíðarræða, spurningakeppni, verðlaunaafhending, tískusýning í boði Rauða krossins, tónlist og fleira. Tuddinn frá Hálsi í Kjós verða með hundrað prósent grasfóðrað nautakjöt í heimsins bestu borgur- um og Rauða kross búðin í Borgar- nesi verður með pokadag í búðinni;“ segir Hlédís Sveinsdóttir verkefnis- stjóri. Þá verður einnig víkinga- markaður á Brákarhátíðinni milli kl. 14 og 17. Farin verður kvöldganga frá Brákarhlíð að Englendinga- vík klukkan 18, þar sem létt harm- onikkutónlist verður spiluð á plani. „En það byrja alls konar skemmti- legheit fyrr. Til dæmis verða Svavar Knútur og Kristjana á Landnáms- setrinu á fimmtudaginn klukkan 21 og svo eru auðvitað götu- og hverf- agrillin á föstudeginum. Bærinn er skreyttur miklu fyrr og almennt mikið stuð á fólki,“ segir Hlédís. Á milli kl. 18:30 og 20 verður miðaft- anvaka í Englendingavík. „Þar verð- ur tengdasonur Borgarfjarðar, Jógv- an Hansen, og Danni Tjokkó. Ef Ísland kemst í 16 liða úrslit verður leiknum varpað á tjald. Við endum hátíðina svo á balli með hljómsveit- inni Buffi í Hjálmakletti.“ Hverfin skreytt Að venju verður Borgarbyggð skipt upp í litasvæði; Borgarnes skiptist í þrjú hverfi, Hvanneyri í eitt hverfi og sveitin myndar tvö hverfi, „vestan og austan Hvítár,“ eins og segir í til- kynningu. Íbúar munu skreyta göt- ur sínar í viðeigandi litum og dóm- nefnd mun aka um Borgarnes og Hvanneyri en sveitabæirnir senda inn myndir í gegnum samskipta- miðilinn Facebook. Að endingu verða verðlaun veitt fyrir skemmti- legasta hverfið, frumlegustu götu ársins og flottasta sveitabæinn. Allur undirbúningur hátíðarinnar er unn- inn í sjálfboðavinnu með stuðningi frá fyrirtækjum og sveitarfélaginu Borgarbyggð. „Það er hann Eiríkur Jóns sem ber hitann og þungann af þessu, elsku drengurinn. Ég vil beina því til fólks að vera nú huggulegt við hann, lauma að honum eins og einu knúsi eða allavega „high five“ fyrir þetta. Hann á það inni,“ segir Hléd- ís. „Konan hans Kristín er með hon- um í þessu, sem og Rúnar Gísla. Ég reyni svo að þvælast fyrir þeim bæði á fundum og í fjarskiptum,“ segir Hlédís að endingu. grþ Brákarhátíð verður um helgina Skrúðgangan verður á sínum stað á Brákarhátíðinni í ár. Unnsteini Guðmundssyni í Grund- arfirði er margt til lista lagt en hann starfar sem vélstjóri hjá G.Run hf þegar hann er ekki að hanna vél- ar eða smíða listaverk. Hann hann- aði til að mynda sporðskerann sem fjallað var um í Skessuhorni á síð- asta ári. Unnsteinn hefur nýlokið við smíði á stærðarinnar hvalsugga sem prýðir nú Paimpol garðinn í Grundarfirði. „Ég fékk þessa hug- mynd í mars 2013 þegar ég var að róa á kajak á Grundarfirði innan um alla hvalina,“ segir Unnsteinn í léttu spjalli við fréttaritara. „Ég sat í kajaknum á spegilsléttum firðin- um þegar þessi uggi kom upp rétt fyrir framan mig.“ Unnsteinn smellti meðfylgj- andi mynd af hvalnum Thunder- storm. „Svo var það skömmu síðar að ég sé þennan ugga koma synd- andi að mér og rétt áður en hann kemur að bátnum leggst hann á hliðina og syndir undir mig. Við horfumst í augu í eitt augnablik og virðum hvorn annan fyrir okkur áður en hann syndir áfram,“ segir Unnsteinn og kvað það hafa verið magnað augnablik enda mikilfeng- leg skepna. „Vissulega fór aðeins um mann þegar þeir voru að koma upp svona rétt við okkur enda óút- reiknanleg dýr,“ bætir Unnsteinn við. Aðspurður um hræðslu seg- ir Unnsteinn að þetta hafi verið Smíðaði afsteypu af góðkunningja Grundarfjarðar Hérna er mynd af Thunderstorm sem Unnsteinn tók af kayaknum sínum. Unnsteinn að koma listaverkinu fyrir á vörubílspalli fyrir flutninginn. Unnsteinn við listaverkið í Paimpol garðinum. Thunderstorm kominn á áfangastað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.