Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 25 Leifsbúð óskar eftir starfsmanni í sumarstarf Starfið felur í sér þjónustu og afgreiðslu, létta matreiðslu og almenn þrif. Áhuga- samir geta sent okkur póst á he1008@ hotmail.com eða hringt í 823-0100. Endilega látið ferilskrá fylgja. Herbergi óskast til leigu – Borgarnes eða Akranes Íslenska gámafélagið óskar eftir að taka herbergi/stúdíóíbúð á leigu fyrir starfs- mann sinn sem fyrst. Borgarnes eða Akranes kemur hvort tveggja til greina, einnig nærsveitir. Upplýsingar í síma 840-5780, Einar. Óska eftir herbergi/stúdíóíbúð til leigu Óska eftir herbergi eða lítilli íbúð í Borgarnesi til að vera í yfir næstu önn í skóla, frá miðjum ágúst fram í miðjan desember. Endilega hafið samband í síma 857-5946. Óska eftir íbúð til leigu í Borgarnesi Vantar íbúð í langtímaleigu, þarf að hafa 3 svefnherbergi. Öruggum greiðslum heitið og góðri umgengni.Sími :780-7989 Guðný Gísladóttir. Kaffihús á Akranesi til sölu – tækifæri í ferðaþjónustu Rekstur kaffihússins Skökkin café á besta stað við Akratorg er til sölu. Um er að ræða sjarmerandi kaffihús í góðu leigu- húsnæði. Vaxandi ferðamannastraumur og mikill annatími framundan. skagafer- dir@gmail.com Sumarbeit Getum tekið hross í sumarbeit í Borgar- firði. Upplýsingar í síma eða tölvupósti. Sigurbjörn 699-7566 og Ella 699-7569. Snæfellsbær - fimmtudagur 23. júní Selaskoðun á Búðum. Brottför er frá Búðakirkju kl. 12:30. Gamlar minjar útgerðar við Frambúðir verða skoðaðar og gengið vestur í Selavík þar sem oft má sjá seli. Ganga í misgreiðfæru landi og nauðsynlegt að vera vel skóaður. Lengd ferðar 2 - 3 klst. Borgarbyggð - fimmtudagur 23. júní Íbúafundur vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Hjálmakletti kl. 20. Unglinga- landsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 28. júlí - 1. ágúst 2016. Íbúafundinum er ætlað að upplýsa íbúana um þá þætti unglinga- landsmótsins sem munu koma til að hafa áhrif á daglegt líf íbúanna meðan á móti stendur. Seinast var unglingalandsmót í Borgarnesi 2010 og voru keppendur þá 1.700 og með aðstandendum voru um 13.000 manns voru í Borgarnesi móts- dagana. Er því um mikla lyftistöng að ræða fyrir samfélagið allt og mikilvægt að íbúar séu vel upplýstir til að mótið geti gengið sem best fyrir sig. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 23. júní Okkar ástsælu Svavar Knútur og Kristjana halda tónleika í Landnámssetrinu kl. 21. Akranes - föstudagur 24. júní Aldursflokkameistara Íslands 2016 verður haldið helgina 24.-26. júní í Jaðarsbakka- laug í samstarfi við Sundfélag Akraness. Snæfellsbær - föstudagur 24. júní Farið verður í sólstöðugöngu á kl. 22 og er áætlað að koma til baka um miðnætti. Hist verður við gatnamót Útnesvegar og Eysteinsdalsvegar og ekið að göngu- brúnni yfir Móðulæk í mynni Eysteinsdals. Göngur eru gestum að kostnaðarlausu. Snæfellsbær - laugardagur 25. júní Snæfellsjökulshlaupið er nú haldið í 6. skipti. Undanfarin ár hefur veðrið leikið við hlaupara, aðstandendur þeirra og áhorfendur - og við höfum enga ástæðu til að ætla að það verði eitthvað annað uppi á teningnum þetta árið. Ef þú ert ekki búin/n að skrá þig, en langar að hlaupa, þá er hægt að skrá sig á hlaup. is. Nánari upplýsingar er svo hægt að nálgast á Facebooksíðu hlaupsins. Borgarbyggð - laugardagur 25. júní Kaffihlaðborð. Kvenfélag Stafholtstungna verður með kaffihlaðborð á kosningadag- inn í Þinghamri frá kl 14 til 17. Allur ágóði rennur til góðra málefna. Borgarbyggð - laugardagur 25. júní Brákarhátíð í Borgarnesi. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá hátíðarinnar má sjá nánar á blaðsíðu 7. Snæfellsbær - laugardagur 25. júní Djúpalónssandur - Dritvík. Sjórinn gaf og sjórinn tók. Gestir hitta landverði við bílastæðið á Djúpalónssandi kl. 14. Gengið um Djúpalónssand og til Dritvíkur. Á leiðinni eru völundarhús og búðarústir, norðan Dritvíkur eru fisk- reitir. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á. Snæfellsbær - sunnudagur 26. júní Barna- og fjölskyldustund á Malarrifi kl. 11. Landverðir taka á móti börnum við gestastofuna á Malarrifi og rannsaka með þeim náttúruna, segja sögur, fara í leiki og margt fleira. Barnastundir eru miðaðar við börn 6 - 12 ára. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnum sínum. 1 klst. Snæfellsbær - sunnudagur 26. júní Malarrif - Svalþúfa. Lífið í bjarginu kl. 16. Gestir hitta landverði við gestastofuna á Malarrifi. Gengið að Lóndröngum sem eru glæsilegir útverðir þjóðgarðsins. Sagt frá minjum um vermennsku fyrri tíma. Gengið á Svalþúfu þar sem Kolbeinn Grímsson og Kölski kváðust á forðum. Borgarbyggð - sunnudagur 26. júní Gönguferð með leiðsögn frá Borg á Mýrum upp í Einkunnir. Leiðin er um 5 km. og á leiðinni eru merkar minjar og gott útsýni yfir Borgarfjörðinn og Mýrar. Leiðsögumaður er Hilmar Már Arason formaður umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna. Þar sem gönguleiðin liggur um mýrar að hluta er gott að vera í skóbúnaði sem þolir bleytu. Aðgangur ókeypis. Brottför frá Borg kl. 10. Borgarbyggð - sunnudagur 26. júní Helgihald í Reykholtskirkju 4.sd. e. trin kl. 11. Ferming. Borgarbyggð - sunnudagur 26. júní Gengið um sögustaðinn. Snorrastofa býður til gönguferðar um Reykholt með nokkrum áningum kl. 16. Þar verður rakin saga mannlífs og mannvirkja um aldir undir leiðsögn sr. Geirs Waage og Óskars Guðmundssonar rithöfundar. Borgarbyggð - þriðjudagur 28. júní Ráðstefna um fjölkerfafræði í Reykholti frá kl. 10 til 15:30. Alþjóðasamtök um fjölkerfafræði standa fyrir sinni fyrstu ráðstefnu í Reykholti 28. til 29. júní. Fjölkerfafræðin, sem var þróuð af ísraelska bókmenntafræðingnum Itamar Even-Zohars á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, kortleggur með hvaða hætti bókmenntakerfi samfélaga tengjast öðrum kerfum innan samfélagsins og með hvaða hætti ólík bókmenntakerfi skarast. Skrif Even-Zohars höfðu meðal annars mikil áhrif á þróun þýðingafræða. Fræðimenn á sviði bókmenntafræði og þýðingafræða eru hvattir til að kynna sér þessa fjölbreyttu ráðstefnu. Aðgangur er ókeypis en gestafjöldi takmarkaður þannig að þeir sem áhuga hafa á að sækja ráðstefnuna eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið jkh(hjá)hi.is. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands ÝMISLEGT ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU 16. júní. Drengur. Þyngd 3.724 gr. Lengd 53 sm. Foreldrar: Íris Rut Sigurbergsdóttir og Halldór Orri Björnsson, Garðabæ. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. 19. júní. Drengur. Þyngd 3.580 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Stella Hallsdóttir og Guðjón Örn Helgason, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Sumarstarf Óskum eftir að ráða þjónustulipran sumarstarfsmann. Vínbúðin Grundarfirði Hæfniskröfur - Jákvæðni og rík þjónustulund - Góð hæfni í mannlegum samskiptum - Stundvísi og dugnaður - Almenn tölvukunnátta - Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri - Sakavottorðs er krafist Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felst í þjónustu, afgreiðslu, uppstillingu á vörum, vörumóttöku og umhirðu búðar Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is Umsóknarfrestur er til og með 4.júlí.2016 Ráðið verður í stöðuna sem fyrst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Vinnutími er: mán-fim15:30-18:30 og fös 12:30-18:30 Nánari upplýsingar veitir Þórdís Anna Guðmundsd. (grundarfjordur@vinbudin.is - 438 1220) ÁTVR rekur 50 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Gildi Vínbúðanna eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum Þessi tveir hópar stúlkna á Akranesi héldu nýverið tombólur. Afrakstur- inn gáfu þær RKÍ deildinni á Akra- nesi sem þakkar þeim kærlega fyrir stuðninginn. -fréttatilkynning Héldu tombólur og gáfu til RKÍ Högna Maren 12 ára og Kolfinna Eir 9 ára héldu tombólu og söfnuðu 3.871 kr. Elísa Daðadóttir, Sylvía Þórðardóttir og Ísafold Lilja Benediktsdóttir, allar 10 ára, héldu tombólu og söfnuðu 4.480 kr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.