Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 19. árg. 22. júní 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS 25. JÚNÍ BRÁKARHÁTÍÐ BORGARNESI 2016 25. JÚNÍ www.brakarhatid.is SK ES SU H O R N 2 01 6 7 dagar í Írska og við teljum niður... Unnsteini Guðmundssyni í Grundarfirði er margt til lista lagt. Hann hefur nú nýlokið við smíði á stærðarinnar hvalsugga sem búið er að koma fyrir í Paimpol garðinum í Grundarfirði. Um söguna á bakvið gerð listaverksins má lesa á bls. 18 í Skessuhorni vikunnar. Ljósm. tfk. Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur lýst yfir áhuga á að efna til viðræðna um hugsanlega samein- ingu fjögurra sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi. Um er að ræða sveitar- félögin Stykkishólmsbæ, Helga- fellssveit, Eyja- og Miklaholts- hrepp og Grundarfjarðarbæ. Með slíkri sameiningu yrði til sveit- arfélag með um 2.200 íbúa. Að sögn Sturlu Böðvarssonar bæjar- stjóra Stykkishólmsbæjar hefur síðustu misseri verið unnið skipu- lega að því í Stykkishólmi að kort- leggja þá kosti sem bærinn hefur svo fjölga megi atvinnutækifærum, íbúum og bæta búsetukosti í bæn- um. Horft hafi verið til ýmissa at- riða og efnt hafi verið til samkomu sem kölluð var „hugarflugsfund- ur.“ „Þar mættu til samráðs með heimamönnum brottfluttir vild- arvinir bæjarins og ráðgjafar. Ein af forsendum fyrir tillögum hóps- ins var að auka hagkvæmni í rekstri sveitarfélagsins með því að sam- eina þessi fjögur sveitarfélög. Með þeirri sameiningu fengist um 2.200 íbúa sveitarfélag sem gæti orðið mjög öflugt til sóknar og varnar í þágu íbúa,“ segir Sturla. Grundarfjörður vill viðræður Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur þegar fjallað um tillögurnar og sam- þykkti að fela Sturlu að leita eftir við- ræðum við allar sveitarstjórnirnar þrjár um tillöguna um nýtt sveitar- félag. „Í umræðum um sameiningu á „Hugarflugsfundinum“ var það nefnt að nýtt sameinað sveitarfélag gæti borið vinnuheitið „Eyrbyggjabær,“ þar sem nágrannar okkar hafa náð til sín Snæfellsnesnafnbótinni með því að stofna Snæfellsbæ. Með sam- einingu Staðarsveitar, Breiðuvíkur, Neshrepps utan Ennis, Ólafsvíkur og Fróðárhrepps náðist góður árangur sem hefur orðið til þess með öðru að hagræðið sem sameiningunni fylgdi hefur leitt til þess að Snæfellsbær er mjög öflugt sveitarfélag hvað efna- hag og rekstur varðar. Með samein- ingu hinna fjögurra sveitarfélaganna á Snæfellsnesi gæti eins farið og orð- ið til annað mjög öflugt samfélag í öllu tilliti,“ segir meðal annars í bréfi Sturlu sem sent var til sveitarstjór- nanna þriggja. Þá óskaði hann eftir því að oddvitar, forsetar bæjarstjórna og bæjarstjórar komi saman til að fara yfir hugmyndirnar og verði það gert í tengslum við ársfund Héraðsnefndar Snæfellinga sem boðað verður til inn- an tíðar. Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur hugmyndir um viðræður sveit- arfélaganna áhugaverðar og lýsir yfir vilja til viðræðna. „Bæjarstjórn telur þó nauðsynlegt að Snæfellsbæ verði einnig boðið að slíkum viðræðum, þar sem farið yrði yfir kosti og galla þess að sameina öll fimm sveitarfé- lögin á Snæfellsnesi,“ segir í fundar- gerð bæjarstjórnar Grundarfjarðar fyrr í mánuðinum. Ef af fyrrgreindri sameiningu yrði, verða tvö sveitarfé- lög á Snæfellsnesi; Snæfellsbær með 1.663 íbúa og „Eyrbyggjabær“ með 2.200. grþ Áhugi fyrir sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi Stykkishólmsbær hefur lýst yfir áhuga á að efna til viðræðna um hugsanlega sam- einingu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi með vinnuheitið „Eyrbyggjabær“. Hann er þarna auðkenndur með bláum lit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.