Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2016 27 Rallað um heiðir á Ströndum á laugardaginn Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur stendur fyrir annarri umferð Íslandsmótsins í rallý um næstu helgi. Að þessu sinni verður hald- ið til Hólmavíkur og haldin keppni í samstarfi við öfluga heimamenn. Á laugardag hefst keppni á Trölla- tunguheiði en um hana verður ekið til skiptis við Steinadalsheiði. Áætlað er að keppni ljúki kl. 17.40 með tilkynningu úrslita og verð- launaafhendingu við Félagsheimili Hólmavíkur. Ekki hefur verið hald- in rallýkeppni í nágrenni Hólma- víkur í sextán ár og er eftirvænting því mikil meðal keppenda að prófa nýjar akstursleiðir. Búast má við að bæði þeir Sig- urður Bragi Guðmundsson og Að- alsteinn Símonarson mæti sem og Keli Vert í Langaholti og Þórarinn Þórsson, en þeir síðarnefndu keppa í jeppaflokki. Þá má einnig búast við að systkinin Daníel og Ásta Sigurð- arbörn mæta til leiks, Daníel sem fagnar fertugsafmæli sínu í vikunni er einmitt einn þeirra fáu keppenda sem keppt hefur í nágrenni Hólma- víkur. Verður spennandi fyrir ral- lýáhugafólk að fylgjast með hversu vel þessum köppum öllum gengur að aka um fáfarna fjallvegi Stranda. Nánari upplýsingar um keppnina má sjá á bikr.is mm/gjg Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Hvaða grillmatur þykir þér bestur? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ingunn Hallgrímsdóttir „Svínakjöt“ Guðrún Blöndal og með á myndinni er Stefanía Rut Sæ- þórsdóttir „Lambakjöt“ Bergur Garðarsson „T-Bone“ Barbro Glad „Lambainnlæri með bökuðum kartöflum og grilluðum maís- stönglum“ Jórunn Friðriksdóttir „Lambakjöt“ SK ES SU H O R N 2 01 6 Forsetakosningar 2016 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Akraneskaupstaður Forsetakosningar fara fram laugardaginn 25. júní 2016, kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Brekkubæjarskóli Nýbygging, gengið inn frá Vesturgötu I. kjördeild Akurgerði til og með Grundartúni II. kjördeild Hagaflöt til og með Reynigrund III. kjördeild Sandabraut til og með Þjóðvegi Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 433-1315 / 864-5528. Netfang: kosning@akranes.is Akranesi, 21. júní 2016. Yfirkjörstjórn Akraneskaupstaðar Hugrún Olga Guðjónsdóttir Björn Kjartansson Einar Gunnar Einarsson ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Snæfell varð Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna á síðasta tímabili. Sex leikmenn skrifuðu fyrir helgi undir nýjan samning við liðið og ætla því að hjálpa því að verja titilinn á komandi tímabili. Um er að ræða þær Andreu Björt Ólafsdóttur, Önnu Soffíu Lárús- dóttur, Helgu Hjördísi Björgvins- dóttur, Hrafnhildi Magnúsdóttur, Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur og Maríu Björnsdóttur. Það eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir Snæfell að ná að halda þess- um leikmönnum fyrir næsta tímabil. Staðan með erlendan leikmann hjá Snæfelli er enn óráðinn en á síðustu leiktíð spilaði Haiden Denise Palmer með liðinu. bþb Frá undirskriftinni fyrir helgi. Ljósm: Heimasíða Snæfells. Snæfell framlengir samninga við sex leikmenn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hef- ur verið meðal bestu körfuknatt- leikskvenna á Ís- landi undanfarin ár. Hún hefur nú skrif- að undir samning um að spila með gamla uppeldisfélaginu á næstu leik- tíð í efstu deild. Sigrún Sjöfn spilaði á síðustu leiktíð með Grindavík í Dom- ino‘s deild kvenna en hún lék tvo leiki með Skallagrími í fyrstu deild kvenna í upphafi tímabils áður en hún gekk til liðs við Grindavík. Sigrún hefur spilað yfir 40 landsleiki fyrir hönd Íslands og verið í atvinnumennsku. Hún spilaði í sænsku úrvalsdeildinni með liði Norrköping Dolphins áður en hún kom aftur til Íslands í fyrra. Á síðustu leiktíð var Sigrún með 11,8 stig, 8,7 fráköst og 34,4 stoð- sendingar að meðaltali í leik fyr- ir Grindavík. Sigrún er mikill liðs- styrkur fyrir lið Skallagríms sem spil- ar nú í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í fjörutíu ár. bþb Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í Skallagrím Náðst hefur samkomulag milli Jóns Þór Þórðarsonar og stjórnar Körfu- knattleiksfélags ÍA þess efnis að Jón Þór taki við aðalliði félagsins. Þetta staðfestir Örn Arnarson formann deildarinnar í samtali við Skessu- horn. Jón Þór tekur við starfinu af spilandi þjálfurunum Áskeli Jóns- syni og Fannari Helgasyni en búist er við því að þeir muni leika áfram með liðinu næsta haust. Jón Þór lét nýverið af störfum sem íþrótta- fulltrúi ÍA en þeirri stöðu hafði hann gegnt í áratug. Jón Þór þekk- ir félagið vel enda spilaði hann 249 leiki fyrir Skagann áður en hann hætti árið 2008. Leikjafjöldinn ger- ir hann að næstleikjahæsta leik- manni ÍA frá upphafi. Hann hefur einnig í mörg ár þjálfað yngri flokka í körfubolta á Akranesi og mun halda því því starfi áfram í vet- ur. S k a g a - menn kom- ust í úr- slitakeppni f y r s t u deildar á síðastu leik- tíð en duttu út á móti liði Fjöln- is. Skagamenn hefja því leik í fyrstu deildinni í haust líkt og undanfarin ár. bþb Jón Þór Þórðarson nýr þjálfari ÍA í körfuknattleik Jón Þór Þórðarson þjálfari. Ljósm. Facebook Körfuknattleiksfélags ÍA. Keli Vert og Þórarinn aka um á Toyota Hilux, eðalpickup. Sigurður Bragi og Aðalsteinn á fullri ferð í Reykjanesrallinu. Þær Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir leikmenn ÍA og Birta Guðlaugsdóttir leik- maður Víkings Ó. í knattspyrnu voru valdar í hóp U17 ára landsliðs- ins sem mun keppa á Norðurlanda- móti sem haldið verður í Noregi frá 30. júní til 8. júlí. Ísland mun leik í A-riðli á mótinu ásamt Dönum, Norðmönnum og Frökkum. Þær Bergdís og Fríða eru báð- ar fæddar árið 2000 en hafa spil- að leiki í Pepsi deild kvenna í sum- ar. Báðar spiluðu þær fyrstu lands- leiki sína fyrir U17 í maí á þessu ári. Birta Guðlaugsdóttir er árinu yngri og hefur enn ekki spilað leik fyr- ir U17 ára landsliðið en hún hefur komið við sögu í fjóru leikjum Vík- ings Ó. í sumar. bþb Þrjár stelpur af Vesturlandi valdar í U17 landsliðið í fótbolta Skagakonurnar Bergdís og Fríða voru valdar í U17 ára landsliðið. Birta Guðlaugsdóttir úr Víkingi Ó er nú í fyrsta skipti valin í landsliðshópinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.