Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201616 Sumarlesari vikunnar Sumarlestur 6-12 ára barna á Akranesi heldur áfram á bóka- safninu. Að þessu sinni er lesari vikunnar Lilja Petra Líndal Ara- dóttir. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Lilja Petrea Líndal Ara- dóttir og er 8 ára gömul. Í hvaða skóla ertu? Brekkubæj- arskóla á Akranesi. Hvaða bók varstu/ertu að lesa? Ég var að lesa Mörtu Smörtu eftir Gerði Kristnýju og er að fara að lesa Mömmu Klikk eftir Gunnar Helgason. Hvernig var bókin? Mjög skemmtileg bók um vinkonur sem hætta að vera vinkonur. Hvernig bækur finnst þér skemmtilegastar? Spennubæk- ur eru skemmtilegar og sérstak- lega spennandi ævintýrasögur. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Það er best að lesa uppi í rúmi. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Gerður Kristný er uppáhalds rithöfund- urinn minn og ég hef lesið marg- ar bækur eftir hana, en ekki allar. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég vil verða dýra- hirðir og vinna í Húsdýragarð- inum. Grunnskóli Snæfellsbæjar og Bóka- safn Snæfellsbæjar ætla að hvetja grunnskólabörn í Snæfellsbæ til að lesa í sumar. „Við ætlum einn- ig að hvetja foreldrana til að lesa með þeim. Átakið hófst 6. júní og stendur til 24. ágúst nk. Áherslan er á að lesa sér til ánægju en í leið- inni að efla lestur barna yfir sum- armánuðina því það er staðreynd að börn verða að viðhalda lestrar- kunnáttu sinni með áframhaldandi lestri yfir sumarið,“ segir Hilmar Már Arason skólastjóri Gunnskóla Snæfellsbæjar. Á bókasafninu er hægt að finna bækur fyrir alla aldurhópa þannig að allir geta fengið bækur við sitt hæfi. „Til að vera með í sumarlestri þarf að koma á Bókasafn Snæ- fellsbæjar og fá lestrarpésa og bækur að láni. Það þarf að lesa að minnsta kosti sex bækur yfir sumarið og gott ef börnin lesa fleiri. Einnig þarf að fylla út smá umsögn um bókina í lestrarpésann. Í lokin fá allir sem taka þátt í Sumarlestrin- um smá glaðning. Bókasafnið verður opið í sumar þrjá daga í viku í júní- mánuði. Á mánudögum og miðvikudögum er opið kl. 16-18 en á fimmtudögum klukkan 11 - 13. Frá fyrsta júlí er opið á mánudögum og mið- vikudögum klukkan 16-18. mm Sumarlestur í Bókasafni Snæfellsbæjar Sumarið er háannatími hjá fólki í ýmsum atvinnugreinum. Þeirra á meðal eru meindýraeyðar, sem nú hafa nóg að gera við að eitra hjá fólki fyrir gestum sem ekki eru alls staðar velkomnir. Ólafur Þór Jóns- son er meindýraeyðir frá Hríshóli í Hvalfjarðarsveit, skammt sunnan við Akranes. Hann hefur í nógu að snúast þessa dagana og er mest í því að eitra fyrir köngulóm um þessar mundir. Mikið af starrafló Ólafur segir skordýrin á svipuðu róli og undanfarin ár, en þau séu þó fyrr á ferðinni en í fyrra. „Það er mikið af litlum geitungabúum,“ segir Ólafur og sýnir blaðamanni Skessuhorns stærðina - eins og egg í stærra lagi. Hann segir það lofa góðu fyrir stofninn en blaðamanni hryllir við tilhugsunina, það lofar örugglega ekki jafn góðu fyrir þá sem eru hræddir við þessa tegund skordýra. Ólafur segir mest vera af trjágeitungi á ferðinni. „Það er minna af holugeitungnum en þess- ir sem eru í húsunum eru grimm- ir í ágúst,“ segir hann. Hann kann- ast ekki við að hafa rekist á neina nýbúa í skordýraheiminum og tel- ur ekkert nýtt vera í þessum efnum. „Ég held ekki. En það er mikið af trjámaðkinum núna, hann er kom- inn óvenju snemma. Ég tek það ekki, það þarf öðruvísi leyfi til að vera í því.“ Ólafur segir einnig vera töluvert um starrahreiður í sumar. „Það þarf að fjarlægja þau og eitra. Annars kemst lúsin út um allt, hún fer í grasið og víðar. Það er verst ef menn loka bara gatinu, loka á göm- ul hreiður og taka þau ekki í burtu og eitra. Þá kemur lúsin út í apríl, þá stökkva þær niður og skaðinn er skeður. Lúsin fer út um allt,“ seg- ir hann. Rugl að flugum fjölgi Það sem af er sumri hefur mest ver- ið að gera í köngulónum hjá mein- dýraeyðinum. Hann segir marga láta eitra fyrir þeim og að árangur- inn sé góður. Fólk losnar við þær það sem eftir lifir sumars. „Sumir hafa háþrýstiþvegið hjá sér og eru orðnir þreyttir á að kústa. Það er alveg sama, þær koma bara aftur. Stelpurnar þurfa alltaf að komast í sólbað eftir sem áður, hvort sem kallinn kústar eða maðurinn eitr- ar. Það eru allir í losti ef stelpurn- ar komast ekki á sólpallinn. Það er mest hringt þegar stelpurnar kom- ast ekki lengur í sólbað,“ segir hann og hlær við. Ólafur eitrar fyr- ir köngulónum á pallinum og utan á húsinu en hann eitrar ekki í garð- inum sjálfum. Blaðamaður spyr hvort ekki komi nýjar köngulær beint á pallinn, úr garðinum. „Jú, það getur komið vefur úr trjánum og inn á pallana aftur, jafnvel fleiri metra langur. En ef það er búið að eitra, þá fara þær ekki aftur á hús- ið. Eitrið dugar alveg út sumar- ið,“ segir hann. Margir sleppa því þó að láta eitra fyrir köngulónum og telja að það sé verri kostur en að leyfa þeim að vera. Ólafur segir það ekki rétt. „Það er bara rugl að það fyllist allt af flugum ef köngu- lærnar fara eða að eitrið fari illa með gróðurinn. Það er bara vit- leysa. Þetta er eins og með músa- eitrið sem var til 1940. Það var þannig að ef mýsnar komust í vatn þá lifðu þær. Það er ennþá í mann- fólkinu að músaeitrið síðan nít- jánhundruð og eitthvað hafi ekki virkað. Í dag eru þær dauðar þótt þær komist í vatn.“ grþ Fjarlægir óboðna gesti í húsum og görðum Ólafur að störfum, hér er eitrað fyrir köngulóm á palli á Akranesi. Ólafur Þór Jónsson, meindýraeyðir. Gunnar Sigurgeir Ragnarsson hef- ur verið ráðinn sem skipulags- og byggingafulltrúi Borgarbyggðar. Gunnar er með BSc gráðu í bygg- ingafræði frá Vitusbering Horsens í Danmörku og með sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Vest- urlands. Hann hefur starfað í bygg- ingaiðnaði í um aldarfjórðung og sem skipulags- og byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar síðasta árið. Alls sóttu fjórir um starfið. Aðrir umsækjendur voru Berglind Ragn- arsdóttir, Myrra Ösp Gísladóttir og Þorsteinn Birgisson. grþ Búið að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í Borgarbyggð Í maí síðastliðnum nam erlend greiðslukortavelta tæpum 20 millj- örðum króna samanborið við rúm- lega 13 milljarða í sama mánuði 2015. Um er að ræða 51,4% aukn- ingu á milli ára. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar kem- ur fram að kortavelta ferðamanna jókst á milli ára í öllum útgjaldaliðum í maí. Erlendir ferðamenn greiddu tæpar 600 milljónir með kortum sín- um til dagvöruverslana í maí, um 81% meira en í maí í fyrra en er- lend kortavelta í dagvöruverslun hef- ur fjórfaldast á síðustu fjórum árum. Kortavelta erlendra ferðamanna í verslun jókst um tæp 41% á milli ára en það sem af er árinu hafa erlend- ir ferðamenn greitt 8,2 milljarða í verslun með kortum sínum. Eins og síðustu mánuði var mestur vöxtur á milli ára í flugferðum, um 146%. Er maí sjöundi mánuðurinn í röð þar sem greiðslukortavelta vegna flug- ferða meira en tvöfaldast frá fyrra ári. Töluverð aukning var í kortaveltu ferðamanna til bílaleiga og greiddu ferðamann í maí rúmlega 1,8 millj- arða, um 43% meira en í sama mán- uði í fyrra fyrir bílaleigubíla. Það sem af er ári hafa ferðamenn eytt um 6 milljörðum í bílaleigubíla og sé elds- neyti, viðgerðir og viðhald bifreiða tekið með í reikninginn nam erlend kortavelta ferðamanna það sem af er ári til þessara flokka rúmum 8 millj- örðum. Kortaveltan í flokki bílaleiga hefur fjórfaldast frá árinu 2012. Í maí komu um 124 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 37% fleiri en í sama mánuði í fyrra. mm Kortavelta ferðamanna jókst um fimmtíu prósent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.