Skessuhorn


Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.06.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 201622 Vísnahorn Mönnum hefur orðið tíð- rætt um forsetaembættið að undanförnu sem eðli- legt er og ekki úr vegi að helga því svosem einn þátt eða allavega part af þætti. Skömmu eftir að Sveinn Björnsson var kjörinn fyrsti forseti Ís- lands sátu þeir saman í bakherbergi apóteksins á Húsavík Egill Jónasson og Helgi Hálfdanar- son, sem þá var þar apótekari. Þeir voru að tala um hve orðið forseti væri gott og næði vel yfir það sem þyrfti. Helgi sagði að það væri verra með forsetafrúna, það vantaði titil á hana. Eg- ill sagði eftir stutta umhugsun að það mætti vel kalla hana forsetningu. Í því kom viðskiptavin- ur inn í apótekið og Helgi varð að sinna hon- um en sagði um leið og hann fór fram: „Þú yrk- ir um þetta Egill á meðan ég er frammi.“ Kona Sveins Björnssonar var dönsk og Egill orti: Íslensk tunga þykir mikið þing en þó er stundum vafi á hinu rétta, fyrst að okkar aðal forsetning er eiginlega bara dönskusletta. Ásgeir Ásgeirsson var búinn að vera á þingi um skeið og fyrir nokkra flokka áður en hann fór í framboð til forseta. Hann var maður sát- ta og samstarfs en undirgefni við flokksa- ga takmörkuð. Kosningu átti hann þó jafnan vísa til Alþingis hvað sem flokkurinn hét enda maðurinn vinsæll en oft þótti hann loðinn í svörum. Um hann var kveðið í þingvísu fyrr á árum: Hann er að brölta í bárunum bólar á nokkra lokka. Hann er að fara úr hárunum. Hann er á milli flokka. Ef ég man rétt tilheyrði Ásgeir fyrst Fram- sóknarflokknum en gekk síðar í Alþýðuflok- kinn. Töldu sumir að hann væri tækifæris- sinni en réttara mun að maðurinn hafði sínar skoðanir og var trúrri sannfæringu sinni en flokksaganum. Um þetta orti Karl Ísfeld: Seint mun þrjóta Són og Boðn, seint munu Danir vinna Hveðn. Ekki minnkar Ásgeirs loðn, olíublettir sjást á Héðn. Ásgeir fór í sinni forsetatíð í heimsóknir út um land eins og títt hefur verið og að sjálf- sögðu var gert viðvart um þær fyrirfram. Nú heimsótti Ásgeir Suðurland eitt sinn og þót- ti þá Hvergerðingum og Ölfusingum við hæfi að koma til móts við hann á Kambabrún og hafa þar stuttan mannfögnuð og jafnvel flyt- ja forsetanum drápu. Fóru þeir þess á leit við séra Helga Sveinsson að hann tæki að sér yrk- ingarnar og tók hann því allvel. Kom hann stuttu síðar til þeirra sem hugmyndina áttu og kvaðst hafa lokið við fyrstu vísuna og vildi láta þá heyra: Hér er bjart á heiðarbrún. Heilsa þér í löngum röðum loðin engi, loðin tún. Loðingeir á Bessastöðum. Líklega er þarflaust að láta þess sérstakle- ga getið, að móttökunefndin falaðist ekki eft- ir því að hann yki drápuna. Kristján Eldjárn var maður prýðilega hag- mæltur en óvíst hvernig honum féll í raun lífið sem þjóðhöfðingi og þær skorður sem embættið setti honum. Einhvern tímann kvað hann: Það er erfitt orðið mér að una gerfilífi, taugakerfið orðið er eins og herfi í þýfi. Kristján orti á æskuárum sínum allfrægan brag um skólabróður sinn og vin sem þótti nokkuð upp á kvenhöndina. Við andlát sama manns orti hann hinsvegar: Sefur bróðir síðsta blund. Syrgir þjóð að vonum. Áttu góða ögurstund ótal fljóð með honum. Flestum byggðarlögum þykir það nokkur upphefð að geta tengt sig við forsetann ef þörf er á. Horfði allvel í vor fyrir Lunddælingum sem gátu um tíma tengt sig við þrjá framb- jóðendur og óvíst hvort aðrir hreppar hefðu staðið sig betur. Ólafur Ragnar á sömuleiðis tengingar aftur í bæði Lundarreykjadal og Skorradal enda var eftirfarandi limra ort í orðastað oddvita Skorradalshrepps sem gjar- nan vildi halda uppi íbúatölunni: ,,Svo Bakkakot Ólaf fékk alið“ Ekki var það nú svo galið. Ég ætti að geta vorn elsku forseta innfært í íbúatalið. Meðan Ólafur var enn í pólitíkinni tók hann eitt sinn þátt í kappræðuþætti í sjónvarpinu og varð það tilefni þessarar vísu eftir Birgi Hart- mannsson: Ýtar magna orðaskak, – andinn fagnar rímsvon. Aldrei þagnar andartak Ólafur Ragnar Grímsson. Vigdís okkar Finnbogadóttir hafði held ég óskoraða virðingu allra sem henni kynntust eitthvað meðan hún gegndi forsetastarfi. Þó slapp hún ekki frekar en aðrir við gagnrýni og þegar hún skrifaði undir EES samninginn á sínum tíma kvað Jakob Jónsson: Á fullveldið er dregið dánarlín því Davíð má ei hræða eða trufla. Það sést best að þú ert stúlka mín þægileg og bara falleg mubla. Um líkt leiti lýsti sami maður einum af núverandi forsetaframbjóðendum með þe- sum orðum: Íslendingar Davíð dá og dyggðir mannsins prísa. -Þetta er eins og allir sjá öfugmælavísa. Ritstjórar landsins hafa löngum búið við nokkuð misjafnt umtal manna á milli sem og reyndar vísnaþáttaritarar og fleiri stéttir. Séra Tryggvi Kvaran afgreiddi ritstjórana með þes- sari vísu: „Þú mátt eiga þetta lið það mun við þig stjana,“ sagði drottinn Satan við og sendi honum ritstjórana. Við Borgfirðingar höfum lengst af slop- pið nokkuð vel við drauga og ekki þurft að hafa stórar áhyggjur af þeim. Líklega hefur þó Hvítárvalla Skotta orðið hvað verklegust í sí- num tiltektum meðan hún var og hét. Þó ým- sir telji allt slíkt tóma vitleysu verður því var- la mótmælt að sumir menn virtust hafa tilh- neygingu til að sækja illa að og jafnvel eins og slíkt fylgdi ættum eða bæjum. Eitt sinn gisti Sauðamaður frá Hvítárvöllum í fjárhúsunum einhverra hluta vegna. Hvort sem ráðið hefur bylur eða vatnsflóð veit ég ekki en um kvöldið þegar hann er að búa sig til svefns segir hann út um rifu á hurðinni: Búið er um beðinn minn bráðum fer að skyggja. Kalt er úti komdu inn Hvítárvalla Skotta. Eitthvað virðast nú rímorðin hafa skolast til þarna en við skulum vona að einhver lesenda minna kannist við þessa sögu og geti frætt ok- kur betur um söguna og vísuna. Síðan mun hafa fylgt svarvísa frá Skottu sem byrjar: ,,Fáir viku vel að mér“ en meira hef ég ekki hey- rt eða minnsta kosti man ekki. Allavega var í þeirri vísu falin sú ósk að viðkomandi yrði gæ- fumaður og var sagt að það hefði gengið eft- ir. Mikið væri nú gaman ef einhver kannaðist við þessa sögu og gæti hjálpað til að rifja hana upp. En svo vikið sé að öðru þá var ég fyrir stuttu að spyrjast fyrir um um erindi sem mér þót- ti athyglisvert en hef nú komist að því að það birtist fyrst árið 1967 í riti Sögufélags Aus- turlands – Múlaþing. Er eftir Braga Sigurðs- son frá Seyðisfirði og ber titilinn ,,Við andlát Steins Steinars“. Í byggingu vorri er brostinn sá steinn, sem bjartur og fagur glóði. Hann stóð alltaf út úr stakur og einn, sterkur í smáu ljóði. Sá tónn, er hann söng, var tær og hreinn eins og tár, sem er grátið í hljóði. Þessi Bragi Sigurðsson mun hafa ver- ið sveitarstjóri í Ólafsvík um tíma og einnig blaðamaður á Alþýðublaðinu. Veit ég reyn- dar lítið um manninn en eitthvað fleira he- fur hann ort, hvort sem það hefur verið gert opinbert, og væri reyndar gaman ef einhver lumaði á kveðskap eftir þennan mann. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Ýtar magna orðaskak – andinn fagnar rímsvon Á eyðibýlinu Stálpastöðum í Skorradal stendur nú yfir ljós- myndasýning. Hún er samvinnu- verkefni Kristínar Jónsdóttur, ljósmyndara á Hálsum, og Huldu Guðmundsdóttur á Fitjum. Sýn- ingin var opnuð við hátíðlega at- höfn laugardaginn 11. júní síðast- liðinn og mun standa fram í ágúst. Á sýningunni gefur að líta tuttugu ljósmyndir í lit sem Kristín hefur unnið að með nokkrum hléum frá árinu 2014. Myndirnar eru allar af eyðibýlum í Skorradal og tekn- ar á mismunandi árstíðum. Ljós- myndirnar utandyra eru prentað- ar á álplötur sem þola bæði veður og vinda. Kristín segir marga hafa lagt hönd á plóg við uppsetningu sýn- ingarinnar, enda sé töluvert um- stang að setja upp sýningu af þessu tagi. Hulda á Fitjum hafi ver- ið helsti drifkrafturinn við und- irbúning sýningarinnar; séð um alla pappírsvinnu, styrkumsókn- ir, snyrtingu svæðisins og þvíum- líkt. Tryggvi á Hálsum á og rekur gröfufyrirtæki og gróf hann nið- ur staura til að halda myndunum á sínum stað. Fleiri styrktu uppsetn- ingu sýningarinnar, meðal ann- ars Skorradalshreppur, Uppbygg- ingarsjóður Vesturlands og Skóg- ræktin. Fyrir þá sem vilja sjá sýninguna á Stálpastöðum þá er hún 150 metra upp með gamla vegarslóðanum heim að bænum. Gott er mæta í þokkalegum gönguskóm því svæð- ið getur verið misblautt og ekki er verra að vera með flugnanet þar sem oft er mikið af flugu á þess- um slóðum. Ljósmyndirnar á sýningunni eru til sölu og eru upplýsingar um verð í sýningarskrá á staðnum. mm/ Ljósm. Þórunn Reykdal. Ævintýraleg ljósmyndasýning á Stálpastöðum Snorrastofa býður til útivistar í Reykholti sunnudaginn 26. júní næstkomandi kl. 15 þar sem geng- ið verður um staðinn með nokkr- um áningum. Það eru þeir sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson rithöfundur sem leiða gönguna og rekja sögu mannlífs og mannvirkja um aldir. Að undanförnu hefur að margra mati verið lyft Grettistaki í hirðu og uppbyggingu staðar- ins í Reykholti og því tímabært að heimamenn bjóði gestum og gang- andi að njóta staðarins og sögu hans. Þess má geta að á nýliðnum þjóðhátíðardegi veitti Forseti Ís- lands Hr. Ólafur Ragnar Gríms- son séra Geir Waage fálkaorð- una fyrir störf sín að uppbyggingu og skógrækt í Reykholti. Allir eru hjartanlega velkomnir að vera með í göngunni, sem hefst við inngang Snorrastofu á neðra bílaplani og stendur í um klukkustund. -fréttatilkynning Heimamenn fararstjórar í göngu- för um Reykholt á sunnudaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.