Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20162 Verslunarmannahelgin er næstu helgi og er það helsta ferðahelgi ársins. Skessu- horn minnir fólk á það að sýna þolin- mæði í umferðinni og ganga hægt um gleðinnar dyr. Á morgun, föstudag og laugardag má búast við norðlægri átt 8-13 m/s. Skýj- að en bjartviðri og líkur á síðdegisskúr- um. Hiti 7-19 stig, hlýjast suðvestanlands. Á sunnudag og mánudag verður áfram- haldandi norðlæg átt; skýjað víðast til og lítils háttar væta. Kólnar og hiti víða 6-15 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Hefur þú séð lifandi ísbjörn?“ Meirihlut- inn svaraði spurningunni neitandi eða 53% en 47% játandi. Það kom á óvart hversu margir höfðu séð lifandi ísbjörn en Skessuhorn veit ekki hvað veldur því hversu margir hafa séð dýrið lifandi, ein- hverjir hafa eflaust séð þá ísbirni sem hafa komið hingað til lands á undanförn- um árum en aðrir gætu munað eftir ís- birninum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði forðum daga. Í næstu viku er spurt: Hvort ertu meiri sprellari eða grínari? Karlalið ÍA í knattspyrnu sem unnu sinn fimmta leik í efstu deild í röð í liðinni viku þegar liðið mætti ÍBV. Þetta er lengsta sig- urganga Skagamanna í 13 ár. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Skessuhorn næst 10. ágúst VESTURLAND: Starfsfólk Skessuhorns verður í fríi frá 28. júlí til og með 2. ágúst. Ekki kemur því út blað miðvikudag- inn 3. ágúst. Næsta blað eftir frí kemur út miðvikudaginn 10. ágúst. -mm Krónan sterkari en fyrir hrun LANDIÐ: Í síðustu viku var gengi evru gagnvart íslensku krónunni undir 135 alla vik- una. Svo lágt hefur það ekki ver- ið skráð síðan í september 2008, eða skömmu fyrir gjaldþrot ís- lensku bankanna og hrun fjár- málakerfisins. Fyrir útflutnings- greinar eins og ferðamennsku, sjávarútveg og iðnað hefur þetta neikvæð áhrif, en jákvæð á verð innfluttrar vöru, íslenska ferða- menn erlendis og fjölmarga aðra. Helsta ástæða þess að krónan er að styrkjast gagnvart erlendum fjölmiðlum má rekja til óróleika á erlendum mörkuðum, svo sem vegna væntanlegrar úrsagnar Breta úr ESB og átaka í Tyrk- landi. Þá er mikið flæði gjaldeyr- is hingað til lands vegna ferða- manna talið styrkja gengi krón- unnar í það minnsta til skamms tíma. -mm Fiskafli dróst saman MIÐIN: Fiskafli íslenska flot- ans í júní síðastliðnum var tæp 42 þús. tonn, sem er 43% minni afli en í sama mánuði í fyrra. Uppsjávaraflinn var rétt um tvö þúsund tonn, umtalsvert minni en í júní í fyrra þegar hann var 33,6 þús. tonn. Botnfiskafli var nokkurn veginn sá sami og í fyrra, eða rúm 35 þús. tonn. Á tólf mánaða tímabili hefur heildarafli íslenskra skipa dreg- ist saman um 262 þús. tonn. Samdrátturinn nemur 20 pró- sentustigum. Metinn á föstu verðlagi var aflinn í júní 7,1% minni en í sama mánuði í fyrra. -kgk Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Fimmtudaginn 21. júlí í liðinni viku fór fram púttmót á milli eldri borgara á Akranesi og Borgarnesi. Púttvöllurinn er 18 holu völlur og keppt var í tveimur hópum. Tölu- verður fjöldi karla og kvenna tóku þátt í mótinu og ríkti mikil gleði í hópnum en Félag eldri borgara á Akranesi og nágrennis bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var annað púttmót á milli félaganna í sumar en það fyrra var á Hamars- velli þar sem Skagamenn sigruðu einnig. Næsta mót verður haldið á golfvellinum við Nes í Reykholts- dal. bþb/ Ljósm. ki. Eldri borgarar öttu kappi í golfi Töluverður fjöldi var saman kominn á mótinu Þeir Ingvar Sigmundsson og Grettir Hákonarson voru meðal keppenda. Skessuhorn greindi frá því snemma þessa mánaðar að hraðahindr- un hefði verið komið fyrir á Hellis- braut á Reykhólum. Er það fyrsta hraðahindrunin sem sett hefur ver- ið upp í þorpinu. Umferðareyjurn- ar sem mynda hindrunina voru sett- ar upp eftir að Björk Stefánsdóttir og Herdís Erna Matthíasdóttir sendu hreppsnefnd erindi sitt um umferð- aröryggi. Erindi varðandi hraða- hindrun við Karlseyjarveg hefur ver- ið komið til Vegagerðarinnar, enda heyrir sá vegur undir ríkið. Á dögunum ákváðu börn á Reyk- hólum, undir handleiðslu foreldra, hins vegar að leggja sitt af mörkum við að hvetja fólk til að aka hægar í kringum þorpið. Hönnuð voru nokk- ur skilti og komið fyrir víða meðfram götum þorpsins. kgk Börn á Reykhólum berjast gegn hraðakstri Sum skiltanna eru beittari en önnur. Þetta skilti, sem stendur við Hellisbraut, er líklega það sem stuðar hvað mest. Gróa Dal hjúkrunarfræðingur læt- ur af störfum sem hjúkrunarforstjóri dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silf- urtúns í Búðardal um miðjan ágúst- mánuð. Gróa hefur gegnt starfinu undanfarin þrjú ár, eða frá því í júlí 2013. Ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr starfi hjúkrunarforstjóra segir Gróa að hana hafi langað að nýta hjúkr- unarfræðinámið til að gera eitthvað skemmtilegra. „Það er mikil skrif- stofuvinna að vera hjúkrunarfor- stjóri. Ég vil vinna meira með fólk- inu,“ segir hún og upplýsir að hún ætli að hefja störf á gjörgæslugeð- deild Landspítalans í Reykjavík. „Þar er tekið á móti allra veikasta fólkinu í geðrofsástandi, maníu eða sjálfsvígs- hættu. Því er síðan beint inn á aðr- ar deildir að bráðameðferð lokinni,“ segir Gróa. „Ég var á þessari deild í náminu mínu og það er rosalega gef- andi og skemmtileg vinna, að hjálpa fárveiku fólki að rísa upp úr veikind- um sínum,“ bætir hún við. Áhugi hennar liggur inn á sviði geðhjúkr- unarfræðinnar. „Ég hef unnið lengi á Fellsenda og var með bakvaktar- samstarf þar allan tímann sem ég var á Silfurtúni. Ég hef áhuga á þessu og enda einhvern veginn alltaf með bækur um geðið á náttborðinu,“ seg- ir Gróa og hlær við. Þrátt fyrir að hún hyggist hefja störf í Reykjavík kveðst hún ætla að búa áfram í Búðardal ásamt eig- inmanni sínum Birni Antoni Ein- arssyni. „Við ætlum að vera hérna áfram. Það er engin ástæða að fara frá stað þar sem manni líður vel,“ segir Gróa að lokum. kgk Hjúkrunarforstjóri Silfurtúns lætur af störfum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.