Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 7
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Til sölu jörðin Skógar í Flókadal, Borgarbyggð
Umtalsverðar veiðitekjur.
Jörðin Skógar er sunnan Flókadalsár.
Blánnsvatn er í útnorðurmörk-
um, og Skógavatn, sem að mestu
er í Skógalandi, er á mörkum Hæls
og Skóga. Í þessum vötnum var
stunduð veiði, einkanlega Skóga-
vatni. Í Flókadalsá er töluverð lax-
veiði og eru veiðitekjur Skóga u.þ.b.
2.8 millj. á ári en eignarhluti er um 12%. Jörðinni fylgir einnig veiði- og beitarréttur á
Arnarvatnsheiði.
Land jarðarinnar er allt slétt og víða vel gróið. Land Skóga sem talið er vera um 350
hektarar Húsakostur er allur gamall, en mjög snyrtilegur og að því er séð verður mjög
vel um hirtur. Íbúðarhúsið hefur verið mikið endurnýjað en látið halda að mestu sínu
upprunalega útliti. Góðar girðingar eru á jörðinni.
Stutt í margar af helstu náttúruperlum Borgararðar.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali
magnus@fasteignamidstodin.is sími 550-3000 eða 892 6000
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
COOL - LITE
SÓLVARNARGLER
ispan@ispan.is • ispan.is
M
ynd: Josefine Unterhauser
Miðvikudaginn 20. júlí færði Dav-
íð Pétursson á Grund í Skorradal,
Reykholtskirkju og Hvanneyrar-
kirkju sitthvorn „moldunarfont-
inn.“ Moldunarfontur er nýyrði
sem Davíð notaði yfir það ílát sem
notað er við moldun í jarðarförum.
Gjöfin var færð kirkjunum í minn-
ingu eiginkonu Davíðs, Jóhönnu
Guðjónsdóttur, sem lést í fyrra.
Afhendingin fór fram á afmælis-
degi hennar en Davíð ásamt börn-
um sínum og bræðrum Jóhönnu
standa að gjöfinni. Ástæðu gjafar-
innar segir Davíð að sér hafi fund-
ist þetta þurfa í kirkjurnar.
Hugmynd í
konfektkassa
Fonturinn er smíðaður af syni Dav-
íðs, Jens Davíðssyni, úr viðarteg-
undinni Wenge. Hann er áttstrend-
ur, krossinn myndar tólf hliðar og
vísað er til skírnarinnar og heilagr-
ar þrenningar í botni skálarinnar.
Moldunarekan er unnin af Gissuri
Árnasyni frá Hallormsstað. Áletrun-
in á fontinum er skorin út af lista-
gullsmiðnum Ívari Björnssyni í
Reykjavík.
Jens Davíðsson, hönnuður fonts-
ins, segir að lítið sé um staðlaðar
kröfur þegar slíkur fontur er smíð-
aður. „Þegar ég byrjaði að smíða
leitaði ég mér að upplýsingum um
hvort það væru einhverjar kröfur.
Það var lítið um það nema að hann
yrði helst að áttstrendur. Ég velti
lengi fyrir mér hvernig skálin sem
moldin færi í ætti að vera. Á vinnu-
staðnum sem ég vinn hjá barst okkur
konfektkassi. Þegar ég opnaði hann
opnaðist kassinn líkt og kross. Ég sá
að þarna var lausnin komin og ég
smíðaði skálina líkt og konfektkass-
inn opnaðist,“ segir Jens og brosir.
Það voru þeir Geir Waage, sókn-
arprestur í Reykholti, og Guðmund-
ur Sigurðsson, formaður sóknar-
nefndar Hvanneyrarkirkju sem tóku
á móti fontunum. Þeir voru glaðir
með gjöfina en aldrei hefur verið til
slíkur gripur fyrir moldun í Hvann-
eyrarkirkju. „Þú getur rétt ímynd-
að þér,“ sagði Geir Waage aðspurð-
ur hvort hann væri ánægður með
gjöfina. „Þetta eru mjög fagrir grip-
ir og mikil úrbót á báðum stöðum.
Reykholts- og Hvanneyrar-
kirkju færð gjöf
Hér eru þeir Guðmundur Sigurðsson, Davíð Pétursson og Geir Waage við afhendingu gjafarinnar
Moldunarfonturinn er smíðaður af
Jens Davíðssyni
Konfektkassinn sem féll á gólfið og opnaðist líkt og kross. Þar kviknaði hug-
myndin að útliti skálarinnar í moldunarfontinum.
Í Reykholti var aðeins til einfald-
ur fontur og stakk hann í stúf við
annað sem er í kirkjunni. Ég er því
mjög ánægður með þennan grip,“
segir Geir. bþb
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2016
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Fimmtudaginn 11. ágúst
Föstudaginn 12. ágúst
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE
SS
U
H
O
R
N
2
01
6