Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 201614 Það var fyrir 21 ári, 2. maí árið 1995, sem Björn Kjartansson vatt sínu kvæði í kross og hætti að starfa sem húsasmíðameist- ari og tók til starfa sem ráðherra- bílstjóri. „Þetta hófst allt saman með því að Ingibjörg Pálmadóttir tók við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu árið 1995. Hún sóttist eftir því að fá mig til starfa sem ráðherrabílstjóra. Við þekkt- umst vel og ég hafði unnið svolít- ið með henni í pólitíkinni. Þegar ég tók við starfinu tók ég jafnframt á mig launalækkun en það jafn- aðist allt saman út því yfirvinnan er mjög mikil í þessu starfi. Áður hafði ég unnið átta til fjögur vinnu en bílstjórastarfið er allt öðruvísi. Það er mjög óreglulegur vinnu- tími í þessu starfi, flestir dagarn- ir eiga það samt sameiginlegt að þeir eru langir en einnig skemmti- legir. Oftast er ég að vinna frá átta á morgnanna og kominn heim um níu eða tíu á kvöldin. Það er samt allur gangur á því. Það sem maður þarf til þess að endast í þessu starfi er þolinmæði og lipurð. Þetta er oft mikil bið og svo þarf maður alltaf að vera tilbúinn, það koma oft upp óvænt mál svo maður þarf að bregðast við. Þrátt fyrir óreglu- legan vinnutíma liggur oftast dag- skrá fyrir daginn svo ég veit nokk- urn veginn hvernig dagurinn verð- ur áður en ég held af stað að heim- an,“ segir Björn Kjartansson. Björn segir það ekki hafa ver- ið nein sérstök viðbrigði að skipta yfir á þennan starfsvettvang. „Ég myndi ekki segja að það hefðu ver- ið nein viðbrigði. Þetta er er nátt- urlega allt öðruvísi starf en smíða- vinnan og báðar eru þær skemmti- legar. Helsti munurinn var kannski sá að ég hafði alltaf unnið útivinnu en bílstjórastarfið er innivinna. Maður var vanur að vinna við kald- ar aðstæður en allt í einu var mað- ur sestur upp í heitan bíl með mið- stöð. Fyrstu vikunnar var ég alveg að kafna úr hita og var kófsveittur,“ rifjar Björn upp og hlær. „Þetta er eiginlega orðið öfugt í dag og hita- stigið í bílnum er orðið mitt kjör- hitastig,“ bætir Björn við. Sjö ráðherrar Á þessum árum Björns sem ráð- herrabílstjóri hefur hann unnið með sjö ráðherrum. Lengst starfaði hann með Ingibjörgu Pálmadóttur eða í sex ár. Björn keyrði heilbrigð- isráðherrum til ársins 2010 eða í 15 ár; fyrst Ingibjörgu, svo Jóni Krist- jánssyni, Siv Friðleifsdóttur, Guð- laugi Þór Þórðarsyni, Ögmundi Jónassyni og loks Álfheiði Ingadótt- ur. Þegar Ögmundur Jónasson varð innanríkisráðherra árið 2010 fylgdi Björn með. Eftir kosningarnar 2013 hefur Björn keyrt fyrir utan- ríkisráðherra; fyrst Gunnar Braga Sveinsson og nú Lilju Alfreðsdótt- ur. „Ég hef kynnst þessu fólki vel og þetta eru vinir mínir. Ég held að það sé nokkuð öruggt að það vinn- ur enginn jafn náið með ráðherrum en bílstjóri þeirra. Maður kynnist ráðherranum vel en einnig mökum þeirra og börnum,“ segir Björn. Björn er sjálfur pólitískur og hef- ur sínar skoðanir á hlutunum. „Ég hef unnið í Framsóknarflokknum frá árinu 1979. Ég hef mínar skoð- anir á hlutunum og ég hef rökrætt, farið yfir málefni og rætt almennt um pólitík við alla ráðherrana. Þetta eru ekki allt skoðanabræður mínir en það hefur alltaf farið vel á með mér og ráðherrunum. Það er nú svo að þegar maður rökræð- ir við ráðherra þá er það alltaf hann sem ræður að lokum,“ segir Björn og brosir. „Þeir vilja samt oft meina að það sé bílstjórinn sem ráði ferð- inni,“ bætir hann við. Skemmtileg ferðalög Það sem fylgir starfi Björns eru ferðalög en ráðherrar þurfa oft að fara út á land til þess að hitta fólk. „Ég hef farið í margar skemmti- legar ferðir út á land í starfi mín- um. Það er mismunandi eftir ráð- herrum hversu oft maður fer út á land. Ég ferðaðist meira með Jóni Kristjánssyni út á land en öðrum ráðherrum. Hann kom úr norð- austurkjördæmi og þangað fórum við oft. Það var afskaplega gam- an að ferðast um svæðið með Jóni því hann þekkti það út og inn. Hann sagði manni fjölmargar sög- ur af þeim stöðum sem við fór- um framhjá og heimsóttum einnig sagði hann oft sögur af merkilegu fólki sem hafði búið þar. Þessar ferðir út á land geta oft orðið mjög skemmtilegar. Mér er minnisstætt þegar ég og Ingibjörg fórum eitt sinn í áttræðisafmæli. Tengdadótt- ir mannsins sem átti afmæli vildi endilega fá mynd af okkur hjónun- um, mér og Ingibjörgu þ.e.a.s., en ég hló bara og útskýrði fyrir henni að ég væri bara bílstjóri, ekki eigin- maður Ingibjargar. Tengdadóttirin ætlaði þó ekki að gefa sig og þeg- ar við vorum að fara gekk hún til Ingibjargar og spurði hana hvort hún gæti ekki fengið mynd af okkur hjónunum. Ingibjörg svaraði því til að það væri minnsta mál en sagði: „Hann er nú samt bara varamaður.“ Okkur Ingibjörgu þótti þetta fynd- ið og þetta rifjast oft upp þegar við hittumst.“ Stefnir á að klára starfsferilinn sem ráðherrabílstjóri Björn er sá ráðherrabílsstjóri sem hefur starfað lengst af þeim sem nú eru starfandi. „Við vorum þrír á besta aldri sem byrjuðum að vinna um svipað leyti sem ráðherrabíl- stjórar árið 1995. Þeir eru nú hætt- ir og þeir sem voru fyrir voru eldri menn sem eru hættir að vinna, ég er því einn eftir. Maður teng- ist hinum bílstjórunum vel og við hittumst reglulega. Félagsskapur- inn er góður og við höldum árshá- tíð einu sinni á ári. Ég hef alltaf kunnað vel við mig í þessu starfi og félagsskapurinn við ráðherrana og bílstjórana hjálpar þar til. Ég er nú orðinn 62 ára gamall svo það er ekki mikið eftir af starfsferlin- um. Ég stefni að klára ferilinn sem ráðherrabílstjóri ef mér býðst það, það verður bara að koma í ljós. Ég kann allavega óskaplega vel við mig í starfinu,“ segir Björn að end- ingu. bþb Ráðherrabílstjóri í rúma tvo áratugi Björn bauð Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, og Ingibjörgu Pálmadóttur, fyrrverandi ráðherra, í bíltúr á dögunum í tilefni þess að hann væri búinn að starfa sem ráðherrabílstjóri í 21 ár. Bíltúrinn endaði að sjálfsögðu á því að sýna Lilju Akranesvita. Björn ræðir allt á milli himins og jarðar við ráðherrana. Siv Friðleifsdóttir birti þessa mynd af Birni á gamlársdag árið 2006 þar sem þau voru að ræða málin eftir ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Ljósm. siv.is. Ráðherrabílstjórarnir eru fínir félagar og eru í miklum samskiptum. Þessi mynd er tekin í Alþingishúsinu árið 2008 . Á myndinni eru Sigurður Egilsson, Jón E. Guð- mundsson, Magnús Helgi Magnússon og Björn Kjartansson. Ljósm. siv.is.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.