Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 30. tbl. 19. árg. 27. júlí 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS ÚTSALA 1Kalmansvöllum Auka afsláttur Nú 50% ATH! LOKAÐ LAUGARDAGINN 30. JÚLÍ Byggingafyrirtækið Límtré Vírnet í Borgarnesi hefur samið við dóttur- félag Icelandair um að reisa nýtt flug- skýli sem hýsa á flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samningar náð- ust föstudaginn 8. júlí síðastliðinn og að sögn Stefáns Loga Haraldssonar, framkvæmdastjóra Límtrés Vírnets, er um risasamning að ræða. „Samn- ingar af þessari stærð hafa ekki ver- ið gerðir hjá félaginu áður, það er að segja einstakir samningar,“ segir Stefán í samtali við Skessuhorn. Um er að ræða viðbyggingu við hlið núverandi flugskýlis sem tekið var í notkun árið 1992. Nýja skýlið verður 27 metrar á hæð, grunnflöt- ur þess verður um 10.500 fermetrar og heildarflatarmál um 13.600 fer- metrar. Byggingin verður því gríð- arstór og um margt sérhæfð að sögn Stefáns, enda á þar að verða hægt að koma fyrir tveimur flugvélum af gerðinni Boeing 757 hlið við hlið. „Hurð flugskýlisins verður til dæm- is 90 metra breið og opnast mest um 65 metra,“ segir hann. Fyrsta skóflustungan var tek- in að flugskýlinu í byrjun júnímán- aðar. Framkvæmdatíminn er áætlað- ur um 12 til 13 mánuðir. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun seint á næsta ári. „Hönnun er komin í gang og annað slíkt og áætlað er að upp- setning fari af stað fyrir áramót,“ seg- ir Stefán. kgk Mannvirkin á Keflavíkurflugvelli. Tölvuteikningu af nýja flugskýlinu sem reist verður af Límtré Vírneti hefur verið skeytt inn á myndina við hlið núverandi flug- skýlis. Ljósm. icelandair.is. Límtré Vírnet landaði risasamningi Bæjarhátíðin Á Góðri stund var haldin með pompi og prakt í Grundarfirði um síðustu helgi. Fór hátíðin að sögn aðstandenda vel fram og allir skemmtu sér vel. Eins og venja er skipa Grundfirðingar sér í fylkingar og skreyta hverfi sín hvert í sínum einkennislit. Síðan fylkja íbúar og gestir hvers hverfis liði, ganga um götur bæjarins áður en hverfin mætast á gatnamótum Grundargötu og Hrannarstígs. Hér má sjá gulhverfinginn Hjalta Allan Sverrisson stjórna gulu skrúðgöngunni af mikilli innlifun. Fleiri myndir af hátíðinni má sjá á bls. 16 í Skessuhorni vikunnar. Ljósm. Tómas Freyr Kristjánsson. Fyrsta Druslu- ganga Vesturlands Alma Mjöll Ólafsdóttir leiddi fyrstu Druslugönguna í Stykkis- hólmi síðasta laugardag. Er það fyrsta Druslugangan sem far- in er á Vesturlandi öllu. Mark- mið Druslugöngunar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þol- endum yfir á gerendur og und- irstrika það að þolendur þessa glæpa eigi hvorki sökina né skömmina. Nánar á bls. 11. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.