Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 21 Grunnskólakennara vantar við Auðarskóla Vegna óvæntra forfalla vantar kennara við Auðarskóla næsta skólaár. Allar upplýsingar veitir Þorkell Cýrusson skólastjóri í síma 894-3445 eða í tölvupósti keli@audarskoli.is. Smáfjölskylda leitar að íbúð í Borgarnesi eða á Akranesi Tveggja manna smáfjölskylda (móðir og barn) leita að tveggja til fjögurra herbergja íbúð í Borgarnesi eða á Akranesi frá og með 1. ágúst. Rólyndisfólk með meðmæli og fleira sé þess óskað. Greiðslugeta allt að 120 þúsund uppgefið. Upplýsingar í tölvupósti á berglindoskg@ gmail.com. Tímapantanir hjá miðli Tímapantanir í einkatíma hjá Þórhalli Guðmundssyni miðli er hjá Kiddý í síma 431-1391. Akranes - miðvikudagur 27. júlí Kári mætir Reyni Sandgerði í 3. deild karla í knattspyrnu kl. 20:00. Leikið verður í Akraneshöll. Akranes – miðvikudagur 27. júlí Sumartónleikar Kalmans – Stúlk- urnar úr Berklee kl. 21:30. Söng- konurnar Brynja Valdimarsdóttir og Inga María frá Akranesi hafa báðar stundað nám í einum besta tónlistarskóla heims, Berklee Col- lege of Muisc. Þær flytja fjölbreytta söngdagskrá. Aðgangseyrir kr. 2000, Kalmansvinir kr. 1.500. Borgarnes – fimmtudagur 28. júlí Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi dagana 28. júlí til 31. júlí. Verður keppt í 14 greinum og nóg verður um að vera fyrir alla fjölskylduna, kvöldvökur, hoppukastalar og margt fleira. Stykkishólmur – fimmtudagur 28. júlí Sönghópurinn Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Stykkishólmskirkju kl 20. Miðasala fer fram á tix.is og eru miðar ódýr- ari í netsölu. Hvalfjarðarsveit – föstudagur 29. júlí Hátíðin Gaman saman verður haldin að Hlöðum Hvalfjarðar- strönd um verslunarmannahelg- ina 29. júlí til 1. ágúst. Hátíðin er vímuefnalaus fjölskylduhátíð og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Borgarnes – laugardagur 30. júlí Matar- og flóamarkaður verður haldinn í Englendingavík í Borgar- nesi kl. 13. Matur, kökur og alls kyns vörur verða á markaðsverði. Spákona verður á staðnum og leikdót fyrir börnin. Sultukeppni með veglegum vinningum. Snæfellsbær – laugardagur 30. júlí Djúpalónssandur – Dritvík. Sjórinn gaf og sjórinn tók. Gestir hitta landverði við bílastæðið á Djúpalónssandi kl. 14. Gengið um Djúpalónssand og til Dritvíkur. Á leiðinni eru völundarhús og búðarústir, norðan Dritvíkur eru fiskreitir. Á Djúpalónssandi eru steintök sem vermenn reyndu afl sitt á. Reykhólar – laugardagur 30. júlí Hljómsveitin góðkunna og gamal- kunna Spaðar spilar á balli á Hótel Flatey. Ekki er ósennilegt að þetta verði eina skiptið sem Spaðarnir koma fram á þessu ári, en þeir mega teljast nokkuð hagvanir í Flatey á Breiðafirði. Grundarfjörður – sunnudagur 31. júlí Hátíðarmessa í Grundarfjarðar- kirkju kl. 14 í tilefni 50 ára vígsluaf- mælis. Biskup Íslands Sr. Agnes M Sigurðardóttir predikar. Kaffi- samsæti í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga eftir athöfn og listasýningin Listamaðurinn í kirkjunni verður opin. Allir velkomnir. Snæfellsbær – sunnudagur 31. júlí Frumsýning á nýju íslensku verki í Frystiklefanum á Rifi kl. 20. Verkið heitir Genesis og er eftir Völu Krist- ínu Eiríksdóttur og Kára Viðarsson og leikur Vala í leikstjórn Kára. Snæfellsbær – sunnudagur 31. júlí Barna- og fjölskyldustund á Malarrifi kl. 11. Landverðir taka á móti börnum við gestastofuna á Malarrifi og rannsaka með þeim náttúruna, segja sögur, fara í leiki og margt fleira. Barnastundir eru miðaðar við börn 6-12 ára. For- eldrum er velkomið að taka þátt. Snæfellsbær - sunnudagur 31. júlí Malarrif – Svalþúfa. Lífið í bjarginu frá kl. 14 - 16. Gestir hitta land- verði við gestastofuna á Malarrifi. Gengið að Lóndröngum sem eru glæsilegir útverðir þjóðgarðsins. Sagt frá minjum um vermennsku fyrri tíma. Gengið á Svalþúfu þar sem Kolbeinn Grímsson og Kölski kváðust á forðum. Akranes – miðvikudagur 3. ágúst Pepsi deild karla: ÍA – FH á Akra- nesvelli kl. 19:15 Borgarnes – fimmtudagur 4. ágúst Rúnar Gíslason sækist eftir 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Norð- vesturkjördæmi. Hann boðar til opins fundar í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 20, þar sem hann mun kynna sín helstu stefnumál. Allir velkomnir. Dalabyggð – laugardagur 6. ágúst Ólafsdalshátíð 2016 hefst kl. 13. Lína langsokkur mætir á svæðið til að skemmta börnum á aldrinum 0-99 ára. Þá mun Drengjakór ís- lenska lýðveldisins mæta með nýja dagskrá og Guðrún Tryggvadóttir kynna sýningu sína Dalablóð. Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti verður til sölu, glæsilegt Ólafsdals- happdrætti og vandaður hand- verks- og matarmarkaður. Ókeypis verður inn á hátíðina að vanda og allir velkomnir. Akranes – sunnudagur 7. ágúst Pepsi deild kvenna: ÍA – Þór/KA á Akranesvelli kl. 16. Snæfellsbær - sunnudagur 7. ágúst Malarrif – Svalþúfa. Lífið í bjarginu frá kl. 14 - 16. Gestir hitta land- verði við gestastofuna á Malarrifi. Gengið að Lóndröngum sem eru glæsilegir útverðir þjóðgarðsins. Sagt frá minjum um vermennsku fyrri tíma. Gengið á Svalþúfu þar sem Kolbeinn Grímsson og Kölski kváðust á forðum. Snæfellsbær – sunnudagur 7. ágúst Pepsi deild karla: Víkingur Ó – ÍBV á Ólafsvíkurvelli kl. 16. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands TIL SÖLU Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM LEIGUMARKAÐUR ATVINNA Í BOÐI ÝMISLEGT 20. júlí. Drengur. Þyngd 4.666 gr. Lengd 56 sm. Foreldrar: Erna Guðný Jónsdóttir og Reynir Reynisson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Helga R Höskuldsdóttir. 22. júlí. Stúlka. Þyngd 4.120 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Nirosha S. Mirisa Palliya Guruge og Alberto Diaz, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA – FH Miðvikudaginn 3. ágúst kl. 19:15 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD Karla: Ringó er týndur Ringó er týnd kisa, sást síðast fimmtudaginn 21. júlí. Hann er hvítur og grá/ bröndóttur, ólarlaus en örmerkt- ur. Hann býr á Bifröst og viljum við biðja þá sem eiga heima þar í kring að litast um eftir honum. Ef þið hafið séð hann endilega hringið í Elís í síma 864-6030. Þriðja umferð Íslandsmótsins í rallý fór fram dagana 22. og 23. júlí í Skagafirði. Það var Bílaklúbbur Skagafjarðar sem stóð fyrir keppn- inni en þessi árvissa keppni vekur bæði áhuga og eftirtekt rallýáhuga- fólks þar sem skipulag og fram- kvæmd er ávallt til eftirbreytni. Það var því margt um manninn, tæp- lega tuttugu áhafnir voru mættar til leiks auk þjónustufólks og áhorf- enda. Veður var ekki hagstætt, mik- ið rigndi og þokusúld lá yfir stórum hluta sérleiðanna. Aðstæður voru því erfiðar, vegir sleipir og skyggni lítið á köflum. Fyrirfram var búist við harðri keppni um efstu sætin en rallý snýst ekki eingöngu um að aka hratt held- ur einnig um ástand bifreiða. Strax á fyrstu sérleiðum féllu tvær sterkar áhafnir úr leik sökum bilana í bif- reiðum þeirra en tvær aðrar bættust í þann hóp á laugardeginum. Ljóst var við lok aksturs á föstu- dagskvöldið að Borgfirðingurinn Aðalsteinn Símonarson og Sigurður Bragi Guðmundsson leiddu keppn- ina. Þeir óku því hratt en öruggt á laugardeginum sem skilaði þeim að lokum fyrsta sæti með rúmlega 2 mínútna forskoti á Baldur Hlöð- versson og Hönnu Rún Ragnars- dóttur sem urðu í öðru sæti. Í þriðja sæti urðu Sigurður Arnar Pálsson og Ragnar Bjarni Gröndal. Keli vert með lengsta stökkið Í jeppaflokki kepptu fjórar áhafnir en félagarnir Guðmundur Snorri Sigurðsson og Magnús Þórðarson sem óku á Cherokee, urðu í fyrsta sæti með 40 sek forskot á þá Þórð Ingvarsson og Björn Inga Björns- son sem óku á Mitsubishi Pajero. Keli vert og Þórarinn K. Þorkels- son misstu naumlega af þriðja sæt- inu til þeirra Péturs Ástvaldssonar og Snæbjörns Haukssonar en þeir urðu fyrir því óláni að þjófstarta og fá fyrir það refsingu. Keli vert fór þó ekki verðlauna- laus heim því í minningu félags- manns úr Bifreiðaklúbbi Skaga- fjarðar, Vilhjálms Sigurðar Við- arssonar, voru veitt verðlaun fyr- ir lengsta stökkið á Mælifellsdal. Eftir nákvæmar mælingar var ljóst að Keli og Þórarinn sem óku á To- yota Hilux stukku lengst, eða um 17 metra. Sigurður Bragi og Aðalsteinn leiða nú í heildarkeppni Íslands- mótsins þegar það er rúmlega hálfnað en Keli vert og Þórarinn eru í öðru sæti til íslandsmeistara í jeppaflokki. Næsta keppni verður í lok ágúst, verður það þriggja daga keppni sem m.a. mun fara fram á Kaldadal. gg Aðalsteinn og Sigurður leiða Íslandsmótið Aðalsteinn og Sigurður Bragi sigruðu í Skagafirði. Þeir leiða heildarkeppni Ís- landsmótsins. Keli vert og Þórarinn rétt misstu af þriðja sætinu í Skagafirði en fengu verðlaun fyrir lengsta stökkið á Mælifellsdal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.