Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 13
Landvarðar
Dag ur í lífi...
Nafn: Þórhildur María Kristins-
dóttir
Fjölskylduhagir og búseta: Bý
á Litla-Bergi við Kleppjárns-
reyki. Er í sambúð með Krist-
ófer Ólafssyni og saman eigum
við tvær dætur.
Starfsheiti og fyrirtæki: Land-
vörður hjá Umhverfisstofnun.
Hvað felst í þínu starfi? Fylgj-
ast með friðlýstum svæðum á
Vesturlandi frá Akranesi og upp
allan Borgarfjörð og svo Eldborg
í Hnappadal. Sinna viðhaldi þar
sem þess er þörf og leiðbeina
ferðfólki og fræða og sjá til þess
að fólk fylgi setum reglum um
svæðin bæði heimamenn, ferða-
þjónustuaðilar og ferðafólk.
Hvað er það besta við starfið?
Að fá að vera úti í náttúruni eru
forréttindi.
Áhugamál: Náttúran, náttúru-
vernd, hestar, fólk og fjölskylda
mín.
Fimmtudagurinn 7. júlí 2016
Klukkan hvað vaknaðir þú
og hvað var það fyrsta sem
þú gerðir? Vaknaði kl 07:00,
burstaði tennur og fékk mér að
borða.
Hvað borðaðir þú í morgun-
mat? Hafragraut.
Hvenær fórstu til vinnu? Lagði
af stað kl 8.
Fyrstu verk í vinnunni? Tína
fullt af verkfærum úr bílnum
mínum til að undirbúa verkefni
dagsins.
Hvað varstu að gera kl 10?
Hitti sjálfboðaliða, sem komn-
ir voru til þess að hjálpa mér að
laga merkingar og klippa tré við
Hraunfossa.
Hvað gerðir þú í hádeginu?
Fór og fékk mér hamborgara í
Brúarási. Mæli með því, alveg
ljómandi góðir borgarar þar.
Hvað varstu að gera kl 14? Var
ásamt sjálfboðaliðunum að ham-
ast við að reyna að bora í hraun-
ið hjá Hraunfossum svo koma
mætti fyrir lokunum vegna gróð-
urverndar. Það gekk upp og ofan
þar sem rafstöðin var með stæla,
en það hafðist.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Við
hættum að vinna kl. 18 og það
síðasta sem ég gerði var að ganga
frá rafstöð og öðrum verkfær-
um.
Hvað gerðir þú eftir vinnu?
Um kvöldið fór ég með sjálf-
boðaliðana í Surtshelli og skoð-
uðum við hann í krók og kima.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Það var nú ekki merki-
legur kvöldmaturinn, fiskibúð-
ingur frá Ora með bökuðum
baunum, en það dugði.
Hvernig var kvöldið? Sérdeilis
frábært, skemmtum okkur alveg
konunglega í hellaferð.
Hvenær fórstu að sofa? Um
miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Stækkaði girðinguna fyr-
ir hrossin mín og kyssti dætur
mínar góða nótt.
Hvað stendur upp úr eft-
ir daginn? Eiginlega bara all,t
gaman að fá að vinna með ein-
hverjum svona til tilbreytingar.
Veðrið var frábært og sjálfboða-
liðarnir hressir og hörkudugleg-
ir. Já og svo stendur það náttúru-
lega upp úr að hafa náð að klára
þau verk sem átti að vinna.
Ásta Alfreðsdóttir hélt upp á sextugs-
afmæli sitt laugardaginn 9. júlí með
því að opna myndlistasýninguna
„Telpa í 60 ár“ í Galleríi Bjarna Þórs
á Akranesi, en hún er svo lukkuleg
að vera gift honum Bjarna. „Ég var
ekki alveg viss hvernig ég vildi halda
upp á þessi tímamót en vissi að ég
vildi gera það á eftirminnilegan hátt.
Mig langaði ekki að fara ein með
Bjarna á Hótel Rangá eða til útlanda
og ekki heldur að verja deginum ein-
göngu með börnum og barnabörn-
um, ég vildi gera eitthvað meira. Ég
fékk nokkrar hugmyndir en fannst
þó engin passa við það sem ég var að
leita að. Svo hugsaði ég með mér að
ég ætti besta listamanninn á Íslandi
og hann er mjög góður í vatnslita-
myndum,“ segir Ásta og hlær. „Eft-
ir að sú hugmynd kom var eins og
það kæmi eitthvað jafnvægi á mig
og ég vissi að þetta var það sem ég
vildi gera. Ég bar hugmyndina und-
ir Bjarna sem tók mjög vel í hana,“
segir Ásta.
Upphaflega átti sýningin að vera
myndir af konum að störfum en
ekki var hlaupið að því að finna slík-
ar ljósmyndir til að mála eftir. „Við
fórum að glugga í okkar myndasafni
og sáum strax að þar voru margar
fallegar myndir. Úr varð að Bjarni
málaði um 40 vatnslitamyndir af
okkar fjölskyldu og eru þær allar til
sýnis auk jólakorta sem Bjarni hefur
málað og gefið mér í gegn um tíð-
ina,“ segir Ásta. Dagurinn heppnað-
ist einstaklega vel og að sögn Ástu
var þetta besti afmælisdagur sem
hún hefur átt. Komu 115 manns
í veisluna auk þess sem erlend-
ir ferðamenn af fimm þjóðernum
stoppuðu við til að skoða galleríið.
„Það var svo mikil gleði og allir svo
yndislegir. Sem dæmi vildi ég bjóða
upp á rækjusnittur í veislunni en gat
ekki fengið þær keyptar á Akranesi.
Ég leitaði til nágranna minna með
hvar ég gæti fengið svoleiðis og þá
buðust þeir til að sjá um þetta fyr-
ir mig. Bjarni kom mér svo á óvart
með hljómsveit sem kom og spil-
aði í veislunni. Það var því dansað,
borðað og haft gaman þennan dag
með okkar allra nánasta fólki. Bjarni
gerði þetta allt fyrir mig með mikilli
gleði og ég upplifði mig svo elskaða
þennan dag,“ segir Ásta að lokum.
Sýningin „Telpa í 60 ár“ verður
opin í Galleríi Bjarna Þórs út ágúst-
mánuð. arg
Telpa í 60 ár
Bjarni Þór Bjarnason eiginmaður Ástu málaði um 40 fallegar vatnslitamyndir í
tilefni sextugsafmælis Ástu.
Margir mættu og fögnuðu með Ástu Alfreðsdóttur á sextugsafmælisdegi hennar.
Í vor tók Jóhanna Friðrika Sæ-
mundsdóttir við stöðu hótelstýru
á Hótel Flatey á Breiðafirði. Jó-
hanna segir að sumarið hafi geng-
ið vel. „Það hefur gengið ljómandi
vel í sumar og veðrið verið frá-
bært, hlutirnir fara vanalega rólega
af stað í júní en það er allt komið á
flug núna. Við erum ekki stórt hótel
svo það er enginn massatúrismi hér.
Það er mikil kyrrð yfir öllu hérna
og sama má segja um fólkið. Hér
koma bæði Íslendingar og útlend-
ingar. Oft er þetta fólk sem hefur
miknn áhuga á náttúrunni og fugl-
unum og njóta þess að vera á svæð-
inu,“ segir Jóhanna.
Unnið á Hótel
Flatey í tíu ár
Jóhanna hefur starfað á Hótel Flat-
ey síðustu tíu sumur. „Ég fékk sím-
hringingu frá vinkonu minni fyr-
ir tíu árum síðar. Hún þekkti til á
svæðinu og sagði að ég gæti fengið
vinnu á hótelinu. Ég stökk á tæki-
færið og hef verið hér öll sum-
ur síðan. Ég ólst upp í Vík í Mýr-
dal og get því ekki hugsað mér að
eyða sumrinu á Höfðuborðgar-
svæðinu og leita því frekar út á land
og ég heillast af Flatey það er eitt-
hvað ávanabindandi við þennan
stað. Nálægðin við hafið, fuglana
og náttúruna er alveg einstök, mað-
ur verður einhvern veginn hluti af
náttúrunni.“
Hótel Flatey er aðeins opið yfir
sumarið og því starfar Jóhanna við
annað á veturna. Hún útskrifaðist
sem leikari árið 2005 frá Listahá-
skóla Íslands og hefur starfað bæði
við leikstjórn og leiklist, bæði á
sviði og í sjónvarpi. „Ég hef starf-
að við ýmislegt á veturna í gegnum
árin, í vetur mun ég leika í leikrit-
inu Helgi magri sem Leikfélag Ak-
ureyrar er að setja upp,“ segir Jó-
hanna. Aðspurð að því hvort hún
sjái fyrir sér að starfa sem hótelstýra
í náinni framtíð segist Jóhanna von-
ast til þess. „Vonandi get ég starfað
áfram hér í Flatey en það er aldrei
að vita hvað gerist og ekki hægt að
slá neinu föstu með það,“ segir Jó-
hanna að endingu.
bþb
„Það er eitthvað ávanabindandi
við þennan stað“
Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir
Hótel Flatey