Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Við erum öll druslur Í fyrsta sinn var Druslugangan gengin á vestlenskri grund um liðna helgi. Gengið var í Stykkishólmi. Alma Mjöll Ólafsdóttir leiddi göng- una sem leið lá frá Hólmgarði, upp og niður Skólastíg og þaðan niður á höfn þar sem henni lauk. Druslugangan er alþjóðlegur viðburður og markmiðið að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum og yfir á ger- endur. Alþekkt er sú tugga að þolendur hafi þurft að sitja undir ámæl- um varðandi klæðaburð, ölvun eða hegðun. Þegar einhver lætur slíkt út úr sér er hann, í flestum tilfellum ómeðvitað, að færa hluta ábyrgð- arinnar yfir á þolandann. Slík orðræða er svo innprentuð í okkur, ekki bara hér á Íslandi heldur víða um heim, að við tökum ekki eftir því. Viðburðum eins og Druslugöngunni er ætlað að vekja athygli á því að það sem lengi hefur verið haft fyrir satt er ekki endilega rétt. Konur eru ekki druslur þó þær sýni líkama sinn í stað þess að klæða hann af sér. Þær eru heldur ekki druslur þó þær sofi hjá eins mörgum og þær vilja. Löngum hafa konur verið dæmdar fyrir að sofa hjá fríðum flokki karlmanna, á meðan kynbræðrum mínum hefur það helst verið talið til tekna að leggjast með sem flestum. Karlar hafa í gegnum aldirnar haft fullkomin yfirráð yfir líkama sínum en ekki konur. Þvílík hræsni. Og hér kemur játningin: sjálfur gerðist ég sekur um slíka hræsni við og við á mínum yngri árum, þó ekki sé ég gamall enn. Síðasta setning er í þátíð, sem gefur til kynna að ég hafi látið af þessum þankagangi. Sú er raunin. Ég vil þó árétta að ég er ekki að slá mig til riddara með því að rita þetta á opinberum vettvangi. Þetta er ekkert merkilegt. Að leggja fólk að jöfnu er ekkert merkilegt. Aftur á móti er ómerkilegt að gera það ekki. Hins vegar virðist stöðugt þurfa að minna okkur á að við erum öll bara fólk og sama gildismat ætti að gilda um okkur óháð kyni. Druslu- gangan er einn þeirra viðburða sem gerir það. Druslugangan minn- ir okkur á að fólki er nauðgað, fólk er misnotað, fólk er beitt ofbeldi en ekki vegna þess að fólk er drusla. Ef þeir sem brotið er á eru drusl- ur þá erum við öll druslur. Þeir sem verða fyrir ofbeldinu eru ekki skör lægri en aðrir. Fólk sem brýtur á öðru fólki skal bera ábyrgðina og hafa skömm fyrir. Enginn annar. Hefði ég hatt þá tæki ég hann ofan fyrir Ölmu Mjöll og þeim fríða flokki Hólmara sem fylgdi henni um götur Stykkishólmsbæjar síðasta laugardag og tók þannig þátt í Druslugöngunni með virkum hætti. Vona ég að fleiri framtakssamir Vestlendingar fari að fordæmi Hólm- ara og gangi Druslugöngu víða um landshlutann á komandi árum. Eftir að hafa átt sterkastar rætur í Reykjavík og á Akureyri hefur gangan ver- ið að breiðast út um allt land. Vonandi verður Vesturland enginn eft- irbátur þar. „Okkur finnst að þetta málefni varði landsbyggðina einn- ig og það þarf að taka á þessu málefni þar líka, þetta er eitthvað sem snertir alla, hvar sem þeir eru á landinu,“ segir Alma í Skessuhorni í dag. Orð að sönnu. Kristján Gauti Karlsson Leiðari Sorpgjöld vegna ársins 2016 hjá Akraneskaupstað hafa verið endur- ákvörðuð með hliðsjón af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. apríl síðast- liðnum. Í frétt sem birtist á vef Akranes- kaupstað kemur fram að úrskurð- arnefndin taldi gjaldskrá Akranes- kaupstaðar ólögmæta vegna form- galla þar sem heilbrigðisfulltrúi hafi ekki haft formlegt umboð heilbrigð- isnefndar Vesturlands til að veita umsögn um gjaldskrána samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Árlegt gjald vegna sorphreinsun- ar og sorpeyðingar er eftir sem áður óbreytt, samtals kr. 30.266 en leið- rétting vegna oftekinna gjalda sem innheimt voru janúar til og með júní 2016, ásamt vaxtagreiðslu, kom til lækkunar á greiðsluseðli fasteigna- gjalda þann 15. júlí síðastliðinn. Nánari upplýsingar varðandi fjár- hæðir sorpgjaldanna vegna hreins- unar og eyðingar er að finna á álagn- ingarseðli hverrar fasteignar á vef- síðunni www.island.is undir „mínar síður“. Einnig er unnt að fá nánari upplýsingar hjá fjárreiðudeild Akra- neskaupstaðar í síma 433-1000 eða í gegnum netfang Akraneskaup- staðar akranes@akranes.is. Álagning sorpgjalda er kæranleg til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála og er kærufrestur samkvæmt lögum einn mánuður frá birtingu. bþb Sorpgjöld endurákvörðuð á Akranesi Eins og Skessuhorn greindi frá laust eftir mánaðamót gerði Um- boðsmaður Alþingis alvarlegar at- hugasemdir við afgreiðslu Borg- arbyggðar á erindum Þorsteins Mána Árnasonar. Í bréfinu ávítaði umboðsmaður sveitarfélagið fyr- ir óeðlilegar tafir á svörum við er- indum Þorsteins Mána, að sveit- arfélagið hafi beint samskiptum sínum við hann til utanaðkom- andi lögmanns, sem og óeðlileg- ar tafir á svörum við fyrirspurn- um umboðsmanns vegna málsins. Byggðarráð Borgarbyggðar bók- aði um málið á fundi sínum 21. júlí síðastliðinn. „Byggðaráð Borgar- byggðar tekur ábendingar Um- boðsmanns Alþingis alvarlega og mun leitast við að færa til betri vegar þau atriði innan stjórnsýslu sveitarfélagsins sem Umboðsmað- ur Alþingis bendir á í bréfi sínu að megi betur fara,“ segir meðal ann- ars í bókun byggðarráðs sem segir að í því sambandi þurfi að leggja sérstaka áherslu á að yfirfara verk- eferla við móttöku og skráningu erinda og tryggja að unnið sé eftir þeim. Í öðru lagi að yfirfara reglur um tímamörg um viðbrögð við er- indum og tryggja að þau tímamörk verði virt. Í þriðja lagi að yfirfara starfsreglur um skilvirkni ákvarð- anatöku og í fjórða lagi að yfir- fara með öllum hlutaðeigandi þær reglur sem innanríkisráðuneyt- ið hefur gefið út um ritun fund- argerða. „Byggðaráð felur sveitar- stjóra að leggja drög að aðgerða- áætlun í þessu skyni. Aðgerðaáætl- unin verði kynnt fyrir byggðaráði þegar hún sé fullmótuð,“ segir í bókun byggðarráðs. kgk Bæta stjórnsýslu í kjölfar athugasemda umboðsmanns Eyjólfur Hjálmsson frá Þingnesi er látinn eftir skammvinn veik- indi. Hann var fæddur 13.10.1939 og lést á sjúkrahúsi Akraness 19. júlí síðastliðinn. Faðir hans var Hjálmur Einarsson frá Munaðar- nesi í Stafholtstungum en ólst upp í Þingnesi í Bæjarsveit, móðir hans var Petrún Ella Magnúsdóttir frá Heinabergi í Austur Skaftafells- sýslu. Eyjólfur átti heima í Þingnesi og vann á búi foreldra sinna auk þess að vera sjálfmenntaður útvarps- virki og hafði víðtæka þekkingu á öllu er laut að raftækjum stórum sem smáum. Var hann jafnan stoð og stytta sveitunga sinna ef upp komu einhver vandamál þeim tengd. Var þá gjarnan haft að orði: „nú þarf að hringja í Eyjólf“. Hann starfaði með leikdeild- um ungmennafélagana í héraðinu, einkum við uppsetningu ljósa- og rafbúnaðar. Af því tilefni smíðaði hann frá grunni stjórnborð fyr- ir lýsingu og leikhljóð sem notað er enn í dag við sýningar. Er það eitt dæmi af mörgum um þekkingu hans og færni á þessu sviði. Í margra áratugi vann hann hjá Búnaðarfélagi Andakíshrepps sem vélamaður við jarðvinnslu og rúllubindingu. Við þá vinnu var varkárni og nákvæmni viðhöfð eins og við allt sem hann kom nærri. Ennig voru ófáar ferðir hans í félagsheimilið Brún og var hann vakinn og sofinn yfir að þar væri allt eins og það ætti að vera. Með Eyjólfi er genginn eftir- minnanlegur einstaklingur. Heið- arlegri og orðvarari maður er vandfundinn og ekki skaraði hann eld að eigin köku. Árið 1986 flutti hann frá Þingnesi að Ásbrún 2 í Bæjarsveit og byggði þar einnig verkstæði fyrir starfsemi sína. Hafðu hjartans þökk, vinir og nágrannar. Útför Eyjólfs fer fram frá Reyk- holtskirkju 4. ágúst kl. 14. Jarðsett verður í Bæjarkirkju- garði. Minning - Eyjólfur frá Þingnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.