Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 17 Reykhóladagar voru haldnir há- tíðlegir um liðna helgi. Smá skúr- ir gerðu vart við sig á laugardag og rigndi með kvöldinu. Gestir létu það hins vegar ekki stöðva sig í að njóta dagskrárinnar. Grillveislan var færð undir þak og allir gengu sátt- ir frá borði. Sveitungar þjófstörtuðu hátíðnni á fimmtudegi með kvik- myndasýningum, brennu og tón- leikum. Á föstudegi fór fram hverf- akeppni og keppt var í þarafótbolta. Á laugardegi fór fram dráttarvéla- sýningin margfræga og akstursleikni á gömlum Massey Ferguson var á sínum stað, en hefur sú þraut ver- ið fastur liður í dagskrá Reykhóla- daga frá upphafi. Eftir stórdansleik að kvöldi laugardags lauk hátíðinni með kassabílaralli í Króksfjarðarnesi á sunnudegi. Áðurtaldir viðburðir eru aðeins brot dagskrárliða sem í boði voru á Reykhóladögum. Fjöl- margir sóttu sveitina heim, en stað- kunnugir ætla að fjöldi gesta hafi verið mesta móti á hátíðinni. Geta verður sérstaklega framtaks Seljanesfólks. Á Seljanesi var hald- ið uppboð á ýmsum varningi. Þátt- taka í uppboðinu var góð, gestir fjöl- margir og varð þar mikið manna- mót. Söfnuðust á uppboðinu um 730 þúsund krónur og rennur ágóð- inn óskiptur til Umhyggju, félags langveikra barna. kgk Fjör á Reykhóladögum Uppboð á ýmsum munum var haldið á Seljanesi. Rann allur ágóð þess til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Dráttarvélunum ekið í halarófu inn á Reykhóla. Sjaldan hafa fleiri vélar verið til sýnis á Reykhóladögum, eða langt á þriðja tug. Ein væn salibuna á karnivalinu í Hvanngarðabrekku. Hringjum safnað í brautinni. Pub Quiz á Báta- og hlunnindasýningunni sem María Maack stjórn- aði. Börnin biðu í röðum eftir að fá andlit sitt málað. Fjölmargir söfnuðust saman til að fylgjast með ökuþórum keppa í akstursleikni á dráttarvél. Heykvíslin er til margra hluta nytsamleg. Það sannaði Jóhann Vívill frá Seljanesi sem brúkar eina slíka sem selfie-stick. Yngri kynslóðin var dugleg að máta sig við vélarnar. Blaðran sprengd í akstursleiknibrautinni. Báta- og hlunnindasýningin lifnaði við á laugardag. Jóhannes úr Skáleyjum ríður net. Skottsala á karnivalinu í Hvanngarðabrekku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.