Skessuhorn


Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 27.07.2016, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2016 5 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Í BORGARNESI 28 - 31. JÚLÍ Umhverfisviðurkenningar 2016 Akraneskaupstaður óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir umhverfisviðurkenningar 2016 í eftirtöldum flokkum: Falleg einbýlishúsalóð1. Falleg fjölbýlishúsalóð2. Snyrtileg fyrirtækja– eða stofnanalóð3. Hvatningarverðlaun, eru veitt þeim sem hafa staðið að 4. endurgerð húsa og/eða lóða Samfélagsverðlaun, eru veitt einstaklingum, hópum og/5. eða félagasamtökum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins Tré ársins6. Frestur til að tilnefna er til og með 29. júlí nk. Hægt er að senda tilnefningar rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði eða með því að senda tölvupóst á akranes@akranes.is. SK ES SU H O R N 2 01 6 Síðastliðinn miðvikudag hófst vinna við að koma fyrir nýrri skólp- lögn sem liggja á frá hreinsunar- og dælustöðinni í Brákarey í Borg- arnesi og út á fjörðinn. Lögnin er 450 millimetrar í þvermál og 670 metra löng. Starfsmenn Ístaks sjá um að koma lögninni fyrir í verk- töku fyrir Veitur ohf. Gekk fram- kvæmdin á miðvikudag ekki eins og best verður á kosið. Hvert óhapp- ið rak annað og endaði með því að menn urðu frá að hverfa og sökkva lögninni. „Við vorum að leggja aðal útræsið frá stöðinni við mjög erf- iðar og krefjandi aðstæður í firðin- um. Þarna eru miklir straumar og við náðum ekki að ljúka þessari að- gerð í gærkvöldi,“ segir Árni Geir Sveinsson hjá Ístaki. „Einn dráttar- bátanna missti stýrið eiginlega bara beint fyrir framan lagnaleiðina og annar bátur fékk í skrúfuna,“ bæt- ir hann við. Því var brugðið á það ráð að sökkva skólplögninni. „Við ákváðum að sökkva lögninni þar sem við vorum með hana. Það var ekki þorandi að halda áfram nema með öllum þeim tækjum og tólum sem við lögðum af stað með í upp- hafi og áttu að vera hluti af þess- ari framkvæmd allt til enda,“ seg- ir Árni. Hann segir að lögnin hafi skemmst lítillega þegar henni var sökkt til botns eftir að menn lentu í þessum erfiðleikum. „Hún varð fyrir minniháttar skemmdum en það er ekkert alvarlegt. Við lög- um hana bara en þurfum eflaust að fara með lögnina til baka á Seleyr- ina fyrst og gera við hana þar,“ seg- ir Árni en bætir því við að það verði gert innan tíðar. „Við byrjum strax í dag að undirbúa að hefjast handa aftur, það er ekki eftir neinu að bíða og lítið mál að lyfta lögninni upp aftur,“ segir hann. Ístaksmenn láta óhapp gærdagsins ekki slá sig út af laginu. „Þetta er bara hluti af verkefninu, það var alltaf ákveðin áhætta fólgin í þessu,“ segir Árni að lokum. Björgunarsveitin ræst út Þar sem hvert óhappið rak annað úti á Borgarfirði á miðvikudag var Björgunarsveitin Brák ræst út frá Borgarnesi. „Þegar útkallið kom vorum við að reisa samkomutjaldið sem notað verður á Unglingalands- móti um verslunarmannahelgina,“ segir Einar Örn Einarsson formað- ur björgunarsveitarinnar. „Við rjúk- um af stað, tókum báða gúmmíbát- ana okkar og brunum út á fjörð,“ bætir hann við. Bátar björgunar- sveitarinnar eru útbúnir 25 hest- afla mótor annars vegar og 90 hest- afla mótor hins vegar. „Við sigld- um beint að skipinu sem hafði misst stýrið, héldum við það og pöss- uðum að það ræki ekki lengra út,“ segir hann. Einar segir að aðstæð- ur hafi verið mjög erfiðar. „Það var svakalega mikill straumur. Þegar við komum á vettvang er báturinn enn með lögnina í togi. Við héldum við á meðan hún var aftengd og henni sökkt. Síðan veittum við aðstoð við að koma bátnum að bryggju aftur. Útkallið tók samanlagt eina og hálfa klukkustund,“ segir Einar. kgk/ Ljósm. Þorleifur Geirsson Einn missti stýrið og annar fékk í skrúfuna Svipmynd frá aðgerðunum á Borgarfirð. Dráttarbáturinn Knolli BA-8 (til hægri í mynd, rauður að lit) missti stýrið þegar straumurinn tók í skólplögnina þar sem draga átti hana frá Seleyri að hreinsunar- og dælustöðinni í Brákarey. Akranes Píratar halda kynningarfund með frambjóðendum í prófkjöri kjördæmisins miðvikudaginn 27. júlí kl. 20:00 í Tónlistarskóla- num á Akranesi. Kynnum okkur frambjóðendur og spyrjum þá spjörunum úr. Borgarnes Pottaspjall Pírata á Vesturlandi verður í sundlauginni í Borgarnesi fimmtudaginn 28. júlí kl. 20:00 Búðardalur Píratar halda kynningarfund með frambjóðendum í prófkjöri kjördæmisins miðvikudaginn 3. ágúst kl. 20:00. Fundarstað má nálgast á fésbókarsíðu Pírata á Vesturlandi. Allar nánari upplýsingar um fundi gefur Ágúst í síma 774 - 4149 PÍRATAR Á VESTURLANDI SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.