Skessuhorn


Skessuhorn - 02.11.2016, Qupperneq 30

Skessuhorn - 02.11.2016, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 201630 „Hver er besti mánuður ársins?“ Spurning vikunnar (Spurt í Grundarfirði) Sölvi Óskarsson: „Júlí, þá er besta veðrið.“ Inga Gyða Bragadóttir: „Júní. Þá get ég byrjað í golfinu á fullu, það er gott veður og bara bjart yfir fólki almennt.“ Ásgeir Ragnarsson: „Ágúst. Ég á afmæli í ágúst og þykir hann skemmtilegur mán- uður. Sumrið að baki og farið að hausta, mér líður vel á haustin.“ Ragnheiður Benidiktsdóttir: „Maí er bestur, þá er komið vor og allt sumarið framundan.“ Nú er unnið að því að koma upp skautasvelli við Grundaskóla á Akranesi. Það er skólinn sem stend- ur fyrir verkefninu en að sögn Sig- urðar Arnar Sigurðssonar skóla- stjóra er nú verið að útbúa svæði sem nýtt verður undir skautasvell þegar viðrar fyrir slíkt. „Skauta- svellið er hluti af miklum breyting- um sem við vinnum að á skólalóð- inni okkar. Skólalóð Grundaskóla hefur verið í bið á framkvæmda- áætlun frá 2005 og litlar endur- bætur farið fram á henni þrátt fyr- ir gríðarlega fjölgun nemenda. Við höfum unnið að margvíslegri hug- myndavinnu með nemendum og foreldrum um málið og nú leika um ferskir vindar framfara og sóknar,“ segir Sigurður Arnar. Hann seg- ir skólann lengi hafa talað fyrir því að bærinn kæmi upp skautasvelli á þessum stað en ekki fengið stuðn- ing við þessa hugmynd fyrr en nú. „Hollvinafélag Grundaskóla, sem skipað er fyrrum nemendum skól- ans, hafa tekið hugmyndina upp á sína arma og ætlar að koma þessu í framkvæmd í samstarfi við nem- endur, foreldra og bæjaryfirvöld. Hugmyndin kemur upphaflega upp á málþingi nemenda en slík mál- þing eru haldin árlega í Grunda- skóla og eru hluti af því að reyna að gera góðan skóla betri.“ Margvíslegar breytingar framundan Hollvinir Grundaskóla vinna að því að undirbúa svæðið, í samstarfi við framkvæmdasvið Akraneskaup- staðar. Búið er að móta svæðið og undirbúa jarðveginn. „Nú er ver- ið að ganga frá niðurfalli og þegar frostakaflinn kemur í vetur verður vatni sprautað á svæðið og skauta- svell mótað,“ útskýrir Sigurður Arnar. Skautasvellið verður líkt og áður segir staðsett á lóð skólans, á svæði sem kallað er Krúsin. Að- spurður um nafngiftina segir Sig- urður Arnar að náma sem nefnd var Krúsin hafi verið í gamla daga á því svæði sem Grundaskóli stend- ur á. „Þar var mikið skautasvell sem margir muna eftir. Þetta nýja svæði hefur verið nefnt eftir Krúsinni og því má segja að við séum að tengja saman nýja og gamla tíma.“ Stefnt er á að svellið verði tilbúið þegar fer að frysta og þegar kuldakafli er sjáanlegur verður vatni dælt á svæð- ið. „Vonandi tekst vel til og börn og nemendur geta skemmt sér saman á skólalóðinni frá morgni til kvölds,“ segir Sigurður Arnar. „Eins og fyrr segir er skauta- svellið bara fyrsta skrefið því marg- víslegar breytingar eru framund- an. Við viljum hafa skólalóð sem er sem mest náttúruleg og forð- ast malbikið sem ræður víða ríkj- um. Við viljum endurhanna svæð- ið okkar þannig að það henti öllum árstíðum og ólíkum áhugamálum nemenda í Grundaskóla og samfé- laginu öllu. Skólalóð Grundaskóla hefur alla möguleika til að verða ein af náttúruperlum Akraneskaupstað- ar,“ segir skólastjórinn að endingu. grþ Skautasvell sett upp við Grundaskóla Krúsin verður brátt tilbúin og þegar kuldakafli er sjáanlegur verður vatn sett á svæðið. Hér ættu börn og fullorðnir að geta skemmt sér á skautum í vetur. Ljósm. Grundaskóli. Klifurfélag ÍA hélt Hrekkjavök- umót fyrir iðkendur sína í dýfliss- unni á Vesturgötu um liðna helgi. Mótið var tvískipt; annars veg- ar klifruðu 1.-3. bekkingur saman fyrr um daginn og 4.-6. bekkingar saman síðar um daginn. Alls tóku 25 klifrarar þátt og áhorfendastúk- an var þéttsetin. Framundan hjá ÍA er mót fyrir klifrara í Reykjavík 20. nóvember og í byrjun desember verður Íslandsmeistaramót í línu- klifri unglinga haldið í Hafnarfirði. mm/þs Héldu Hrekkjavökumót ÍA í klifri Borgarbyggð réðist fyrir fáum árum í umfangsmiklar lagfæring- ar á tækjasalnum í Íþróttahúsinu í Borgarnesi. Var hann stækkaður, aðstaðan öll bætt og húsnæðið mál- að í líflegum litum. Þar eru tæki til þjálfunar og aðgangur að leiðsögn íþróttafræðinga. Þegar ljósmynd- ari Skessuhorns var á ferðinni í síðustu viku var Íris Grönfeldt íþróttafræðingur að leiðbeina fólki við æfingar í hinum ýmsu tækjum. Íris hefur verið starfandi í Borgar- nesi síðan 1989 við þjálfun fólks. Hún segir aðsókn í æfingaaðstöð- una mjög góða og þar sé ys og þys allan daginn frá því eldsnemma á morgnana og fram á kvöld. Það er því óhætt að segja að sveitarfélagið Borgarbyggð standi framarlega í hópi sveitarfélaga hér á landi hvað snertir aðstöðu fyrir almenning til að stunda íþróttir sér til heilsubót- ar. mm Tækjasalurinn mikið notaður Körfuknattleiksdeild Snæfells rifti í síðustu viku samningi sínum við bandaríska leikstjórnandann Taylor Brown. Leikur hún því ekki meira með liðinu í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik. Hún hélt þegar heim til Bandaríkjanna og er brott- hvarf hennar frá liðinu af persónu- legum ástæðum. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Taylor skor- aði 24,1 stig, tók 4,8 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar í fimm leikjum með Snæfelli í vetur. „Körfuknatt- leiksdeild Snæfells vill þakka Taylor fyrir afar góð kynni og óskar henni alls hins besta í framtíðinni,“ segir á heimasíðu félagsins. Forsvarsmenn félagsins sátu ekki auðum höndum og þegar var hafist handa við að leita að nýjum leikmanni til að fylla skarð Taylor. Strax daginn eftir höfðu samningar náðst við bandaríska leikstjórnand- ann Aaryn Ellenberg. Þar fer gríð- arlega snöggur leikmaður og mikill skorari sem getur búið til færi fyr- ir sjálfa sig. Hún er prýðileg skytta og hikar ekki við að lyfta sér upp fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún lék með Oklahoma háskólanum í bandaríska háskólaboltanum og var síðan á mála hjá Chicago Sky í WNBA deildinni. Þá á hún einnig leiki með yngri landsliðum Banda- ríkjanna. Undanfarin tvö ár hefur Aaryn leikið í Evrópu, fyrst í Pól- landi en síðast í Austurríki þar sem hún skoraði 20 stig að meðaltali í leik og var valin leikmaður ársins í Eurobasket. Aaryn er komin til landsins og verður því klár í slaginn í kvöld þegar Snæfell tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi. kgk Voru ekki lengi að finna nýjan leikmann Aaryn Ellenberg verður klár í slaginn þegar Snæfell tekur á móti Keflavík í kvöld. Taylor Brown er nú snúin heim til USA.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.