Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2016, Side 9

Skessuhorn - 14.12.2016, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2016 9 „Litla Skrítla er með kíghósta. Fjög- ur tilfelli voru greind árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu en þau eru fleiri. Kíghósti er hættulegur, sér- staklega börnum yngri en sex mán- aða. Hún var tæplega sex vikna og en verður átta vikna á mánudaginn,“ seg- ir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins á Facebook, þar sem hún greinir frá veikindum nýfæddrar dóttur sinn- ar. Hún segir smit geta farið manna á milli án þess að smitberi veikist sjálf- ur og að óbólusett börn séu fleiri en þau þyrftu að vera. „Það eru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og full- orðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er.“ Þá bendir hún á að virkni bóluefnisins sé einungis um tíu ár en það sé á fæstra vitorði. „Kíghósti er bráðsmitandi, svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg. Það er hægt að telja mann- eskjurnar sem hún hefur hitt og hvað þá fengið að halda á henni og hún hefur ekki farið víða þessi elska. Og þar sem hún er, er sprittið alltaf við höndina.“ Þórdís segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og þá sérstaklega að horfa upp á agnarsmátt barnið sitt verða blátt í framan í hóstaköstum og þurfa vanmáttug að treysta á fólk sem veit og kann betur að hjálpa henni en hún sjálf. Fjölskyldan lítur þó á björtu hliðarnar og er þakklát fyrir að kíg- hóstinn greindist fljótt, barnið hefur ekki fengið hita, í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum köstin, fyrir utan einstaka súrefnis- blástur í nokkrar sekúndur. „Hún er svo vær - hún grætur ekki. Hún er engri lík í værð sinni - jú bróður sín- um. Brosir til okkar þegar hún vakir og agúar og skríkir. Hún er alls ekki vansæl, a.m.k. ekki ennþá,“ segir Þór- dís sem segir einn dag í einu vera lyk- ilorðin í margra vikna verkefni. Í færslu sinni á Facebook bendir Þórdís á að tæplega eitt af hverjum tíu börnum séu ekki bólusett fyrir kíg- hósta á Íslandi. „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin mega skammast sín og lesa sér til - leyfi ég mér að skrifa sem mamma, ekki sem þingmaður. Ef þeir foreldrar vildu líta við í ein- angrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. For- eldrar sem höfðu ekki val fyrir mörg- um áratugum myndu örugglega taka undir með mér. Nýfæddu börnin sem og börn og fullorðnir sem ekki geta fengið bólusetningu treysta á að við hin séum bólusett, hjarðónæmið virk- ar bara ef nógu hátt hlutfall er bólu- sett.“ Hún segir ótrúlegt að fylgjast með henni, að barnið sé hraust að öðru leyti, drekki móðurmjólkina með hjálp sondu, sprikli og sé kát. „En hún er þreytt. Hún er komin af vökudeild þar sem hún þurfti að vera á gjörgæslu í viku. Nú erum við aftur komin á almenna barnadeild og fáum kannski að fara heim fyrir jólin - það kemur í ljós. Tíminn og hún vinna þetta saman og við fylgjumst bara með og dáumst að sterkri lítilli konu sem kemur öllum á óvart. Þessi stelpa verður eitthvað.“ grþ Nýfædd dóttir þingmanns greind með kíghósta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvestur- kjördæmi. „Litla Skrítla er með kíghósta,“ segir Þórdís Kolbrún í færslu sinni á Facebook. Freisting vikunnar Flestir Íslendingar eru aldir upp við að bornar séu á borð ýmis- konar jólasmákökur á aðvent- unni. Vanilluhringir, piparkök- ur, gyðingakökur, mömmukök- ur og svona mætti lengi telja. Sumir baka alltaf sömu tegund- irnar og breyta engu, á meðan aðrir eru tilbúnir að prófa eitt- hvað nýtt. Sumarið 1965 eignað- ist kona nokkur M&M sælgæt- ispoka og rakst þar á uppskrift af smákökum. Hún klippti upp- skriftina út og geymdi. Á aðvent- unni dró hún upp úr skúffunni litla sælgætisbréfið og ákvað að baka smákökurnar. Þær þóttu það góðar að rúmri hálfri öld síðar bakar hún enn margfalda uppskrift fyrir hver jól. Börn konunnar gera það líka og leiða má líkum að því að barnabörnin muni baka þessa smákökutegund í framtíðinni, enda eru kökurn- ar sérlega bragðgóðar og mjúkar. Athugið að til að ná fram rétta bragðinu þarf að nota M&M úr brúnum poka. Smákökur með M&M sælgæti 100 gr smjörlíki ½ bolli púðursykur ¼ bolli sykur 1 tsk. vanilludropar 1 egg 1 bolli + 2 msk. hveiti ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 1 bolli M&M úr brúnum poka. Aðferð: Þeytið saman sykur og smjörlíki þar til verður létt og ljóst. Bætið því næst egginu og vanilludrop- unum út í og vinnið vel sam- an. Setjið þurrefni saman við og bætið M&M kúlum að síðustu út í. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu og mótið litlar kúlur. Passið að hafa kúlurnar ekki þétt á plötunni, þar sem þær fletjast mikið út við bakstur. Bakið við 170 - 180 gráður í nokkrar mín- útur, 5-10 mínútur eftir gæðum ofnsins. M&M smákökur !"#$%&'#()*+,,-(./'( !"#$0$1$(0$23456'0(7(08$#962* Jólatónleikar !$'5':8(;"' <=>?@ABCD=;EFDCDC(( GHCFIC(<CDAJ(GECKELLMJ(( MK(ND@E(GECKELLMJ OP*(N;L;!G;C(( C;QF<M=RLFECF>D(( F=(S,T,, !"#$%&'(#)*+$%(#),(#'-.'/#)0+1'234%$'(#'-&5)6(7&#)8.79.:;$$3:5) <&#&)!(=&)3*)>?:()@-A#*B(:$C K&U#6(V:'(W651XYU$(8Z91&"/$([5(XZ1$08&29"956(\&"98(](WX$'8$08$#*

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.