Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Síða 2

Skessuhorn - 11.01.2017, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20172 Eins og greint er frá í Skessuhorni vik- unnar hefur Vesturland verið valið einn af 17 áhugaverðustu áfangöðum heims af CNN-Travel. Áfram ættu því að vera tæki- færi í ferðamennsku á komandi árum og þörf á frekari uppbyggingu. Þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu og bera góða hugmynd undir belti er t.d. bent á að umsóknarfrestur í viðskipta- hraðalinn StartupTourism rennur út 16. janúar nsætkomandi. Á morgun, fimmtudag, er útlit fyrir norð- læga átt, víða 5-10 m/s en 10-18 m/s aust- ast á landinu. Dálítil él norðanlands en annars bjartviðri. Frost, yfirleitt á bilinu 5 til 15 stig. Hæg breytileg átt á föstudag, en norðvestan 5-13 m/s á Austurlandi. Víða léttskýjað og talsvert frost. Él við norður- og norðausturströnd landsins. Á laugar- dag spáir suðlægri átt og stöku éljum. Fer að snjóa á Suðvestur- og Vesturlandi síð- degis en slydda og rigning um kvöldið og víða hlánar. Áfram talasvert frost í öðr- um landshlutum. Suðaustanátt og súld eða dálítil rigning á Suður- og Vestur- landi á sunnudag, en léttskýjað á norð- austan til. Hlýnar talsvert en gengur síðan á með suðvestanátt og éljum á mánudag- inn kemur. „Hvernig fannst þér áramótaskaupið?“ var spurning síðustu viku á vef Skessu- horns. Flestir þeirra sem tóku afstöðu voru ánægðir með skaupið, en 33% sögðu það hafa verið „mjög gott“ og 32% töldu það „gott“. „Hvorki gott né slæmt“ svör- uðu 16%, 12% sögðu það „slæmt“ og 7% fannst skaupið „mjög slæmt“. Í næstu viku er spurt: „Í hvaða stjörnumerki ert þú?“ Hrefna Berg Pétursdóttir og Margrét Ól- sen útskrifuðust með hæstu einkunn á stúdentsprófi þegar útskrifað var á haus- tönn frá FVA annars vegar og FSN hins vegar nú fyrir jólin. Báðar þakka þær skipulagi og samviskusemi námsárang- urinn. Rætt er við dúxana í Skessuhorni vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Vélsleðafólkið fannst heilt á húfi LANGJÖKULL: Björgunar- sveitir Landsbjargar leituðu á fimmtudagskvöld að pari sem orðið hafði viðskila við félaga sína í vélsleðaferð við sunn- anverðan Langjökul. Fólk- ið fannst um kvöldið. Var það heilt á húfi en orðið kalt þegar það fannst skammt frá Skálpa- nesi. Var fólkinu komið í hlýj- an björgunarsveitarbíl þar sem heitir drykkir biðu þess, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi sem lagði upp frá skála við Geldingafell og það- an að jökulsporðinum norðan við Skálpanes. Þar sneri hóp- urinn við en á bakaleiðinni skall á með vonskuveðri og fólkið varð viðskila við hóp- inn. Voru björgunarsveitir ræstar út um kl. 17. Parið hélt kyrru fyrir og beið aðstoð- ar eftir að það áttaði sig á því að það væri villt og hefði orð- ið viðskila við ferðafélaga sína. Alls tóku um 180 björgunar- sveitarmenn þátt í leitinni frá björgunarsveitum í Borgar- firði, Suðurlandi, höfuðborg- arsvæðinu og Reykjanesi. -kgk Ú T S A L A 40% afsláttur af öllum útsöluvörum Fisktækniskóli Íslands er með nám- skeið í Samkomuhúsi Grundar- fjarðar þessa dagana. Námskeiðið er haldið að frumkvæði G.Run hf. sem er með 40 starfsmenn á svæð- inu. Námskeiðið tekur fyrir helstu þætti fiskvinnslu allt frá örverum upp í frágang og útflutning. Run- ólfur Guðmundsson framleiðslu- stjóri fyrirtækisins sagði að starfs- menn fyrirtækisins sýni þessu mik- inn áhuga og taki vel eftir. „Við erum með fjörutíu starfsmenn hérna og fjóra túlka fyrir þá,“ sagði Runni í stuttu spjalli. „Við sögð- um engum upp á meðan verkfall- ið er í gangi og vildum auka þekk- ingu starfsmanna okkar með þess- um hætti,“ bætti hann við. tfk Fiskvinnslufólk á námskeiði meðan verkfall sjómanna varir Samkvæmt upplýsingum frá HB Granda, var afli skipa félagsins 141.867 tonn árið 2016 og var afla- verðmætið tæpir 14 milljarðar króna. Þetta er samdráttur í afla upp á rúm 19% milli ára en aflaverðmætið á sama tíma dróst saman um 16%. Í tölum um afla og aflaverðmæti skipa félagsins má lesa að uppsjávarskip- in tvö, Venus NS og Víkingur AK, voru með samtals tæplega 95.600 tonna afla í fyrra að verðmæti rúm- lega 3,7 milljarða króna. Þetta er verulegur samdráttur frá árinu 2015 en þá nam afli þriggja uppsjávar- skipa félagsins tæplega 128 þúsund tonnum og aflaverðmætið var tæpir 4,6 milljarðar króna. Þetta samsvar- ar 25% aflasamdrætti og 19% minni verðmætum en á árinu 2015. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að verulega dró úr loðnuafla milli ára eða alls um 41 þúsund tonn. Frystitogarar HB Granda, sem eru þrír talsins, voru með samtals tæplega 21 þúsund tonna afla í fyrra og aflaverðmæti þeirra var tæpir 5,9 milljarðar króna. Aflasamdrátturinn var ekki nema rúm 2,5% en aflaverð- mætið í íslenskum krónum lækk- aði hins vegar um rúm 15% milli ára. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til styrkingar krónunnar gagn- vart gjaldmiðlum í helstu viðskipta- löndum. Afli ísfisktogaranna fjög- urra dróst saman um rúm 4% milli ára. Hann var tæplega 25.300 tonn að verðmæti rúmlega 4,4 milljarða króna. Það er rúmlega 14% sam- dráttur milli ára. Ef litið er á tog- araflotann í heild var aflinn tæplega 46.300 tonn að verðmæti tæplega 10,3 milljarða króna. Aflasamdrátt- urinn milli ára er um 3,5% og verð- mæti togaraaflans dróst á sama tíma saman um 15%. mm Afli og aflaverðmæti skipa HB Granda dróst saman milli ára Venus NS og Víkingur AK í höfn í Reykjavík. Ljósm. HB Grandi: Kristján Maack. Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar hafa lýst sig jákvæða gagnvart því að taka á móti yfir 400 skátum í sumar í tengslum við heimsmót skáta á Ís- landi. Í gærmorgun mætti Jón Ingvar Bragason, framkvæmdastjóri móts- ins, ásamt Daníel Mássyni verkefn- isstjóra til viðræðna við bæjaryfir- völd. Áætlað er að skátarnir dvelji á Akranesi frá 26. til 29. júlí og slái upp tjaldbúðum. Þeir munu meðan á dvöl þeirra stendur bjóða sveitarfélögum sem þeir gista hjá upp á sjálboðaliða- starf. Að sögn Regínu Ásvaldsdótt- ur bæjarstjóra felst kostnaður sveit- arfélagsins í salernisaðstöðu, ókeyp- is aðgangi að sundlaugum og söfnum og einni léttri máltíð fyrir hópinn. „Það verða ellefu staðir og sveitarfé- lög á Íslandi sem taka munu á móti skátum í sumar en Akranes verður eina sveitarfélagið hér á Vesturlandi. Af öðrum stöðum má nefna sveitar- félögin Árborg, Hveragerði, Akur- eyri og Reykjavík,“ segir Regína. Gert er ráð fyrir að um 6.000 manns sæki þetta alheims skátamót- mót hér á landi, langflestir koma erlendis frá og eru frá um hundrað þjóðlöndum. Af heildarfjöldanum verða 5.000 þátttakendur á aldrinum 18 til 25 ára og þúsund verða sjálf- boðaliðar 26 ára og eldri sem munu aðstoða við framkvæmd mótsins. Til að setja mótið í samhengi við annað er stærð þess tvöföld á við Vetraról- ympíuleikana. mm Von á 400 skátum á Skagann í sumar Jón Ingvar og Daníel frá skátunum ásamt Regínu bæjarstjóra. RARIK hefur lokað fyrir rafmagns- sölu til fyrirtækisins GMR á Grund- artanga vegna vangoldinna rafmagns- reikninga. Vísir greindi frá á mánu- daginn. GMR starfar sem kunnugt er á sviði málmendurvinnslu og starfs- menn eru um 20 talsins. Óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur fyrirtækis- ins, sem hefur verið strembinn alveg frá byrjun. Á Vísi er haft eftir Daða Jóhannessyni að bakslag hafi komið í reksturinn fyrir tveimur árum þeg- ar heimsmarkaðsverð á stáli lækk- aði verulega. Fyrirtækið hefur síðan ítrekað komist í fréttirnar vegna at- hugasemda til dæmis Heilbrigðis- nefndar Vesturlands og Umhverfis- stofnunar vegna mengunar af rekstr- inum og að ekki hafi verið farið eftir ákvæðum starfsleyfis. Þurfti GMR að sæta dagsektum vegna þessa á síðasta ári, eins og greint var frá í Skessu- horni á sínum tíma. kgk Lokað fyrir rafmagn til GMR Frá Grundartanga. Húsnæði GMR er næst í mynd, svart að lit. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.