Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Page 13

Skessuhorn - 11.01.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2017 13                                           Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki til reynslu heyrnartækja. Fagleg heyrnarþjónusta. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • SK ES SU H O R N 2 01 6 Föstudaginn 13. janúar kl. 20:00 verður frumsýnt á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi leikverkið Svarti galdur. Í kynn- ingu segir: „Svarti galdur á Ís- landi er einleikur Geirs Konráðs Theodórssonar, sem vefur saman þremur þekktum þjóðsögum sem ömmur hafa notað í gegnum ald- irnar til að hræða börn fyrir svefn- inn.“ Þann- ig má segja að það sé afar v i ð e i g a n d i að frumsýna verkið þeg- ar þrettánda dag mánaðar- ins ber upp á föstudag. „Á hryllingslega glettinn máta er sagan af svarta galdri sögð, hvernig hann berst til landsins með S æ m u n d i fróða á baki Kölska í sels- líki árið 1100 og hvern- ig galdurinn hefur áhrif á Ísland og íbúa þess, allt þar til að fjöl- kunnugur út- lagi úr Surtshelli sekkur að lokum ofan í jökul með síðust galdraleif- arnar árið 1750.“ Leikstjóri er Theódór Þórðar- son, faðir Geirs Konráðs, sem er hokinn af reynslu við starf í leik- húsum. Svarti Galdur er bölvuð skemmtun í 90 mínútur. mm Svarti galdur frumsýndur í Landnámssetrinu Forsala á Þorrablót Skagamanna hófst í Íslandsbanka síðastliðinn föstudag. Gekk salan svo vel að uppselt var fyrir hádegi. Það var því létt yfir félögum í Club71, sem skipuleggur samkomuna, þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hóp- inn að máli um morguninn. „Við getum ekki annað en verið rosa- lega ánægð með viðtökurnar. Það er ánægjulegt að upplifa hvað bæj- arbúar taka vel í þessa samkomu og hún er nú orðinn fastur punktur í tilverunni hjá þeim. Það er t.d. al- gengt að vinahópar og vinnustað- ir taki sig saman og kaupi miða,“ sagði Eydís Líndal Finnbogadóttir. Þetta er í áttunda skipti sem félagið stendur fyrir Þorrablóti Skaga- manna og hefur verið uppselt síð- ustu fimm árin. Blótið fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu og verða veislugestir um 600. Veislu- stjórar verða Sveppi og Steindi og Gísli S Einarsson mun létta lífið með harmonikkuleik, en dulúð rík- ir um flest skemmtiatriða. Íþrótta- félög og Björgunarfélag Akraness munu útvega starfsmenn á blótið og líkt og síðustu ár skiptist ágóð- inn af blótinu á milli þeirra í hlut- falli við vinnuframlag. Club-71 fé- lagar gefa alla vinnu við skipulagn- ingu og undirbúning og kaupa félagsmenn miða fyrir sig, rétt eins og aðrir gestir. En Club-71 stendur í stórræð- um á fleiri sviðum. Félagið hefur nú fest kaup á 700 nýjum stólum og 100 borðum til að nota á samkom- unni. „Það hefur verið óttalegt bras að öngla saman nógum húsgögnum til að fylla íþróttasalinn. Í fyrra fór- um við alla leið upp í Skátaskálann í Skorradal til að fá nóg af stólum og ákváðum því að fjárfesta í þessum húsgögnum nú og búa betur fyrir framtíðina,“ segir Bryndís Böðvars- dóttir. Hannes Birgisson bætir því við að félagið ætli ekki að eiga þessi húsgögn lengi, heldur mun ÍA taka við þeim og leigja síðan út til þeirra sem þurfa húsgögn til leigu fyrir ýmsar samkomur. Það er GS Imp- ort sem flytur stólana inn. mm Seldist upp á fyrsta degi á Þorrablót Skagamanna Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Hannes Birgisson, Eydís Líndal Finnbogadóttir og Bryndís Böðvarsdóttir eru félagar í Club-71 og voru að vonum kát þegar ljóst var að uppselt yrði á blótið. Viltu vaxa með okkur? Systurfyrirtækin Skaginn hf., Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi og 3X Technology ehf. á Ísafirði framleiða og selja sérsniðnar hátæknilausnir fyrir matvælaiðnað á alþjóðamarkaði og er viðskiptavini þeirra að finna víðsvegar um heiminn. Tæknistig fyrirtækjanna er hátt en þar vinna samtals um 170 manns í þremur starfsstöðvum sem eru um 10.000m2 að stærð. Félögin hafa vaxið umtalsvert síðustu misseri en frumkvöðla- og nýsköpunarandinn hefur viðhaldist allt frá fyrsta degi. Áhersla er enn sem fyrr lögð á að bjóða gæðavörur og ryðja braut nýrrar tækni sem færir viðskiptavinum og umhverfinu verulegan ávinning. Skaginn 3X óskar eftir forritara á tæknideild • Þarf að hafa menntun á rafmagnssviði • Reynsla af forritun PLC véla nauðsynleg • Góð kunnátta í lestri rafmagnsteikninga nauðsynleg • Reynsla af rafhönnun æskileg • Sjálfstæði í vinnubrögðum ásamt lipurð í teymisvinnu mikill kostur • Starfið krefst mikils metnaðar og agaðra vinnubragða • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti nauðsynlegt Nánari upplýsingar gefur Gísli G. Pétursson tæknistjóri rafmagnsdeildar í síma 867 6382. Umsóknir skulu berast á netfangið gisli@skaginn3x.com fyrir 18. janúar. skaginn3x.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.