Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Qupperneq 14

Skessuhorn - 11.01.2017, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201714 Fimmtudaginn 5. janúar var í fyrsta sinn í mörg ár hægt að panta far með leigubíl í Borgarnesi. Þá tók Taxi Borgarnes til starfa, en að rekstrinum stendur Jón Kr. Krist- jánsson leigubílsstjóri. „Ég er kom- inn með leyfi og allt til alls og því ekkert annað að gera en að byrja. Ég ætla að hefja störf á morgun eft- ir vinnu,“ segir Jón Kr. í samtali við Skessuhorn síðastliðinn miðviku- dag. Á dagvinnutíma starfar hann hjá Límtré Vírneti og leigubíla- aksturinn verður hans aukabúgrein, fyrst um sinn að minnsta kosti. „Ég ætla að sinna akstrinum milli klukk- an 16:30 síðdegis og 7:00 á morgn- ana á virkum dögum en verð síðan við símann allan sólarhringinn um helgar. Maður rennir aðeins blint í sjóinn að reyna að stunda þetta með vinnu en það verður bara að koma í ljós hvort maður þurfi að finna bíl- stjóra til að vera til taks yfir daginn á virkum dögum, því það verður að sinna þessu af krafti ef maður ætlar að stunda þetta,“ segir Jón. Spurður um ástæður þess að hann ákvað að hefja leigubílaakst- ur í Borgarnesi kveðst hann lengi hafa gengið með þessa hugmynd í maganum. „Ég hef ekið leigubíl í Reykjavík um helgar, en var orðinn svolítið leiður á því að bruna suður eftir vinnu á föstudögum og hanga þar. Þó það sé miklu betri markað- ur fyrir leigubílstjóra í bænum þá vill maður vera heima við. Síðan er þetta líka eitthvað sem hefur vant- að í Borgarnesi, maður hefur heyrt það annað slagið,“ segir Jón, en það eru liðin allmörg ár síðan síðast var hægt að panta leigubíl í Borgar- nesi. „Þegar ég flutti hingað fyrir 15 árum síðan þá ók Gestur Fjelds- ted leigubíl hér í Borgarnesi en það er orðið langt síðan hann hætti. Það hefur því ekki verið leigubíl- stjóri starfandi hér í mörg ár,“ segir hann. Þegar farið að panta ferðir Þegar á miðvikudaginn var fólk far- ið að setja sig í samband við Jón og óska eftir fari. „Fólk er farið að hringja í mig og biðja mig að sækja út á flugvöll, bæði fólk sem er sjálft að ferðast og ferðaþjónustufólk sem er að biðja mig að sækja viðskipta- vini sem eru væntanlegir til lands- ins. Hér í kring er náttúrulega mik- il ferðaþjónusta og ef mikið verður óskað eftir því að sækja ferðamenn út á flugvöll gæti vel farið svo að maður þurfi að finna bílstjóra til að vera til taks yfir daginn líka,“ segir Jón. „En á meðan ég er að átta mig á því hvernig markaðurinn er hérna þá mun ég sinna þessu sjálfur, ann- að verður bara að koma í ljós síðar,“ bætir hann við. „Þangað til vona ég bara það besta og er til þjónustu reiðubúinn að aka fólki hvert á land sem er. Ég hlakka til að þjónusta Borgnesinga og held að ég geti gert það mjög vel,“ segir Jón Kr. Krist- jánsson leigubílstjóri að lokum. Borgnesingum og öðrum áhuga- sömum er bent á að panta má far hjá Jóni í síma 895-9565 á áður- nefndum tímum. kgk Leigubílstjóri tekinn til starfa í Borgarnesi Jón Kr. Kristjánsson, leigubílstjóri í Borgarnesi, úti á Seleyri við vel búinn bílinn, sem er af gerðinni Volvo V70 Cross Country. Yfirvofandi skortur er á sérfræðing- um í kvensjúkdómum og fæðing- arhjálp á kvennadeild Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands. Ítrekað hefur verið auglýst eftir læknum á deildina á undanförnum árum með takmörkuðum árangri. Þetta stað- festa þeir Ásgeir Ásgeirsson, sett- ur forstjóri, og Þórir Bergmunds- son, framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar við stofnunina, í samtali við Skessuhorn. Ef ekki fást sérfræð- ingar til starfa á deildina mun starf- semi hennar óhjákvæmilega drag- ast saman. „Við auglýsum í fjöl- miðlum, á samfélagsmiðlum og vef- síðum, í Læknablaðinu og sendum skilaboð til þeirra lækna sem við vit- um um. Það eru allar klær úti, það vantar ekki,“ segir Ásgeir. Þeir segja ástæðuna fyrir litlum undirtektum vera einfalda. Að starfsvettvangur- inn sé ekki eftirsóknarverður, sök- um þungrar vaktabyrði til viðbót- ar við fulla dagvinnu. „Þetta hent- ar til dæmis fjölskyldufólki mjög illa og menn hafa iðulega þurft að velja á milli vinnunnar og fjölskyldunn- ar. Það hefur haft sín áhrif að kynja- skipting lækna undanfarin ár hefur breyst þannig að konur eru að kom- ast í meirihluta. Þær kjósa frekar að vinna dagvinnu eingöngu en sækja síður í þunga vaktavinnu. Fjöl- skyldan er númer eitt í forgangs- röðinni og það er orðið þannig hjá karlmönnum í dag líka. Ég held að þetta sé ekkert eingöngu bundið við læknana, þetta er bara ný sýn á lífs- gæði hjá fólki,“ segir Þórir. Mikill fjöldi aðgerða Í áratugi hafa kvensjúkdómalækn- ingar og fæðingahjálp verið sér- stök sérgrein. En í seinni tíð hef- ur borið æ meira á sérhæfingu inn- an greinarinnar. Þannig velja margir læknar sér aðra hvora greinina til að sérhæfa sig í. Á kvennadeild HVE vantar lækni sem er sérmenntaður á báðum sviðum. „Ef þessi skipting sérgreinarinnar næði til deildarinn- ar hér yrðum við að hafa fjóra lækna í heilum stöðum. Þá erum við kom- in með mjög óhagkvæma rekstrar- einingu miðað við fjölda fæðinga, umfang og aðgerðarfjölda,“ seg- ir Ásgeir. Fjöldi kvensjúkdómaað- gerða á kvennadeild HVE er um- talsverður á landsvísu og eru til að mynda þrefalt fleiri stærri aðgerðir gerðar hér en á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri, þar sem þó starfa fimm sér- fræðingar á þessu sviði. Aðgerðar- fjöldi hér er um þriðjungur af þeim aðgerðum sem gerðar eru á Land- spítalanum. Verið er að vinna að því að koma á samstarfi við Landspít- alann á sviði kvensjúkdómaaðgerða og hafa læknar frá LSH komið og gert aðgerðir á Akranesi. „En okkur hefur ekki tekist að koma á samstarfi um vaktir. Á Landspítalanum er ekki til mannskapur til að aðstoða okkur við vaktirnar,“ segir Ásgeir. Ljósmæðrastýrð fæðingarþjónusta Ef fram fer sem horfir og enginn sækir um þær stöður sem auglýstar hafa verið mun rekstur kvennadeild- arinnar breytast umtalsvert. Þar yrði þá ljósmæðrastýrð fæðingarþjón- usta, líkt og nú er til að mynda á Sel- fossi og í Keflavík. „Þá færist deild- in niður um flokk ef svo má segja. Fæðingum mun fækka ef þetta ger- ist, enda verður þá ekki mögulegt að framkvæmda keisaraskurði og önn- ur bráðainngrip tengd fæðingum, svo sem að nota sogklukkur,“ segir Þórir. 20% allra fæðinga á HVE eru gerðar með keisaraskurði. Þá mun falla niður möguleikinn til að beita mænurótardeyfingum eða sinna gangsetningum. Þórir og Ásgeir segja fæðingarþjónustuna aðallega eiga undir högg að sækja. Auðveld- ara sé að fá lækna til að sinna kven- sjúkdómaaðgerðum og að hægt væri að reka deildina á því. „Við getum rekið öfluga skurðstofustarfsemi. Hún hefur sjaldan verið meiri en núna og við gætum mögulega bætt í hana á þessu sviði.“ Hefur þjónað konum í 40 ár Konráð Lúðvíksson er starfandi yfir- læknir kvennadeildar HVE og hefur starfað við sjúkrahúsið síðastliðin sjö ár. Hann er búsettur í Reykjanesbæ og starfaði áður á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja en eftir að ákvörð- un var tekin um að loka skurðstof- um á þeirri stofnun hóf hann störf á HVE. „Ég hef verið að þjóna kon- um í 40 ár. Mér fannst miður að geta ekki haldið áfram að sinna þeim að fullu og hafa ekki aðstöðu til að- gerða. Ég vildi halda áfram að vinna í mínu fagi og fá fullnægju í starfi,“ segir Konráð. Hann tók við stöðu yfirlæknis kvennadeildar árið 2014. Síðan þá hefur viðveran á Akranesi verið mikil en hann hefur aðsetur í læknabústaðnum við HVE, þar sem hann hefur reynt að búa sér til sitt annað heimili. Konráð hefur nú hug á því að segja upp stöðu sinni í nú- verandi mynd við sjúkrahúsið. Hann segir þessa miklu bindingu hafa haft félagsleg áhrif og gerir því ráð fyr- ir því að segja upp sem yfirlæknir en starfa áfram í einhverri mynd á deildinni, sé þess óskað. „Ég er að verða sjötugur fljótlega og á heima í Keflavík, á börn og barnabörn en mér er yndislega hlýtt til þessarar stofnunar. Mér finnst ég taka hana og hennar þarfir alveg inn á mig og er ekkert sérstaklega tilbúinn til að sjá hana fara á sama veg og ég upp- lifði í minni heimabyggð,“ segir hann. Bjartsýnn á að lausn finnist Konráð segir framtíð kvennadeild- arinnar þó ekki byggja á þeim sem nú eru að ljúka starfsferli sínum. Hann segir áhyggjuefni fyrir deild- ina vera að ungt fólk í dag hafi aðra forgangsröðun en sú kynslóð sem nú er að hverfa af vinnumarkaði. „Ungt fólk í dag vill ekki binda sig svona mikið eins og við gerðum, þannig að manni virðist eins og forsendan fyrir þessari starfsemi og þjónustu sé háð því að fleiri taki þátt í vöktunum. Og starf sem krefst slíkrar þekking- ar og viðveru er þess eðlis að menn kjósa gjarnan að starfa fleiri saman og njóta þá samvista og uppörvun- ar.“ Konráð er því sammála því að sú binding sem felst í núverandi vakta- fyrirkomulagi sé erfið og gæti virk- að sem fælandi þáttur. Hann er þó bjartsýnn á að lausn á vandanum finnist og að það takist að finna sér- fræðinga til starfa við kvennadeild- ina. „Ég hef verið að vinna að því að tengjast Landspítalanum og sér- fræðingar þaðan eru farnir að koma hingað að gera aðgerðir. Maður von- ast til að það verði til þess að boltinn stækki og að meira geti orðið af slíku samstarfi. Þetta er fyrst og fremst spurning um þjónustu við skjólstæð- inga og maður sér fyrir sér að Stór- Reykjavíkursvæðið sé í því ein heild. Nýr kollegi var til dæmis að taka til starfa í síðustu viku,“ segir hann. Konráð segir jafnframt að reyna megi að fá hjálp bæði íslenskra sér- fræðinga sem eru við störf erlendis og erlenda samstarfsmenn sem gætu verið tilbúnir til að starfa við deild- ina í lengri eða skemmri tíma. „Það er eitt af úrræðunum sem hægt er að hugsa sér. Svo er líka þessi mögu- leiki að fjölga stöðunum, líkt og ver- ið er að reyna núna. Að fjórir skipti með sér þessum stöðugildum, þann- ig að það hljótist af því stuðningur kollega hvern við annan.“ Spurning um forgangsröðun Konráð segir jafnframt að velta þurfi upp stöðunni í ljósi þess hvers konur óska sér. Hver þörf kvenna sé að fá að eiga möguleikann á því að upplifa að fæða í sinni nærbyggð og ekki endilega á stórri fæðingardeild. „Að þær hafi möguleikann á annars konar umhverfi en þessum tveimur sjúkrahúsum sem stærst eru; á Ak- ureyri og í Reykjavík.“ Hann segir málið vera spurningu um forfangs- röðun og að skoða þurfi hvers kon- ar starfsemi menn vilji halda uppi á hverju svæði. „Akranes hefur veitt afskaplega góða þjónustu, ekki síst með tilliti til þess að hér er vakt- þjónusta allan sólarhringinn. Þessi stofnun er svo vel sett að eiga tvo svæfingarlækna sem búa hér við hús- gaflinn og geta þar með veitt þessa þjónustu og eru tilbúnir til þess. Það er því mjög mikilvægt að það sé með öllum ráðum reynt að halda uppi þessari starfsemi við fæðingardeild- ina. Þetta hefur alltaf verið barátta hérna og einhvern veginn hefur allt- af tekist að halda starfseminni áfram, því hér hefur verið samstíga fólk að vinna að þessari hugsjón,“ heldur hann áfram. Hann segir enga breyt- ingu beinlínis hafa orðið á henni, þó að nú þurfi kannski að fara aðr- ar leiðir. „Við þurfum því að halda áfram að veiða. Starfið hefur gengið út á það.“ Konráð bendir á að sam- kvæmt tölum síðasta árs sé kvenna- deild HVE önnur af tveimur stofn- unum á landinu þar sem fæðingum hefur farið fjölgandi. „Við erum að veita mjög mikla þjónustu við kon- ur. Hér er víðtæk og mikil starfsemi. Það má höfða til ungs fólks erlendis og benda á að aðstæður hér eru góð- ar, bæði umhverfi og innan stofnun- arinnar.“ grþ Yfirvofandi læknaskortur á kvennadeild HVE Konráð Lúðvíksson er yfirlæknir kvennadeildar HVE. Ásgeir Ásgeirsson og Þórir Bergmundsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.