Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Qupperneq 20

Skessuhorn - 11.01.2017, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201720 Margrét Olsen var með hæstu með- aleinkunn stúdenta sem útskrifuð- ust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn, en útskrifað var frá skól- anum skömmu fyrir jól. Margrét var í fríi með fjölskyldunni í Flór- ída þegar Skessuhorn hafði sam- band við hana. „Við fórum rétt fyrir áramót og komum heim 11. janúar [í dag]. Við erum bara búin að liggja hérna í sólbaði og njóta þess að vera ekki í snjó, vindi og hálku,“ segir Margrét. Hún gat því ekki flett upp stúdentsprófinu sínu, en minnti að hún hefði fengið 8,84 í meðalein- kunn. Margrét er fædd árið 1997 og hóf nám við FSN haustið 2013. Hún tók hlé á frá skólanum eftir eitt ár og lauk því fjölbrautaskólanáminu á aðeins tveimur og hálfu ári, eða fimm önnum. „Ég byrjaði á að taka eitt ár í FSN, fór síðan sem skipti- nemi til Spánar í eitt ár og kláraði síðan á einu og hálfu ári eftir að ég kom heim,“ segir hún og bæt- ir því við að skiptinámið hafi ver- ið skemmtileg lífsreynsla. „Það var rosalega gaman þó það hafi verið krefjandi. Fyrst um sinn var erfitt að vera manneskjan sem sker sig úr fjöldanum, af því enginn þekkti mig og ég þekkti engan, ég talaði ekki tungumálið og vissi ekki hvað fólk var að segja. En þegar leið á dvölina þá fór maður að komast inn í hóp- inn og þá varð allt einfaldara, ég var búin að ná tökum á tungumálinu og eignast vini,“ segir hún. Margrét útskrifaðist af náttúru- og raunvísindabraut FSN og að- spurð segir hún að eftirlætis fögin sín hafi verið eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði. „Þetta voru uppáhalds fögin mín og ég er langsterkust í þeim, sérstaklega efnafræði. Bæði var ég sterkust í henni og fannst hún skemmtilegust,“ segir hún. „Mér finnst gaman að leysa vanda- mál eftir ákveðinni formúlu þar sem er bara eitt rökrétt svar mögulegt. Auk þess gerði kennarinn fagið líka rosalega skemmtilegt,“ bætir hún við. Snýst um skipulag En hvernig fór hún að því að dúxa? Lærði hún frá morgni til kvölds alla daga? „Nei, alls ekki. Ég veit ekki alveg af hverju ég dúxaði,“ segir Margrét og hlær. „Ég var í 100% vinnu með skóla allan tímann, vann þrjá til fjóra virka daga í hverri viku og allar helgar. En vegna vinnu lærði ég reyndar stundum á nótt- unni,“ segir hún. „Ég held þetta snúist bara um skipulag, ekki síst þegar maður vinnur með skóla. Ég sleppti því aldrei að læra og pass- aði mig á að skila öllum verkefn- um. Ég lærði mikið í skólanum þeg- ar ég átti dauðan tíma. Ef ég gerði það ekki þá kom það bara í bakið á mér og ég hefði þurft að sleppa því að fara í ræktina eftir skóla eða byrja á heimanáminu þegar ég kom heim úr vinnunni á miðnætti,“ segir hún. „Þannig að ég get ekki sagt að það hafi verið markmiðið hjá mér að dúxa, en það er greinilega allt hægt með góðu skipulagi og samvisku- semi.“ Margt sem heillar Aðspurð um framtíðaráformin seg- ir dúxinn þau vera að mestu óráðin. „Ég er ekki alveg viss hvað ég geri, mig langar að prófa svo margt,“ seg- ir Margrét. „Ég er að spá í að flytja á Akureyri með kærastanum míns og byrja að læra líftækni við Háskólann á Akureyri. En það er svo margt sem heillar. Mig langar líka að fara í Há- skóla Íslands að læra efnafræði en langar líka til að prófa læknisfræði eða jafnvel fara í sjúkraþjálfarann,“ segir hún. „Þannig að ég ætla bara að byrja á einum stað og sjá hvert það leiðir mig,“ segir Margrét Ol- sen að lokum. kgk/ Ljósm. tfk. Allt hægt með góðu skipulagi og samviskusemi Margrét Olsen tekur við viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi úr hendi Sólrúnar Guðjónsdóttur aðstoðarskólameistara á útskriftarhátíð FSN. Margrét Olsen, dúx FSN, fyrir miðju ásamt Guðlaugu Írisi Jóhannsdóttur (t.v.) og Jórunni Sif Helgadóttur (t.h.) sem einnig hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Hrefna Berg Pétursdóttir lauk stúdentsprófi af félagsfræðabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands nú fyr- ir jólin. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2016 og einnig viður- kenningar fyrir ágætan árangur í dönsku, þýsku, íslensku og félags- greinum. Í samtali við Skessuhorn segir Hrefna að lykillinn að góðum árangri í námi sé að vera skipulagð- ur og samviskusamur. „Þetta snýst aðallega um að skipuleggja sig vel og að sinna heimanáminu.“ Hrefna lauk náminu á þremur og hálfu ári. Hún segir styrkleika sína aðallega liggja í tungumálum og hefur henni þótt sérstaklega gaman að læra ís- lensku, þýsku og dönsku. Hún hlaut einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku og íslensku við útskrift úr grunnskóla. Hún átti ekki von á því að dúxa á stúdents- prófi. „Það var mjög ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu, þetta kom mér skemmtilega á óvart.“ Draumurinn að verða kennari Hrefna hefur haft nóg að gera sam- hliða náminu en hún hefur lært á fiðlu við Tónlistarskólann á Akra- nesi undanfarin þrettán ár, ásamt því að vera meðlimur í fiðlusveit- inni Slitnir Strengir. Nú stefn- ir hún á að einbeita sér enn frek- ar að tónlistinni um tíma. „Í janú- ar er ég að fara í Sinfóníuhljóm- sveit Tónlistarskólanna í einn mán- uð. Þar koma nemendur úr nokkr- um tónlistarskólum saman og æfa tónleikadagskrá sem flutt er á tón- leikum í Langholtskirkju í lok mán- aðarins. Með þessu fáum við innsýn í hvernig er að spila í svona stórri hljómsveit.“ Hún stefnir á að leggja mestu áhersluna á tónlistina þar til hún byrjar í háskóla. „Ásamt tón- listarnáminu verð ég að vinna því mig langar einnig að ferðast áður en nám hefst að nýju. Mig hef- ur alltaf langað að verða kennari, það er draumurinn. Það er mikið um kennara í móðurættinni, hvort þetta er ættgengt er góð spurning,“ segir hún hress að endingu. grþ Skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu Hrefna Berg Pétursdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2016 með meðaleinkunnina 9,3. Hér er hún að taka við verðlaunum frá Ágústu Elínu Ingþórsdóttur skólameistara FVA. Ljósm. Myndsmiðjan/Guðni Hannesson. Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness heitir nú Slitnir Strengir. Ljósm. Ómar Lárusson.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.