Skessuhorn


Skessuhorn - 11.01.2017, Side 24

Skessuhorn - 11.01.2017, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201724 frumgreinadeild Háskólans á Bifröst og þar með aðsókn að Háskólanum. Við hrunið breyttust síðan forsend- ur ungs fólks fyrir að flytja að heim- an til að koma á Bifröst. Háskólinn á Bifröst lenti því í mikilli vörn og í stað þess að yfirvöld menntamála kæmu skólanum til aðstoðar og styrktu hann sérstaklega til að sækja fram var þrengt að honum og erfið staða gerð enn verri. Það skipti engu máli fyrir yfirvöld menntamála þótt eignir Íbúðalánasjóðs væru að rýrna um 200 – 300 milljónir á ári á þessu tímabili. Nú hefur mun meiri alvara færst í tilraunir Íbúðalánasjóðs og skólans til að endurskipuleggja fjár- hag íbúðafélaganna en reynt var að bjóða um helming íbúðaeininga á Bifröst til sölu á síðasta ári án þess að tækist að ljúka málinu. Nú er ný tilraun að fara af stað og verður þá hluti af eignum skólans jafnframt boðinn til sölu ásamt hótelrekstr- inum sem skólinn hefur verið að byggja upp síðustu fjögur árin. Von- andi ganga áformin nú eftir en góð- ur stígandi hefur verið í hótelrekstr- inum og æskilegt væri að fá öflugt ferðaþjónustufyrirtæki til að taka við honum og tilheyrandi eignum til að halda uppbyggingunni áfram og efla staðinn. Háskólinn á Bifröst hefur verið í góðri sókn síðustu árin og nemend- um hefur fjölgað á nýjan leik og voru þeir tæplega 600 á síðasta hausti. Sú breyting er orðin á að fjarnámið er helsti vaxtarbroddurinn í skólanum en yfir 80% nemenda eru nú í fjar- námi. Þessi þróun setur enn meiri þrýsting á byggðina á Bifröst og rekstur íbúðafélaganna. Þeim mun mikilvægara er að byggja upp störf á Bifröst til hliðar við skólann og eins hefur verið farið út í að leigja nokkrar íbúðir til Útlendingastofn- unar fyrir hælisleitendur sem hefur gengið mjög vel. Fjarnámið í Háskólanum á Bif- röst er í fremstu röð og skólanum er mikið í mun að halda stöðu sinni á því sviði. Á síðustu árum hefur einkum verið sótt fram í meistara- námi sem nú er allt komið í fjarnám. Meistaranám í forystu og stjórnun var sett af stað haustið 2014 sem hefur gengið mjög vel. Nú um ára- mótin fór í gang nýtt meistaranám í viðskiptalögfræði sem lofar góðu. Næsta haust fer af stað nýtt meist- aranám í markaðsfræði. Háskólinn á Bifröst var fyrsti íslenski háskólinn til að bjóða fram grunnnám í lög- fræði í fjarnámi. Fjarnámið hefur bætt möguleika fólks til að stunda háskólanám. Margir vilja stunda nám með vinnu eða hafa ekki tök á að flytja með fjölskyldu á Bifröst og fjarnámið gefur mikið frelsi og sveigjanleika til að ná árangri. Háskólinn á Bifröst hefur ekki gefist upp á að bjóða nemendum upp á staðnám með búsetu á Bifröst, þótt tíðarandinn undanfarin ár hafi ekki unnið með skólanum að þessu leyti og að tilraunir skólans til að halda fram kostum búsetu á Bifröst hafi ekki skilað því sem vonast var til. Skólinn vill vera hluti af sjálf- bæru og góðu samfélagi í Norðurár- dalnum og öflugur kjarni nemenda í staðnámi á Bif- röst er því eftir- sóknarverður fyrir skólann. Nú á næstunni verður farið rækilega yfir hvernig skólinn getur hlúð að stað- námi á Bifröst með því að að skapa enn betra umhverfi og aðstæður til að laða að nemendur til búsetu á staðnum. Fólki sem býr á Bifröst líður almennt mjög vel og það má ekki vera neitt falið leyndarmál. Þegar á reynir í skólanum og gera þarf erfiðar aðgerðir til að ná utan um reksturinn á sama tíma og mikil óvissa er um framtíð íbúðafélaganna á Bifröst er eðlilegt að mikið sé spáð og spekúlerað í samfélaginu um skólann bæði á Bifröst og í Borgar- byggð. Því er ekki að leyna að stund- um hefur hrikt í og tilvera skólans í núverandi horfi verið í hættu. Skól- inn hefur fundið mikla velvild í sinn garð og stuðning frá forystufólki í samfélaginu. Það hefur hjálpað mikið við að komast í gegnum erf- iðleikana. Það er því mikil ánægja og léttir sem fylgir því að geta sagt frá því að Háskólinn á Bifröst er að stíga mun fleiri skref áfram en aft- ur á bak. Háskólinn á Bifröst hef- ur alltaf þurft að berjast fyrir til- veru sinni en hann verður 100 ára stofnun á næsta ári sem segir að ár- angur hafi náðst í þeirri baráttu og hún hefur líka mótað Bifrastarand- ann. Það „skeður ekkert fyrir okkur“ segjum við á Bifröst. Við þurfum að hafa fyrir öllu hvort sem í hlut eiga prófgráður eða rekstur skólans. Vilhjálmur Egilsson, rektor. Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Háskólinn á Bifröst siglir inn í nýtt ár í þokkalegri stöðu þegar á heild- ina er litið. Skólastarfið gengur mjög vel. Úttekt Gæðaráðs íslenskra háskóla á skólanum lauk í febrúar á síðasta ári og nýtur skólinn trausts þess. Ýmsar endurbætur voru gerð- ar á innra starfi og skipulagi skólans í úttektarferlinu og stendur hann nú sem sterkari og betri skóli en áður. Glíman við fjármálin var nokkuð ströng á síðasta ári eins og í flest- um menntastofnunum landsins. Mikið mál var að ná utan um áætl- anagerð vegna nýhafins árs og það tókst, fyrst og fremst með innleið- ingu á nýju launakerfi akademískra starfsmanna og öðrum aðgerðum til að lækka launakostnað. Í vinnu Al- þingis við fjárlagafrumvarpið und- ir forystu Haraldar Benediktsson- ar, fyrsta þingmanns Norðvestur- kjördæmisins, fékkst aukið fé til há- skólanna og hlutdeild Háskólans á Bifröst í þessari aukningu dugar til að ná nauðsynlegum stöðugleika í rekstrinum. Annað stórt mál sem unnið hefur verið að er endurskipulagning á fjár- hag íbúðafélaga á Bifröst en þau eru í „eigu“ skólans. Skuldirnar sem á þessum félögum hvíla eru langt um- fram það sem rekstur þeirra stend- ur undir en Íbúðalánasjóður er að- alkröfuhafinn. Við hefur blasið allt frá árinu 2007 að rekstur íbúða- félaganna væri ekki að ganga og að endurskipulagning þeirra væri nauðsynleg. Tvennt kom til. Þeg- ar Keilir var settur af stað fækkaði í Háskólinn á Bifröst: Leiðin áfram 2017 Þann 23. desember síðastliðinn felldi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála niður og ógilti bygg- ingarleyfi fyrir 59 herbergja hót- el á Borgarbraut 59. Við niðurfell- ingu byggingarleyfis bar verktakan- um að stöðva framkvæmdir tafar- laust. Framkvæmdin nú er því í and- stöðu við fyrirmæli skipulagslaga og mannvirkjalaga, sem gera afdrátt- arlausa kröfu til þess að mannvirki verði ekki reist nema á grundvelli byggingarleyfis. Frá því að byggingarleyfið var fellt úr gildi hefur verið byggð því sem næst heil hæð ofan á hótelið sem er nokkuð meira en kalla má að tryggja bygginguna eða verja hana skemmd- um. Vinna við framkvæmdir við hót- elið að Borgarbraut 59 er því brot verktakans á landslögum. Hvorki byggingafulltrúi bæjarins, sveitar- stjóri eða sveitarstjórn hafa heimild í lögum til þess að samþykkja þær framkvæmdir sem þar fara nú fram eða hafa farið fram frá því að bygg- ingarleyfið var fellt úr gildi. Með hliðsjón af því að nú hefur sveitarstjórnarmeirihlutinn í tvígang verið gerður afturreka með deili- skipulag og útgefið byggingarleyfi þá væri ekki úr vegi að meirihlutinn skoðaði stöðu sína, verklag og vinnu- brögð við málið og um leið yrði gerð rækileg óháð úttekt á verkefninu, allt frá kaupum fyrri sveitarstjórnar á lóðunum til dags- ins í dag. Ástæðurnar fyrir vanda bæjar- stjórnar eru skortur á samráði við íbúa og fyrirtæki á svæðinu og yfir- gangur yfir hagmuni annarra en þess sem úthlutað var lóðunum, án aug- lýsingar og án útboðs. Vandamálið mun ekki leysast með nýju aðal- og deiliskipulagi þar sem hagsmunir íbúa og fyrirtækja á svæð- inu eru enn og aftur fyrir borð born- ir. Líklega gengju byggingarfram- kvæmdir nú hnökralaust fyrir sig ef forysta sveitarstjórnar hefði hlustað á athugasemdir íbúa og fyrirtækja, farið að lögum, viðhaft góða stjórn- sýslu og vandaðan undirbúning við upphaflega afgreiðslu málsins. Væri ekki rétt fyrir sveitarstjórn að hlusta nú eftir viðhorfum bæjar- búa sem gerðu athugasemdir við byggingarmagn, skipulag og skort á aðstöðu á Borgarbraut 57 og 59, ræða málin og lagfæra það sem bet- ur má fara, leita sameiginlegra og ásættanlegra lausna áður en áfram er haldið? Borgarnesi, 8. janúar 2017. Guðsteinn Einarsson. Höf. er íbúi og skattgreiðandi í Borgarbyggð. Allt óbreytt? Pennagrein Pennagrein

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.