Skessuhorn - 11.01.2017, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 201726
Hver er uppáhalds
þorramaturinn þinn?
Spurning
vikunnar
(Spurt við miðasöluna á
þorrablót Skagamanna)
Ármann Smári Björnsson:
Þetta er allt góður matur.
Jóhannes Karl Guðjónsson:
Sviðakjammarnir eru í upp-
áhaldi.
Jófríður Guðlaugsdóttir:
Lundabaggarnir.
Sigrún Ríkharðsdóttir:
Sviðin.
Magnús D Brandsson:
Súr lifrapylsa, annars er þetta
allt góður matur finnst mér.
Snæfell tók á móti ÍR síðastliðinn
fimmtudag þegar keppni hófst að
nýju í Domino‘s deild karla í körfu-
knattleik eftir jólafrí. ÍR-ingar voru
yfir nánast allan leikinn en leikur
Snæfells var nokkuð kaflaskiptur.
Náðu þeir aldrei að gera alvöru at-
lögu að sigrinum og að lokum fór
svo að ÍR hafði betur með 98 stig-
um gegn 82.
Nokkuð jafnræði var með liðun-
um í upphafi leiks. Gestirnir voru
þó ívið sterkari en ekkert meira
en það. Um miðjan upphafsleik-
hlutann fundu ÍR-ingar taktinn og
náðu tólf stiga forskoti undir lok
fyrsta leikhluta, 23-35. Snæfelling-
ar svöruðu fyrir sig og minnkuðu
muninn í fimm stig snemma í öðr-
um fjórðungi en þá tóku gestirnir
mikinn sprett sem skilaði þeim 18
stiga forskoti í hálfleik, 41-59.
Snæfellingar komu ákveðnari til
síðari hálfleiks og söxuðu jafnt og
þétt á forskot ÍR-inga. Gestirnir
hleyptu þeim þó aldrei nær en sex
stigum og sá munur hélst að kalla
óbreyttur allt til loka þriðja leik-
hluta. Í lokafjórðungnum bætti ÍR
við forskot sitt en Snæfell náði ekki
að svara fyrir sig. Þegar lokaflaut-
an gall var munurinn á liðunum 16
stig. ÍR sigraði 82-98.
Andrée Fares Michelsson var at-
kvæðamestur leikmanna Snæfells
með 26 stig. Snjólfur Björnsson var
með 19 stig, sjö fráköst og fimm
stoðsendingar og reynsluboltinn
Sveinn Arnar Davíðsson var með
15 stig og tíu fráköst.
Snæfell situr enn stigalaust á
botni deildarinnar, átta stigum á
eftir Haukum og Njarðvík í sætun-
um fyrir ofan. Næst mætir Snæfell
einmitt síðarnefnda liðinu, Njarð-
vík, á útivelli föstudaginn 13. janú-
ar.
kgk
Tap hjá Snæfelli í fyrsta
leik eftir jólafrí
Reynsluboltinn Sveinn Arnar Davíðs-
son gerist hér aðgangsharður við
körfu ÍR-inga. Ljósm. sá.
Úrslitaleikur meistaraflokks karla í
Futsal fór fram í Laugardalshöll síð-
astliðinn sunnudag. Þar áttust við
Selfoss og Víkingur Ólafsvík. Fyr-
ir leikinn átti Víkingur möguleika á
því að vinna titilinn þriðja árið í röð.
Svo fór þó ekki því Selfoss vann sinn
fyrsta Íslandsmeistaratitili í Futsal
og endaði leikurinn 3:2. Víkingur
komst tvisvar sinnum yfir í hörku-
leik þó úrslitin hafi ekki verið þeim
í vil í lokin. Árangur Víkings er þó
mjög góður en þeir hafa spilað til
úrslita í Futsal sex sinnum á síð-
ustu sjö árum, þrisvar orðið í öðru
sæti og þrisvar orðið Íslandsmeist-
arar. Næsta verkefni hjá strákun-
um í Ólafsvík er Fótbolta.net mótið
en þar eiga þeir leik við Grindvík á
laugardaginn í Reykjaneshöllinni.
þa
Víkingur í öðru sæti á
Íslandsmótinu í Futsal
Christian David Covile, nýr leik-
maður Snæfells, gat ekki leikið
með Stykkishólmsliðinu í fyrsta
leik síðari umferðar Domino‘s
deildar karla í körfuknattleik síð-
astliðinn fimmtudag. Ástæða þess
að leikmennirnir gátu ekki leik-
ið með liðum sínum er sú að Út-
lendingastofnun hafði ekki afgreitt
dvalarleyfi leikmannanna í tæka
tíð, en dvalarleyfi þurfa þeir að hafa
áður en hægt er að sækja um at-
vinnuleyfi til Vinnumálastofnunar.
„Okkur þykir leitt að tilkynna að
Christian hefur ekki fengið dval-
ar- og atvinnuleyfi í tæka tíð og
mun því ekki vera með á móti ÍR
í kvöld,“ var ritað á Facebook-síðu
kkd. Snæfells á fimmtudag. Sömu
sögu var að segja af þeim Myron
Dempsey, nýjum leikmanni Njarð-
víkur og Anthony Odunsi, leik-
manni Stjörnunnar. „Það vildi svo
óheppilega til að allir leyfafulltrú-
ar Útlendingastofnunar voru fjar-
verandi í dag,“ sagði Róbert Þór
Guðnason, formaður kkd. Njarð-
víkur í samtali við Vísi síðdegis á
fimmtudaginn. Þá var aðeins hálf
klukkustund í að vinnudegi lyki á
Útlendingastofnun.
Í sömu frétt er haft eftir Skarp-
héðni Eiríkssyni, formanni kkd.
Stjörnunnar, að félagið hafi sent
alla pappíra til stofnunarinnar fyr-
ir jól. Málið hafi strandað inni á
borði Útlendingastofnunar vegna
fjarvista og veikinda starfsfólks.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari
Snæfells, hefur svipaða sögu að
segja og Skarphéðinn. „Við send-
um okkar pappíra inn strax eftir jól
en það var heldur enginn við þá,“
sagði Ingi Þór í samtali við Vísi.
„Þetta var rosalega erfitt. Þetta er
ekki eins og þetta á að vera. Nógu
erfitt er að skipta um erlendan
leikmann og svo bætist nú við að
útskýra þetta fyrir leikmönnum
og leikmanninum sjálfum sem er
kominn til landsins og bíður þess
eins að geta spilað með liðinu,“
segir Ingi Þór. kgk
Þrír leikmenn fengu
ekki leyfi í tæka tíð
Christian David Covile gat ekki leikið með Snæfelli í fyrsta leik Domino‘s deildar
karla á nýju ári vegna þess að Útlendingastofnun hafði ekki afgreitt dvalarleyfi
leikmannsins, en það leyfi verður að hafa áður en sótt erum atvinnuleyfi.
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við
markvörðinn Ingvar Þór Kale til eins
leiktímabils. Mun hann því standa á
milli stanganna með Skagamönnum
í Pepsi deild karla í knattspyrnu á
sumri komanda. Leysir Ingvar mark-
vörðinn Árna Snæ Ólafsson af, en
hann sleit krossband í hné í byrjun
nóvember og fór í uppskurð rétt fyr-
ir jól. Verður hann frá næstu mánuði
vegna meiðsla og á eftir að koma í ljós
hvort hann getur leikið með Skaga-
mönnum næsta sumar. Því þurfti fé-
lagið að finna markvörð í hans stað.
„Mikil ánægja er hjá félaginu að ná
samningum við hinn reynda Ingvar
Þór og mun hann berjast um stöð-
una við Pál Gísla Jónsson,“ segir í til-
kynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA.
Ingvar kveðst sömuleiðis ánægður
að hafa samvið við lið Skagamanna.
„ÍA er frábær klúbbur með mikla
hefð og merka sögu. Ég hafði mik-
inn áhuga um leið og það var haft
samband við mig og ég tel mig hafa
mikið fram að færa til að hjálpa lið-
inu í baráttunni næsta sumar. Síðasta
sumar gekk ekki jafnvel hjá mér eins
og árin þar á undan og ég er orð-
inn hungraður í árangur aftur,“ segir
hann.
Ingvar Þór er reynslumikill mark-
vörður, hefur á sínum ferli spilað 260
leiki með Víkingi, Breiðabliki og Val,
þar af 140 í efstu deild. Hann hefur
hampað Íslands- og bikarmeistara-
titlinum með Breiðabliki og sömu-
leiðis orðið bikarmeistari með Val.
kgk
Ingvar Þór Kale til
liðs við ÍA
Ingvar Þór Kale í leik með Breiðabliki.
Ljósm. blikar.is.
Körfuknattleikskonan og landsliðs-
konan Pálína María Gunnlaugs-
dóttir, sem gekk til liðs við Snæ-
fell í haust, hefur óskað eftir ótíma-
bundnu leyfi frá félaginu. Ástæð-
an er sú að hún hefur ekki náð að
samræma vinnu, einkalíf og körfu-
knattleikinn eins og best yrði á kos-
ið. Hefur hún því óskað eftir leyfi
um óákveðinn tíma.
Pálína spilaði níu leiki með Snæ-
felli á fyrri hluta Domino‘s deildar
kvenna og skoraði í þeim 8,2 stig,
tók 5 fráköst og gaf 1,8 stoðsend-
ingu að meðaltali. Hún meiddist á
kálfa með landsliðinu fyrr í vetur
og gat því ekki leikið síðustu þrjá
leiki ársins með Snæfelli. „Það er
söknuður af Pálínu en við sjáum
hvað tíminn leiðir í ljós. Körfu-
knattleiksdeildin óskar Pálínu góðs
gengis í sínum verkefnum.“
kgk
Pálína í ótímabundið
leyfi frá Snæfelli
Pálína María Gunnlaugsdóttir í leik
með Snæfelli. Ljósm. úr safni/ sá.