Skessuhorn - 18.01.2017, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20172
hér á landi var á Akranesi þar sem
allar lífeyrisskuldbindingar vegna
starfsfólks Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Höfða voru á ábyrgð
Akraneskaupstaðar. Samkomulag-
ið nú miðast við að yfirtaka rík-
isins á lífeyrisskuldbindingunum
verður afturvirk til 31. desemb-
er 2015. Fyrir Höfða voru þessar
skulbingingar um einn milljarður
króna og mun samkomulagið því
lækka lífeyrisskuldbindingar bæj-
arsjóðs Akraneskaupstaðar sem
því nemur, eða um fjórðung.
Þegar ritað hafði verið undir
samninginn um Höfða var sam-
bærilegur samningur staðfestur
fyrir Akureyri. Samningur þessi
var jafnframt fyrsti bindandi
samningur sem Benedikt Jóhann-
esson nýr fjármála- og efnahags-
ráðherra ritar undir fyrir hönd
ríkissjóðs.
mm
Borgnesingurinn Geir Konráð Theódórs-
son færir um þessar mundir einleikinn
Svarta galdur á fjalirnar á Sögulofti Land-
námsseturs. Hann frumsýndi verkið síð-
astliðinn föstudag við góðar viðtökur og
ætlar að sýna það um helgar út janúar-
mánuð og sjá síðan til með framhaldið.
Áhugasömum er því bent á að huga að
miðakaupum fyrr en síðar.
Áfram verða umhleypingar í veðri. Það
verður austlæg átt á morgun, fimmtu-
dag, 5-13 m/s sunnanlands og snjókoma
eða slydda, en síðar rigning við strönd-
ina og hiti allt að 5 stig. Léttskýjað og tals-
vert frost á Norðurlandi en skýjað þar um
kvöldið. Snjómugga sums staðar á land-
inu. Á föstudag er útlit fyrir sunnanátt
8-13 m/s og rigningu eða súld, en bjart-
viðri norðan- og austanlands. Hlýnandi
veður, víða 3 til 7 stig síðdegis. Sunnan-
og suðvestanátt 10-15 m/s á laugardag.
Rigning og slydda með köflum. Hægari
vindur og þurrt fyrir norðan og austan.
Hiti 1 til 5 stig. Breytileg átt og él, 3-10 m/s
á sunnudag en þurrt á Austurlandi. Hiti
kringum frostmark. Vaxandi suðaustanátt
um kvöldið með slyddu eða rigningu og
hlýnandi veðri á Suður- og Vesturlandi. Á
mánudag spáir hvassri suðaustanátt og
talsverðri rigningu um sunnanvert landið.
Hiti 3 til 8 stig.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns.
„Í hvaða stjörnumerki ert þú?“ Kemur á
daginn að flestir lesendur Skessuhorns-
vefsins eru sporðdrekar, eða 11,3%, og
ljón eru næstflestir, 10,3%. Hrútar verma
þriðja sætið með 9,7%, sem er öllu lægra
en á ritstjórn Skessuhorns þar sem hlutfall
hrúta er 66,7% og eiga þeir hrútar reyndar
sama afmælisdag. Öll önnur stjörnumerki
fengu milli 7 og 8% í könnuninni að und-
anskildum vatnsbera og bogmanni sem
fengu fæst atkvæði eða 6% hvort.
Í næstu viku er spurt:
„Finnst þér að konur eigi að hafa val
um að vera berar að ofan í sundi?“
Skagakonan Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir tók við embætti ferðamála-,
iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þegar
ný ríkisstjórn tók við völdum í liðinni viku.
Varð hún þar með yngsta konan til að
gegna ráðherraembætti á Íslandi. Þórdís
er Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Endurnýja
kælikerfi
RIF: Miklar framkvæmdir
hafa staðið yfir í slægingar- og
flokkunarstöð Fiskmarkaðs Ís-
lands í Rifi. Má þar helst nefna
endurnýjun kælikerfis sem
á að halda hráefninu köldu í
móttökunni við bestu mögu-
legu aðstæður. Kælikerfið er
gríðarlega öflugt og er stefnt
á að kerfinu verði stýrt með
þeim hætti að það sé keyrt á
fullum afköstum þegar hrá-
efni er í salnum. Sem dæmi
um hversu öflugt kerfið er þá
tekur aðeins um 15 mínútur
að ná hitastigi í kælinum úr
15°C í 4°C og tekur það um
eina klukkustund að lækka hit-
ann úr 4°C í 0,5°C. Kælikerf-
ið var keypt af Frostmarki ehf,
en það fyrirtæki hefur mjög
mikla reynslu af uppsetningu
og þjónustu við kæli- og frysti-
kerfi bæði hér innanlands sem
og erlendis.
-þa
35 umsóknir í
fjarskiptasjóð
LANDIÐ: Umsóknarferli
Fjarskiptasjóðs vegna verkefn-
isins Ísland ljóstengt stendur
nú yfir. Ferlið skiptist í A og
B hluta. Frestur til að skila inn
umsókn og gögnum í A hluta
rann út síðasta miðvikudag
og alls bárust Fjarskiptasjóði
gögn frá 35 sveitarfélögum á
landsvísu. Mat á þeim gögnum
liggur nú fyrir, að því er fram
kemur á vef innanríkisráðu-
neytisins. Þar segir enn fremur
að fáein sveitarfélög eigi eftir
að ljúka markaðskönnun áður
en lokafrestur vegna B hluta
rennur út fimmtudaginn 26.
janúar næstkomandi. Að öðr-
um kosti uppfylla öll sveitar-
félögin kröfur til gagna vegna
A hluta. Á starfssvæði Skessu-
horns skiluðu sjö sveitarfélög
inn umsóknum og gögnum.
Þau eru; Akraneskaupstað-
ur, Borgarbyggð, Dalabyggð,
Grundarfjarðarbær, Skorra-
dalshreppur, Snæfellsbær og
Reykhólahreppur.
-kgk
Leita meira
vatns
REYKHOLTSDALUR:
Sveitarstjórn Borgarbyggð-
ar hefur gefið Veitum ohf.
framkvæmdaleyfi til borunar
nýrrar neysluvatnsholu í landi
Steindórsstaða í Reykholtsdal.
Ný vinnsluhola verður innan
brunnsvæðis núverandi vatns-
bóls en þaðan hefur á liðnum
árum fengist vatn í vatnsveitu
í Reykholtsdal. Vegna fyrirsjá-
anlegrar aukningar á notk-
un vatns úr veitunni er nauð-
synlegt að auka vatnsframboð.
Meðal annars er mikil nokt-
un áætluð vegna starfsemi
Krauma við Deildartunguhver
og þá eru Fosshótel einnig að
byggja heilsulindir í húsnæði
hótelsins.
-mm
Stefán Bjarnason, fyrrverandi yfir-
lögregluþjónn á Akranesi, fagn-
ar hundrað ára afmæli í dag. Stef-
án fæddist á Sauðárkróki 18. janúar
1917 en býr nú á hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Höfða á Akranesi. Hann
segir heilsuna vera ágæta og þakk-
ar langlífið fimleikunum sem hann
byrjaði að stunda ungur og æfingum
sem hann gerir enn á hverjum degi.
„Mér líður ágætlega,“ segir Stefán í
samtali við blaðamann Skessuhorns.
„Það er misjafnt hvernig fólk er til
heilsunnar en ég hef gert æfingar oft
á dag alla mína tíð. Ég get þakkað
kennara mínum frá barnæsku, Bergi
nokkrum. Ég var fremstur í röð-
inni í fimleikunum hjá honum og
hafði dálæti á honum,“ heldur hann
áfram.
Frá níu ára aldri ólst Stefán upp
á Siglufirði, þar sem áhuginn á fim-
leikum vaknaði og seinustu árin fyr-
ir norðan leiddi hann starfið í fim-
leikaflokknum. Hann byrjaði í lög-
reglunni á Siglufirði tvítugur að
aldri og 24 ára gamall hóf hann störf
hjá lögreglunni á Akranesi þar sem
hann var allt til starfsloka þegar hann
varð 65 ára. Fimleikana hélt hann
áfram að stunda og þjálfa eftir að
hann fluttist á Skagann og stofnaði
hann og leiðbeindi fyrsta fimleika-
flokki ÍA. Stefán hefur alla tíð hugs-
að vel um heilsuna. Hann borðar
allan mat og hefur alltaf verið reglu-
samur. Hann segist þó hafa byrjað
að reykja við fermingu en það stóð
stutt yfir. „Ég var alltaf í sporti. Svo
var það í eitt sinn að yngri strákur
elti mig uppi í renningarleik [elting-
arleik, innsk. blm.] og ég skammað-
ist mín svo mikið að ég hætti. Hann
var í góðri þjálfun, var skíðamaður
og hafði gott úthald en það skildi
ég ekki þá. Ég kenndi reykingun-
um um,“ segir hann hress. Þessi hái
aldur kemur afmælisbarninu á óvart.
„Ég átti ekki von á þessu. Ég fékk
heilablæðingu fyrir mörgum árum
en var svo heppinn að hún gekk til
baka. Maður nær sér aldrei alveg af
svoleiðis. En ég hef alltaf verið dug-
legur að hreyfa mig, að sparka og
gera æfingar og ég þakka því,“ segir
Stefán Bjarnason.
grþ
Stefán Bjarnason er hundrað ára í dag
Stefán Bjarnason þakkar daglegum æfingum langlífið.
Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri
Vesturlands hefur gert þá breytingu
á vaktkerfi fyrir útkallslið lögregl-
unnar á Akranesi og í Borgarnesi
að svokallaðri sólarhringsvakt hef-
ur að nýju verið komið á. Breyting-
in tók gildi 1. janúar síðastliðinn.
Vegna hagræðingar í rekstri emb-
ættisins um mitt síðasta ár var það
fyrirkomulag ekki viðhaft. Að sögn
Úlfars verður á ný keyrt á tveim-
ur tólf tíma vöktum á Akranesi og
í Borgarnesi sem 12 lögregluþjónar
skipta með sér. Þessi breyting mun
eðli málsins samkvæmt stytta við-
bragðstíma þegar útköll verða. Hjá
embættinu á Snæfellsnesi og í Döl-
um eru 12 tíma vaktir lögreglu og
bakvaktir utan þess tíma.
mm
Sólarhringsvakt lögreglu að nýju á Akranesi og í Borgarnesi
Síðastliðinn föstudag var skrif-
að undir í fjármálaráðuneytinu
samning varðandi útfærslu á yfir-
töku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbind-
inga hjúkrunarheimilisins Höfða
á Akranesi, en það er eitt þeirra
heimila sem rekið hefur verið
með ábyrgð sveitarfélaga. Stærsta
einstaka lífeyrisskuldbindingin
Lífeyrisskuldbingar Höfða fyrsti
samningur nýs fjármálaráðherra
Kjartan Kjartansson framkvæmdastjóri Höfða, Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Benedikt Jóhannesson fjármála- og
efnahagsráðherra. Auk þess skrifuðu undir samninginn þau Gerður Guðjónsdóttir fyrir hönd Brúar, lífeyrissjóðs starfsmanna
sveitarfélaga, og Haukur Hafsteinsson, fyrir hönd lífeyrissjóðs ríkisins. Ljósm. hf.