Skessuhorn


Skessuhorn - 18.01.2017, Qupperneq 18

Skessuhorn - 18.01.2017, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201718 Baldur Árni Björnsson er bóndi í Múlakoti í Lundarreykjadal og einn af fáum girðingaverktökum á Vesturlandi. Hann hefur ýmis- legt fengist við um ævina; verið til sjós, keyrt leigubíl, verið með fjölbreyttan búskap, tamið hross og nú síðast hafið uppeldi hænsn- fugla. Girðingum hefur hann pot- að niður og haldið við í tvo áratugi. Skessuhorn hitti Baldur að máli í Múlakoti á dögunum og ræddi við hann um leik og starf. „Ég fædd- ist í Reykjavík, bjó í Skerjafirðin- um fyrsta árið og þaðan flutti fjöl- skyldan í Kópavog. Síðan fluttu mamma og pabbi norður í Þing- eyjarsveit þegar ég var sex ára gamall og hófu búskap á Heiðar- bót í Reykjahverfi,“ segir Bald- ur. „Ég man vel eftir ferðalaginu. Við fluttum norður í reykmettuð- um Willysjeppa,“ bætir hann við og brosir. „Foreldrar mínir reyktu báðir og þetta var löng ferð fyrir okkur systkinin sem vorum fjög- ur í þremur sætum. Það var þröngt á þingi, jeppinn fullur af reyk, rif- ist á leiðinni og pirringur,“ útskýr- ir hann. „Síðan komum við á stað- inn að nóttu til. Bærinn var í eyði og ég man að mér fannst þetta alls ekki spennandi,“ segir Baldur. „En það rættist úr þessu og kom í ljós að þetta hentaði mér mjög vel. Þarna kviknaði hjá mér áhugi á skepnum, aðallega hrossum. Það var mikill hestaáhugi almennt í Þingeyjarsveitinni þegar ég var að alast upp og allar götur síðan hef ég haft áhuga á hrossum.“ Kynntust í sláturhúsinu Eftir að hann komst til manns lagði Baldur ýmislegt fyrir sig. Hann var lengi til sjós, einkum á ver- tíðarbátum frá Ólafsvík, Grinda- vík og Sandgerði og þess á milli fékkst hann við hitt og þetta og fór meðal annars nokkrum sinnum í sláturtíð. Eitt haustið réði hann sig í sláturhúsið í Borgarnesi, árið 1982. „Það var þá sem ég kynntist konunni minni, Jónínu Guðrúnu Heiðarsdóttur. Við vorum bæði að vinna í sláturhúsinu. Hún var í mötuneytinu en ég var í bógun- um sem kallað var, fláði þá sér eins og gert var í þá daga,“ segir hann. „Það má geta þess að það var Þórð- ur [Einarsson] bóndi á Gunnlaugs- stöðum sem fékk mig til að koma í þessa sláturtíð. Honum kynntist ég á sjó í Ólafsvík. Hann er því valdur að því að ég er hér staddur í dag,“ bætir hann við og brosir. Baldur og Jónína hófu sinn bú- skap eftir að hafa kynnst þetta haustið í sláturhúsinu. Fyrstu árin voru þau í Borgarnesi en síðan keyptu þau Múlakot. „Við keypt- um Múlakot ´85, fluttum inn árið eftir og byrjuðum að búa með kýr. En það var lítill kvóti og við erum fyrir löngu hætt með kýrn- ar,“ segir Baldur. „Fyrstu árin var ég alltaf á sjó með búskapnum en síðan við hættum með kýrnar hafa hér aðallega verið hross. Ég starf- aði við tamningar hér áður fyrr í nokkur ár og það gekk sæmilega. Það var allavega nóg að gera en þær hafa breyst mikið. Núna þarf að leggja miklu meiri vinnu í hvern hest ef hann á að seljast og orðið mun erfiðara að selja þessi venju- legu hross í dag. Þeir þurfa að vera orðnir miklu meira gerðir,“ segir hann. „Fólk vill orðið meira tamin hross, sem er bara gott og bless- að. Það er miklu meira af góðum hrossum til í dag en þegar ég var í þessu,“ bætir hann við. Baldur er því hættur að temja, nema sína eigin hesta, en áhuginn er enn fyr- ir hendi. „Ég hætti að temja nema fyrir sjálfan mig, ræktunin er orð- in lítil en við erum alltaf með eitt- hvað af hrossum, þessar hundrað kindur og hænsnin,“ segir hann, en í Múlakoti er einangrunarstöð og uppeldi fyrir Reykjabúið hf. „Þetta er stofnfugl, sem kallaður er. Innfluttum eggjum er ungað út á Hvanneyri, síðan koma ungarn- ir hingað dagsgamlir og eru hér í 18 vikur. Þá eru hænurnar fluttar í búið þar sem þær eru í tvær til þrjár vikur áður en þær fara að verpa,“ segir Baldur. „Þannig er starfið hér heima þessa dagana; rollur og hænsni.“ Tuttugu ár í girðingunum En aðal atvinnugrein Baldurs er af öðrum toga. Hann er girðinga- verktaki, einn fárra slíkra á Vest- urlandi öllu. Hefur hann starfað við girðingavinnu og viðhald und- anfarin 20 ár eða svo. „Það eru nú verktakar í þessu úti um allt land, en ég er einn af þeim fáu sem eftir eru í Borgarfirðinum,“ segir hann. „Mér líkar ágætlega í girðingunum en þetta er leiðinlegt í bleytutíð. Maður er útbíaður og gegnblaut- ur allan daginn,“ segir Baldur. En hvernig kom það til að hann lagði þetta starf fyrir sig? „Það vantaði einfaldlega eitthvað lifibrauð akk- úrat á þeim tíma. Þá var verið að ljúka við nýju Borgarfjarðarbraut- ina og þurfti að girða meðfram veginum. Mér datt í hug að prófa þetta og hef verið í þessu allar göt- ur síðan, eiginlega alveg samfleytt. Ég hef alla tíð verið heppinn með mannskap í girðingavinnunni. Ég er þakklátur fyrir það og tel mig heppinn að hafa fengið að vinna með ungum og öflugum mönnum. Þetta eru frábærir strákar,“ segir Baldur. Tveggja vikna útilega Baldur útskýrir að þegar um er að ræða stærri girðingar, 15-30 kíló- metra, að þá séu þeir allt að sex saman, en yfirleitt séu þeir færri. Með stærri verkefnum sem hann og menn hans hafi fengist við tel- ur hann til dæmis girðingu á Holta- vörðuheiði frá Melum að Forna- hvammi og um 30 km girðingu á Skógarströnd. Flestar girðing- ar sem Baldur hefur unnið að eru í Borgarfirði eða nágrenni og hann segir að venjulega mæti menn bara að morgni og fari heim að kvöldi. Það heyri til undantekninga að menn slái upp vinnubúðum eða haldi til annars staðar en heima hjá sér. „En þó hefur það gerst. Þegar við vorum á Skógarströndinni þá gistum við þar, enda heldur langt að fara úr Borgarfirðinum. Síð- an þegar við vorum á Holtavörðu- heiðinni þá gistum við í tjöldum í tvær vikur af þeim sex sem við vor- um með girðinguna. Þetta var frek- ar skemmtileg útilega og á kvöldin var oft glatt á hjalla. Frábær mann- skapur en veðrið hefði mátt vera betra. Það skall mjög oft á með þoku, ég held að við höfum feng- ið einn sólskinsdag og ég er ekki að ljúga því,“ segir Baldur og hlær við. „En á Holtavörðuheiðinni þá grill- uðum við á hverju kvöldi og nutum þess mjög fyrstu dagana. Við vorum með gasgrill með okkur en höfðum lítið annað til að elda á. Þegar vik- urnar tvær voru liðnar vorum við orðnir frekar þreyttir á grillmatn- um,“ bætir hann við og brosir. Getur verið mikið púl Aðspurður segir Baldur að tímabil- ið í girðingavinnunni nái frá apríl og fram í desember. Þá er einnig unnið að viðhaldi og dagarnir oft langir. „Ég hef verið með viðhald á allt frá 60 til 100 kílómetra kafla. Þessi vetur hefur verið óvenju góð- ur, við vorum að girða fram und- ir jól. Það er þó ekki einsdæmi en sjaldgæft,“ segir hann. Vinnuaðferðin er mjög hefð- bundin og getur verið mikið púl. „Girðingin er dregin út á traktor og síðan höfum við gröfu til að grafa niður hornstaura og reka nið- ur staura, þar sem hægt að reka þá niður með gröfu. Það er nú þann- ig að alls staðar þar sem er erfiðast að reka þá niður verður að gera það með höndum,“ segir hann en bæt- ir því við að það sé þó minna um það. Fagnar nýliðun í dalnum Hjónin í Múlakoti eiga saman þrjú börn; Sóleyju Birnu, Önnu Heiðu og Heiðar Árna. Fyrir átti Baldur soninn Val Björn og Jónína dótt- urina Sigrúnu Björk. Börnin eru öll fullorðin og barnabörnin orðin níu talsins. Anna Heiða hefur ein- mitt ásamt manni sínum Símoni Bergi Sigurgeirssyni reist sér hús í Múlakoti og hyggjast búa þar um ókomna tíð. Raunar hefur nokkur nýliðun orðið í Lundarreykjadal undanfarin misseri, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni, og ungt fólk á fjölmörgum bæjum. Baldur kveðst ánægður með það. „Það er frábært að unga fólkið vilji vera hérna og mér getur ekki ann- að en litist vel á þessa þróun,“ seg- ir Baldur. „Þetta er ungt fólk sem er alið upp í Lundarreykjadal sem hefur fundið sér ýmislegt við að vera, bæði búskap og annað. Sveit- in fer ekki í eyði á meðan og þetta er hið besta mál,“ bætir hann við. Aðspurður hvort hann kunni skýr- ingar á þessari miklu endurnýjun kveðst hann ekki viss, en hefur þó ákveðna kenningu. „Lunddælingar eru skrýtnir og hafa alltaf verið. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir vilja helst ekki setjast annars staðar að. Fólkið finnur sig ekki á öðrum stöðum, passar hvergi inn í önnur samfélög,“ segir hann léttur í bragði. „Þó þetta sé ekki vísinda- lega sannað þá kann þetta að vera skýringin,“ segir Baldur í Múlakoti að lokum. kgk Baldur í Múlakoti er einn af fáum girðingaverktökum landshlutans: „Hef alla tíð verið heppinn með mannskap í girðingavinnunni“ Baldur Árni Björnsson í Múlakoti í Lundarreykjadal. Í girðingavinnu, en Baldur er einn af fáum girðingaverktökum landshlutans. Tækjafloti girðingaverktakans í öllu sínu veldi. Dregið er út á traktornum og svo grafan notuð til að grafa niður hornstaurana og reka niður staura þar sem það er hægt.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.