Skessuhorn - 18.01.2017, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201720
Frásagnarlistin var menning-
arbrunnur á Íslandi forðum og
er það greinilega enn ef mið-
að er við kjarnyrtan flutning
Geirs Konráðs Theodórssonar
á nokkrum vel völdum íslensk-
um þjóðsögum í Landnámssetr-
inu á frumsýningarkvöldið.
Á föstudaginn sýndi Geir Kon-
ráð í fyrsta skipti Svarta Galdur
fyrir fullum sal og hlaut afar góð-
ar viðtökur. Geir hefur samið verk
sitt sjálfur og býr til skemmtileg-
ar tengingar á milli ólíkra sagna
sem þó mynda skemmtilega heild.
Hið óræða, myrka og dularfulla er
áberandi í frásögn hans en kímn-
in er heldur ekki langt undan og
oft var hlegið dátt. Framsögnin er
skýr og hvert orð kemst til skila
auk þess sem ótvíræðir leik-
hæfileikar njóta sín vel. Sýning-
in er í senn kraftmikil og lífleg.
Túlkunin er sterk og áhorfand-
inn gengur út með eitthvað af
myrkri aldanna enn í huganum.
Það freistar manns þegar heim
er komið að grípa gamla bók úr
hillu og lesa meira.
gj
Magnaður
Svarti Galdur
Svarti galdur, einleikur Geirs Kon-
ráðs Theodórssonar, leikara í Borg-
arnesi, var frumsýndur að kvöldi
föstudagsins 13. janúar á Sögulofti
Landnámssetursins í Borgarnesi.
Geir Konráð kvaðst í samtali við
Skessuhorn síðastliðinn miðviku-
dag bíða frumsýningarinnar fullur
eftirvæntingar. „Ég hlakka mikið
til að flytja sýninguna,“ sagði Geir.
„Í grunninn samanstendur Svarti
galdur af þremur þjóðsögum; sög-
unni af Sæmundi fróða, sögunni af
Galdra-Lofti og að lokum Hellis-
mannasögu, sem segir frá útlög-
um í Surtshelli. Með smá skálda-
leyfi þá flétta ég sögurnar saman
þannig að þær myndi eina heild.
Þannig hef ég leikið mér aðeins
með að leyfa svartagaldri að hafa
áhrif á framvindu Íslandssögunnar
í gegnum tíðina og það hefur ver-
ið mjög gaman að vinna að þessu,“
bætir leikarinn við.
Þjóðsögur eiga við alla
Sýningin var raunar flutt á liðnu
sumri undir öðru heiti og á öðru
tungumáli. „Ég setti hana á svið á
ensku síðasta sumar. Þá var þetta
upphaflega sett upp til að flytja
fyrir túrista og þannig mæta eftir-
spurn fyrir afþreyingu á kvöldin.
Maður varð dálítið var við að þeir
höfðu í nógu að snúast á daginn
en þegar komið var fram á kvöld
höfðu þeir lítið við að vera,“ bæt-
ir hann við.
Á liðnu sumri flutti Geir sýn-
inguna fyrir fjölmarga hópa sem
voru jafn fjölbreyttir og þeir voru
margir. „Þetta voru alls kon-
ar hópar og meðal annars sýndi
ég sérstaka jólasýningu fyrir hóp
flóttafólks sem býr hér uppi á Bif-
röst,“ segir Geir. „Það var alveg
sérstaklega skemmtileg sýning. Í
fyrsta lagi þurfti að fresta sýning-
unni aðeins því ég gerði mér auð-
vitað ekki grein fyrir því að hún
ætti að hefjast á bænatíma þeirra
sem eru íslamstrúar,“ segir hann
og hlær við. „Þegar sýningin var
síðan hafin kom í ljós að í hópnum
voru margir sem töluðu ekki ensku
en þá brugðu yngri gestir einfald-
lega á það ráð að stöðva sýninguna
og þýða fyrir þá,“ bætir hann við.
„En þetta heppnaðist alveg ljóm-
andi vel og sýnir og sannar að
þetta efni heillar marga, þjóðsögur
eiga einhvern veginn við alla. Sög-
urnar okkar eru skemmtilegur arf-
ur og auðvitað grunnurinn að öllu
sem Landnámssetrið hefur gert
svo ofboðslega vel skil í sögunum
hér af Vesturlandi sérstaklega, af
Skallagrími og Brák. Mig lang-
ar að byggja á þeim grunni, halda
áfram inn í þjóðsögurnar og um
leið teygja mig í átt að nútímanum.
Því þó við séum alltaf jafn stolt af
fornsögunum þá má ekki gleymast
að við eigum mikið af frábærum
sögum sem eru í raun frekar ná-
lægt okkur í tíma,“ segir Geir.
Þýddi í jólafríinu
En þar sem enska sýningin mælt-
ist jafn vel fyrir og raun bar vitni
kviknaði fljótt áhugi á því að flytja
hana einnig á íslensku. „Kjart-
an [Ragnarsson] í Landnámssetr-
inu varð fljótt mjög spenntur fyr-
ir því að færa hana yfir á íslensku
og bjóða Íslendingum og sérstak-
lega Borgnesingum að sjá hana.
Ég varði jólafríinu því í að vippa
textanum yfir á íslensku, aftur,“
segir Geir og hlær við. „Þann-
ig að ég er kominn alveg heilan
hring með sýninguna,“ útskýr-
ir hann léttur í bragði. Fyrir vik-
ið þurfti að hefja æfingar nánast á
byrjunarreit ásamt leikstjóranum,
Theodóri Kr. Þórðarsyni, sem er
einmitt faðir Geirs. Þá er einnig
vert að geta þess að yngri bróð-
ir hans, Eiríkur Þór, sér um sviðs-
myndina og sviðsstjórn. „Það eru
sannarlega kostir og gallar við að
hafa föður sinn sem leikstjóra og
litla bróður með sviðsmyndina.
Ég viðurkenni að það var stund-
um skrýtið að hafa þá tvo saman
að gagnrýna mig en kostirnir voru
engu að síður töluvert fleiri en
gallarnir,“ segir Geir. „Síðan hef-
ur Kjartan auðvitað yfirumsjón
með þessu öllu saman og er dug-
legur að koma með punkta líka.“
Ber virðingu
fyrir efninu
Aðspurður um væntingar til sýn-
inganna þá kveðst Geir eiga von
á því að það verði fyrst og fremst
skemmtilegt að flytja hana. „Það
komu stundum Íslendingar á
ensku sýningarnar og þá varð ég
stundum var við svona besser-
vissa, sem voru ekki endilega til-
búnir að taka því að skáldað væri
í eyðurnar. Þeir voru sumir dug-
legir að leiðrétta mig eftir sýning-
ar og benda mér á að hlutirnir hafi
ekki gerst svona,“ segir hann. „En
maður er að leika sér með efni
sem er svolítið heilagt í hugum
margra og ég geri mér grein fyr-
ir því að þegar maður er byrjað-
ur að blanda saman sögu landsins
og þjóðsögum þá er maður kom-
inn út á svolítið hálan ís, gagn-
vart þeim sem telja efnið heilagt
að minnsta kosti. En það verður
alltaf þannig,“ segir Geir. „Engu
að síður reyni ég að bera virð-
ingu fyrir efninu og breyta ekki of
miklu. Ég held að þetta falli allt
innan þess ramma sem getur tal-
ist eðlilegur.“
Dimm og drungaleg
stemning
Til marks um það nefnir Geir að
hann hafi ekki breytt þeim tóni
sem sleginn er í þjóðsögunum
sem hann byggir sýningu sína á.
„Það er dálítið myrk og drunga-
leg stemning í íslensku þjóðsög-
unum og boðskapurinn ekkert
endilega neitt sérstaklega fallegur.
Þær voru sagðar heimilisfólki fyrir
svefninn í dimmum baðstofum og
tilgangurinn virðist oft hafa ver-
ið að hræða fólk og þannig reyna
að kenna því einhverja lexíu,“ seg-
ir Geir og hlær við. „Það er svolít-
ið sú stemning sem ég leitast við
að endurskapa. Til þess er enginn
betri sýningarsalur en Söguloft-
ið. Það er óvenjulegur salur, undir
súð og ef veðrið er vont þá hvín í
húsinu og það finnst mér ómetan-
legt í sýningu þegar ég er að reyna
að hræða fólk,“ segir Geir léttur
í bragði. Hann tekur þó fram að
Svarti galdur sé ekki endilega við
hæfi yngstu barnanna og bein-
ir því til foreldra að börn gætu ef
til vill hræðst. „Það er vert að for-
eldrar hafi það í huga og meti það
ef þeir ætla að taka börnin með,
sem þeim er að sjálfsögðu vel-
komið og ég vonast auðvitað til að
sjá sem flesta,“ segir Geir.
Sem fyrr segir var verkið frum-
sýnt föstudaginn 13. janúar og
strax daginn eftir var önnur sýn-
ing. „Það verða sýningar allt í allt
fjórar helgar núna í janúar og svo
sjáum við til með framhaldið,“
segir leikarinn að lokum.
kgk
Leikur sér með þjóð-
sögurnar í Svarta galdri
Geir Konráð Theódórsson leikari er jafnframt höfundur einleiksins Svarta galdurs.
Ljósm. Landnámssetrið.
Kynningarplakat Svarta galdurs. Geir hér í fremur kuldalegu umhverfi.