Skessuhorn - 18.01.2017, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2017 21
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Sumarhús
óskast
AFL Starfsgreinafélag óskar eftir að leigja sumarhús
í Borgarfirði og á Suðurlandi til afnota fyrir félags menn.
Æskileg stærð sumarhúsa er 50-100 fm og að í þeim
sé svefnpláss fyrir 6-8 manns. Húsin þurfa að vera
fullbúin húsgögnum og búnaði og æskilegt að unnt sé
að kaupa umsjón á svæðinu.
Nánari upplýsingar veitir Lilja Ívarsdóttir,
lilja@asa.is, 4700 316
AFL Starfsgreinafélag / Orlofssjóður
Það hefur verið í nógu að snúast
hjá Kristínu Helgu Ármannsdóttur,
bónda á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðar-
sveit. Hún byrjaði að verka lamba-
og ærkjöt til sölu síðasta haust og
hefur vart náð að stoppa síðan hún
byrjaði. „Það eru mörg ár síðan mér
datt þetta í hug. Mig fór að langa
að prófa að reykja kjöt. Svo fór ég
að láta fólk fá tvíreykt hangikjöt og
svona,“ segir Kristín. Það var þó
ekki fyrr en í ágúst eða september á
síðasta ári sem Kristín fór út í kjöt-
vinnsluna. „Dóttir mín ýtti mér svo-
lítið af stað,“ segir hún. „Hún var að
vinna að verkefni í Landbúnaðarhá-
skólanum sem sýndi fram á að þetta
myndi gera sig.“ Í framhaldi af því
var farið að verka kjötið í lánshús-
næði sem hefur tilskilin leyfi.
Kjötvinnsla á
bæjarhlaðinu
Á næstunni er þó von á breyting-
um. Kristín ætlar að færa vinnsluna
alfarið að Ytra-Hólmi og er að und-
irbúa aðstöðu, sækja um leyfi fyrir
starfsemina og skipuleggja bílskúr-
inn við íbúðarhúsið til að taka hann
þjóni hlutverki kjötvinnslu. „Það
vannst bara ekki tími fyrir þetta í
nóvember og desember sökum anna
í kjötvinnslunni,“ segir Kristín og
hlær. Hverja einustu helgi frá því í
byrjun nóvember hefur hún stað-
ið á hinum ýmsu bændamörkuðum
og selt afurðirnar og móttökurn-
ar hafa verið ótrúlega góðar. „Það
er ánægjulega við að standa í þessu
samhliða búskapnum er hvað mað-
ur hittir mikið af góðu fólki,“ seg-
ir Kristín. Fjölskyldan hefur ekki
farið varhluta af þessari nýjung hjá
Kristínu, en einhver þarf að prófa
nýjar vörur og þá koma bragðlauk-
ar fjölskyldunnar til sögunnar. „Ég
er búin að borða mikið af hangi-
kjöti í nóvember og desember,“ seg-
ir Kristín.
Hreinar vörur
Eins og er samanstendur vöruúrval-
ið af tvíreyktu hangilæri, gröfnu ær-
kjöti, hangikjöti og einnig ærlund-
um og ærhakki. Þá hefur hún einn-
ig búið til kindabjúgu og móttök-
urnar við þeim hafa verið frábærar.
„Ég reyni að búa til hreinar afurðir,
ég er mjög stolt af því. Það er ekkert
í bjúgunum nema kjöt, salt og kart-
öflumjöl. Út af saltinu hef ég ekki
kallað þau hreina afurð, en það eru
engin önnur viðbætt efni í þeim,“
segir Kristín og minnist viðskipta-
vinar sem kom sérstaklega á básinn
til hennar á jólamarkaði í Hörpunni
fyrir jól, gagngert til þess að kaupa
bjúgu. „Hann sagðist hafa beðið eft-
ir mér, það eru meðmælin sem mað-
ur fær,“ segir Kristín og brosir. Hún
segist finna vel að eftirspurninn eftir
hreinum afurðum hefur aukist. „Eft-
irspurnin er að aukast eftir bjúgum
til dæmis.“ Fólk vilji líka vita hvaðan
landbúnaðarvörurnar koma.
Ný aðstaða og nýjar
vörutegundir
Kristín gefur hugmyndafluginu
lausan tauminn þegar kemur að
kjötvinnslunni. Hún hefur til dæmis
gert tilraunir með hrossakjöt og seg-
ir að það sé á áætlun að halda áfram
með það. Í Hörpunni hafi hún selt
allt hrossakjötið sem hún hafði með
sér og annaði ekki eftirspurninni.
Hrossakjötið var marinerað eða
saltað, en fjölmargir hafi einnig vilj-
að ferskt hrossakjöt.
Hún á erfitt með að vera ekki sí-
fellt að prófa eitthvað nýtt í vinnsl-
unni og var farin að undirbúa nýjar
vörutegundir fyrir jól, áður en hún
ákvað að einbeita sér að jólasölunni.
„Ég er svo hrikalega ánægð með
þetta. Mér finnst þetta svo gaman
og nú er bara að vanda sig.“ Hana
langar að þróa vörumerkið lengra á
næstu mánuðum og árum og auka
fjölbreytileikann.
Ætlar að ná
sölu allt árið
Með kjötvinnslunni sinnir Krist-
ín, ásamt manninum sínum Brynj-
ólfi Ottesen, sauðfjárbúskap á Ytra-
Hólmi. „Kjötvinnslan er bara hlið-
arbúgrein ef svo má segja,“ seg-
ir Kristín, þrátt fyrir að vinnan við
hana sér ansi drjúg. Þau eru með um
átta hundruð fjár á fóðrum. Mark-
miðið sé að koma upp aðstöðu fyrir
kjötvinnslu í bílskúrnum ásamt litlu
markaðshorni þar sem hægt verð-
ur að selja afurðirnar. Kristín vill
ná að selja kjöt allan ársins hring og
móttökurnar sem hún hefur fengið
hingað til gefa henni von um að það
sé mögulegt. „Tvíreykta hangilærið
er til dæmis fínt í útileguna, í staðinn
fyrir harðfiskinn,“ segir hún og það
er stutt í sölumanninn í henni.
Þakklát fyrir góðar
móttökur
Fyrst og fremst er Kristín þakklát
fyrir góðar móttökur sem hún hef-
„Þetta gefur mér
svo mikið“
-segir Kristín Helga Ármannsdóttir
bóndi á Ytra-Hólmi
ur fengið. Það sýni sig best á því að
hún er nú þegar komin með nokkra
fastakúnna. „Það er þetta sem mér
finnst svo æðislegt, þegar fólk kem-
ur aftur. Þetta er búið að vera algjört
ævintýri,“ segir Kristín og bætir við
að grafið ærkjöt sé ekki endilega fyr-
ir alla, en sumir hafi jafnvel gefið
það í jólagjöf. „Mér finnst svo frá-
bært að fólk sé tilbúið að deila með
sér vörum frá mér, það eru með-
mæli,“ segir Kristín með áherslu að
lokum.
klj
Kristín Ármannsdóttir, bóndi á Ytri-Hólmi, byrjaði að verka kjöt til sölu síðasta haust og sér ekki fram á að hætta í bráð. Salan
gengur vel og hún er uppfull af hugmyndum um nýjar vörutegundir og þróun í vinnslunni.
Vöruúrvalið af einum þeirra fjölda markaða þar sem Kristín hefur selt kjötafurð-
irnar sínar.
Grafna ærkjötið ásamt niðurskornu tvíreyktu læri með heimagerðri sósu til að dýfa í.