Skessuhorn - 18.01.2017, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 201722
Stígamót munu á næstunni bjóða upp á ókeypis þjónustu fyrir
íbúa Vesturlands. Þjónustan verður staðsett í Borgarnesi og er
ætluð fólki sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi
Kynningarfundir verða haldnir í
Landnámssetrinu í Borgarnesi
miðvikudaginn 18. janúar kl. 20
og í Samkomuhúsinu á Grundarfirði
fimmtudaginn 19. janúar kl. 20
Stígamót bjóða til opinna kynningarfunda
í Grundarfirði og í Borgarnesi
Verið öll hjartanlega velkomin
Starfsfólk Stígamóta
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Marel hefur nú sent sundbolta til
bæjarfélaga þar sem Marel fisk-
vinnslutækni hefur verið innleidd.
„Það er fátt íslenskara en upphit-
uð sundlaug, nema ef til vill fisk-
vinnsla. Sundlaugar má finna í
flestum bæjarfélögum á Íslandi
og þær eru mikilvægur samkomu-
staður allan ársins hring. Marel sér
fjölda fyrirtækja um allt land fyrir
háþróuðum tæknibúnaði til fisk-
vinnslu. Samstarf fyrirtækjanna og
Marel er náið og þar skipta starfs-
menn miklu máli. Því langar Mar-
el til að gleðja íbúa bæjarfélaga sem
nýta sér Marel tæki með lítilli gjöf,
sundboltum. Boltunum er dreift á
sundlaugar víða um land í laugar
nærri fiskvinnslustöðvum til þess að
sem flestir geti notið þeirra,“ segir í
tilkynningu frá fyrirtækinu.
Fyrstu sundboltunum var dreift á
Dalvík á Fiskideginum mikla en nú
í vetur hafa boltar verið sendir í 30
sundlaugar til viðbótar í bæjarfélög-
um á landsbyggðinni, meðal annars
á Akranes, Borgarnes, Stykkishólm,
Grundarfjörð og Snæfellsbæ.
mm
Marel gefur sundbolta á Vesturland
Botnlið Snæfells mun ljúka yfir-
standandi keppnistímabili í Dom-
ino‘s deild karla án erlends leik-
manns. Eins og áður hefur verið
greint frá rifti liðið samningi sínum
við Sefton Barrett þegar tímabilið
var hálfnað. Í stað hans var feng-
inn til liðsins Christian Covile, en
tafir urðu á leyfamálum hans vegna
veikinda og fjarveru starfsmanna
Útlendingastofnunar milli jóla og
nýárs. Missti hann því af fyrsta leik
tímabilsins snemma í mánuðinum
og til stóð að hann myndi leika með
Snæfelli fyrsta sinni gegn Njarðvík
á föstudag. Ekkert varð hins vegar
af því vegna þess að hann er á saka-
skrá í heimalandinu Bandaríkjunum
vegna smáglæps sem hann framdi á
háskóladögum sínum. Fær hann því
ekki atvinnuleyfi á Íslandi.
Í samtali við Vísi.is á föstudag
var haft eftir Inga Þór Steindórs-
syni þjálfara að leikmaðurinn væri
með „skólahrekk á sakarvottorði.“
Munu Covile og vinir hans hafi
stundað það að hrekkja hvorn ann-
an með því að fara inn í herbergi
og íbúðir hvers annars og setja allt
á hvolf með því að færa húsgögnin
út um allt. Covile mun síðan hafa
ætlað að hrekkja þáverandi kærustu
með sama hætti. Hún hafði hins
vegar engan húmor fyrir uppátæk-
inu, kærði Covile sem var sakfelld-
ur fyrir að fara inn í hús án leyfis.
„Útlendingastofnun sagðist þurfa
að taka sér 6-8 vikur í að skoða
málið en þá er tímabilið bara búið.
Meira að segja þá var ólíklegt að
hann myndi fá leyfi,“ segir Ingi Þór
í samtali við Vísi. Snæfell mun því
leika án erlends leikmanns það sem
eftir er af mótinu. kgk
Snæfell sendir Covile heim
Vesturlandsmóti í sveitakeppni var
spilað um síðustu helgi og tóku
aðeins fjórar sveitir þátt að þessu
sinni. Vesturland á þrjú sæti í und-
ankeppni og jafnframt fyrstu vara-
sveit og þykir því líklegt að all-
ar fjórar sveitirnar mæti í undan-
keppni Íslandsmótsins. Vestur-
landsmeistarar þetta árið var sveit
Guðmundar Ólafssonar, en ásamt
honum spiluðu í sigursveitinni
Hallgrímur Rögnvaldsson, Karl
Alfreðsson og Tryggvi Bjarna-
son. Forysta þeirra var afgerandi,
en sveitin hlaut 135,7 stig. Í öðru
sæti var sveit Jóns Eyjólfssonar með
99,2 stig, en ásamt honum spiluðu
í sveitinni Baldur Björnsson, Svein-
björn Eyjólfsson og Lárus Péturs-
son. Í þriðja sæti varð sveit Jóns
H Einarssonar, ásamt Ingimundi
Jónssyni, Heiðari Árna Baldurssyni
og Loga Sigurðssyni. Uppskáru
þeir 76,95 stig. Í fjörða sæti varð
sveit Sveins Hallgrímssonar með
48,17 stig, en ásamt Sveini spiluðu
Flemming Jessen, Elín Þórisdóttir
og Guðmundur Arason, auk þeirra
Einars Guðmundssonar og Magn-
úsar Magnússonar. Fjórar sveitir
tóku þátt í mótinu.
mm
Þeir sigruðu á Vesturlandsmótinu með afgerandi hætti. F.v. Karl, Tryggvi, Guð-
mundur og Hallgrímur (samsett mynd).
Sveit Guðmundar Ólafssonar
er Vesturlandsmeistari í bridds
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is