Skessuhorn - 18.01.2017, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2017 23
Upplýsingamiðstöð ferðamanna
í Reykjavík var opnuð í Ráðhúsi
Reykjavíkur á mánudaginn en mið-
stöðin hefur verið starfrækt í Aðal-
stræti 2 frá árinu 2002. „Flutning-
ur Upplýsingamiðstöðvarinnar er
liður í því að nýta húsnæði í eigu
borgarinnar enn betur og auka
þjónustu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Miðstöðin er á jarðhæð Ráðhúss-
ins þar sem gönguás liggur í gegn-
um húsið en hann er hugsaður
sem hluti af göngustígakerfi borg-
arinnar, þar sem almenningur get-
ur komið saman og fylgst með því
sem um er að vera í húsinu hverju
sinni,“ segir í tilkynningu frá Höf-
uðborgarstofu.
Að jafnaði starfa níu manns
hverju sinni í miðstöðinni og er
hún opin alla daga ársins frá kl.
8.00-20.00 nema á jóladag. Opn-
unartími Ráðhússins mun því
lengjast sem því nemur. Miðstöð-
in er sá staður í Reykjavík þar sem
flestir erlendir ferðamenn hafa
viðkomu og margir ákveða í fram-
haldinu hvernig Íslandsheimsókn-
inni verði best varið. Á síðasta ári
fengu 475.000 ferðamenn aðstoð
og þjónustu á Upplýsingamið-
stöðinni í Aðalstræti sem var 28%
fjölgun frá árinu áður og hafa þeir
aldrei verið fleiri.
mm
Upplýsingamiðstöð í höfuð-
borginni færð í Ráðhúsið
ÚTBOÐ
Akraneskaupstaður, Veitur ohf. og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið:
Vesturgata – endurnýjun
Gatnagerð og lagnir
Verkið felst í að endurbyggja Vesturgötu á milli Merkigerðis og Stillholts auk hluta gang-
stétta á því svæði. Einnig verða lagnir veitufyrirtækja endurnýjaðar.
Verkinu skal lokið fyrir 05. ágúst 2017.
Helstu magntölur eru:
Upprif yrborðs (steypa og malbik) ............................................................................ 5.300 m2
Gröftur í götu ............................................................................................................... 9.000 m3
Fylling og burðarlög .................................................................................................... 8.800 m3
Malbik ........................................................................................................................... 5.300 m2
Gröftur fyrir lögnum .................................................................................................... 1.800 m3
Fráveitulagnir ............................................................................................................... 1.500 m
Vatnsveitulagnir ........................................................................................................... 1.400 m
Hitaveitulagnir ................................................................................................................ 750 m
Strenglagnir – rafstrengir ............................................................................................ 1.000 m
Ljósastólpar .......................................................................................................................... 8 stk.
Ídráttarrör ........................................................................................................................ 300 m
Fjölpípur ........................................................................................................................... 300 m
Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá EFLU verkfræðistofu, þriðjudaginn 24. janúar 2017,
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Akranesbæjar, Stillholti 16-18, 300 Akranesi, mmtu daginn
9. febrúar 2017, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7